Leit
Loka

Krabbameinslækningadeild 11E

Lyflækningadeild fyrir sjúklinga með krabbamein

Deildarstjóri

Ásthildur Guðjohnsen

asthildg@landspitali.is
Yfirlæknir

Vilhelmína Haraldsdóttir

Banner mynd fyrir Krabbameinslækningadeild 11E

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Krabbameinslækningadeild - mynd

Hér erum við

Hringbraut Aðalinngangur Kringlan, E álma 1. hæð

Hagnýtar upplýsingar

Meðan á veikindum og meðferð stendur geta komið upp aðstæður sem þarf að bregðast skjótt við og þá er mikilvægt að hafa beint samband við deildina og tala við lækni, hjúkrunarfræðing eða bráðamóttöku.
Oft er erfitt að vita hvenær á að hafa samband og því mikilvægt að fá upplýsingar hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi um þau einkenni sem þarf að vera vakandi fyrir og hvaða einkenni krefjast skoðunar strax.

Merki um sýkingu og bólgur

Hafa þarf samband ef einhver eftirtalinna einkenna koma fram eða ef óvissa er með einkenni:

 • Hiti hækkar. Ef hiti er 38 °C er ráðlagt að mæla hann aftur eftir eina klukkustund og hafa strax samband ef hann er mælist hærri þá.
  - Hiti er merki um sýkingu og honum fylgir oft hrollur og vanlíðan. Hafa ber í huga að sterar og ýmis verkjalyf eru hitalækkandi og þá getur hiti mælst lægri en hann er í raun, þrátt fyrir sýkingu.
  - Vegna skertra varna sjúklings í daufkyrningafæð (neutropeníu) gilda lægri viðmið:
    a) Ef hiti er 37,5°C er ráðlagt að mæla hann aftur eftir eina klukkustund.
    b) Hafa þarf strax samband við deildina ef hitinn mælist hærri þá eða honum fylgir hrollur og vanlíðan.
 • Hósti, mæði, hrygla og grænleitur uppgangur.
 • Særindi í munni og hálsi.
 • Verkir eða sviði við þvaglát.
 • Niðurgangur en hann getur verið merki um sýkingu eða bólgur í meltingavegi. Til dæmis ef hægðir eru mjög linar eða vatnskenndar og 4-6 sinnum eða oftar á sólarhring.

Önnur einkenni

 • Auknir eða skyndilegir verkir sem ekki hafa verið áður.
 • Marblettir eða húðblæðingar, nefblæðing eða blóð í þvagi og hægðum.

Í fræðsluefni Mikilvægt að hafa samband er að finna nánari upplýsingar um einkenni sem vera þarf vakandi fyrir.

Tengd starfsemi og þjónusta