Umfangsmiklar jarðvegsframkvæmdir til að undirbúa byggingu nýs meðferðarkjarna Landspítala standa sem hæst og ganga vel. Nýr Landspítali ohf. áætlar að uppsteypa meðferðarkjarnans hefjist næsta vor og að hann verði tekinn í notkun árið 2025.
ÍAV hf. er aðalverktaki í jarðvegsframkvæmdunum og hönnunarhóparnir Corpus og Spital veita ráðgjöf.
Í Framkvæmdafréttum 29 kemur fram það helsta sem unnið er að nú í október 2019.
Þann 8. október voru meðfylgjandi drónamyndir teknar af framkvæmdasvæðinu við Hringbraut.