Leit
Loka

Krabbameinslækningadeild 11E

Lyflækningadeild fyrir sjúklinga með krabbamein

Deildarstjóri

Ásthildur Guðjohnsen

asthildg@landspitali.is
Yfirlæknir

Vilhelmína Haraldsdóttir

Banner mynd fyrir Krabbameinslækningadeild 11E

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Krabbameinslækningadeild - mynd

Hér erum við

Hringbraut Aðalinngangur Kringlan, E álma 1. hæð

Hagnýtar upplýsingar

Meginviðfangsefni

 • Meðferð krabbameins
 • Einkennameðferð
 • Inngrip eða stuðningur vegna fylgikvilla krabbameinsmeðferðar
 • Líknarmeðferð

Lyflækningadeild fyrir sjúklinga með krabbamein.

Flestir sjúklingar sem leggjast inn á deildina koma frá bráðadeild, dagdeild blóð- og krabbameinslækninga eða öðrum deildum sjúkrahússins.  Meginástæður innlagna eru einkenni sjúkdómsins eða fylgikvillar meðferðar.

Legudeild með 14 rúmum.
Starfsmenn eru um 50 talsins.
Meðaldvalartími er um 8 dagar.

Starfsfólk deildarinnar leggur áherslu á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra og að veita greinargóðar upplýsingar um sjúkdómsástand, rannsóknir, meðferð, hjúkrun og batahorfur. 

 • Deildin er opin allan sólarhringinn allan ársins hring
 • Sjúklingar leggjast inn hvenær sem er sólarhringsins og útskrifað er alla daga
 • Sjúklingum er sinnt allan sólarhringinn, allt eftir þörfum hvers og eins en mest er um að vera á morgnana. Þá er veitt aðstoð við persónulega umhirðu, genginn stofugangur og útskriftir undirbúnar
 • Vaktaskipti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru kl. 08:00, 15:30 og 23:00
 • Stofugangur er kl. 09:00-11:00
 • Heimsóknartímar eru eftir samkomulagi en yfirleitt ekki fyrir hádegi eða eftir kl. 20:00
 • Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð, fræðslu og ráðleggingum til sjúklinga
 • Félagsráðgjafar veita ráðgjöf varðandi réttindamál, búsetuúrræði og færni og heilsumat
 • Sálfræðingar eru kallaðir til eftir þörfum fyrir sjúklinga og aðstandendur
 • Næringarráðgjafar veita fræðslu og ráðgjöf um mataræði
 • Prestar og djáknar sinna sálgæslu sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks

 • Allir sjúklingar fá mat á deildinni nema þeir séu tímabundið fastandi vegna rannsókna, aðgerða eða sjúkdómsástands.
 • Morgunverður um kl. 8:30
 • Hádegisverður um kl. 12:00
 • Miðdegiskaffi um kl. 14:30
 • Kvöldmatur kl. 17:30
 • Kvöldkaffi um kl. 19:30.
 • Á ganginum er vatnskælivél. Einnig er þar kæliskápur fyrir sjúklinga ásamt borði með blómavösum og merkimiðum.
 • Farsíma má nota en vinsamlega hafið símann stilltan á hljólausa stillingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma.
 • Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi.
 • Sjúklingar geta fengið aðgang að Netinu gegnum gestanet spítalans.
 • Afþreyingartónlist er í útvarpinu á rás 3. Sjónvörp eru á öllum sjúkrastofum.
 • Kvennadeild Rauða kross Íslands rekur verslanir í anddyrum Landspítala.
 • Sjúklingar eru beðnir um að láta vita ef þeir hyggjast fara í verslunina, eða af deildinni í öðrum erindagjörðum.
 • Hraðbanki er í anddyri í Kringlu og sjálfsalar eru á nokkrum stöðum í húsinu.
 • Guðsþjónustur eru flesta sunnudaga kl.10:00 á Landspítala Hringbraut, stigapalli á 4. hæð. Þær eru auglýstar sérstaklega.
Sjúkrahúsdvöl á aldrei að vera lengri en nauðsyn krefur og sjúklingar eiga að jafnaði að fá upplýsingar um útskrift innan sólarhrings frá innlögn.

Allt um útskift, og útskriftarteymi

Við útskrift á sjúklingur rétt á að fá:
 • Upplýsingar um ástæður innlagnar, meðferð og niðurstöður rannsókna.
 • Upplýsingar um áframhaldandi eftirlit ef slíkt er fyrirhugað og hvert á að leita eftir niðurstöðum sem liggja ekki fyrir við útskrift.
 • Upplýsingar um hættumerki sem þarf að vera vakandi fyrir eftir heimkomu og hvert á að leita ef vandamál koma upp eftir útskrift.
 • Yfirlit yfir þau lyf sem á að taka, skammtastærðir og tímalengd ef við á. Lyfseðlar eru sendir rafrænt í lyfjagátt og er hægt að leysa út í hvaða apóteki sem er.

Nánar hér um lyf og lyfjagjafir

 

Meðan á veikindum og meðferð stendur geta komið upp aðstæður sem þarf að bregðast skjótt við og því mikilvægt að þú hafir beint samband við deildina og talir við lækni eða hjúkrunarfræðing.

Hafðu strax samband ef vart verður eftirtalinna einkenna eða ef þú ert óviss með eitthvað:

 •  Hiti hækkar. Eðlilegur hiti er 36-37,2°C. Ef hitinn er 38°C mældu hann aftur eftir klukkutíma og hafðu samband ef hann er að hækka. Ef hann er 38,5°C eða hærri hafðu þá strax samband. Hiti er merki um sýkingu og honum fylgir oft hrollur og vanlíðan. Mundu að sterar og ýmis verkjalyf geta haldið hitanum eðlilegum þrátt fyrir sýkingu
 • Viðvarandi ógleði eða uppköst
 • Óvenjumikill slappleiki og þreyta
 • Hósti og uppgangur
 • Særindi í munni og hálsi eða við þvaglát
 • Marblettir eða húðblæðingar. Nefblæðingu eða blóð í þvagi og hægðum
 • Niðurgangur. Ef hægðirnar eru mjög linar/vatnskenndar og oftar en 2 á sólahring

Tengd starfsemi og þjónusta