8:00-16:00 á göngudeild
Barna- og unglingageðdeild (BUGL)
BUGL veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu
Helga Jörgensdóttir
helgajor@landspitali.isSigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal
sigurves@landspitali.isGuðrún B Guðmundsdóttir
gbryndis@landspitali.is
Hafðu samband
Hagnýtar upplýsingar
- Göngudeild BUGL að Dalbraut 12 er opin alla virka daga milli kl. 08:00 og 16:00.
- Sími: 543 4300
Göngudeild barna- og unglingageðdeildar veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri þjónustu vegna geð- og þroskaraskana.
- Legudeild BUGL við Dalbraut 12 er opin allan sólarhringinn.
- Sími: 543 4300
- Beinn sími: 543 4320.
Hlutverk deildarinnar er að sinna börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa á tímabundinni innlögn að halda vegna geðræns vanda barns þegar þjónusta í nærumhverfi fjölskyldu, á sérfræðistofnunum eða á göngudeild BUGL nægir ekki.
Brúarskóli við Dalbraut er rekinn af Reykjavíkurborg og starfar samkvæmt lögum um grunnskóla.
Grunnskólinn er fyrir nemendur sem eiga við geðræna erfiðleika að etja og liggja inni á BUGL.
Hann er starfræktur á þeim tíma árs sem kennsla fer fram í almennum skólum. Skólatími nemenda er alla virka daga frá kl. 8:30 til kl.12:10.
Meginmarkmið kennslunnar er að styðja nemendur í námi. Kennslan er einstaklingsmiðuð og sérhæfð fyrir hvern nemanda í samræmi við námslega stöðu hans, áhuga og getu. Í flestum tilfellum er um samkennslu að ræða í fámennum hópum. Við útskrift veita kennarar ráðgjöf til kennara og starfsfólks heimaskóla og fræðslu eftir þörfum. Við Brúarskóla starfar einnig ráðgjafarsvið.
Símanúmer: 581 2528
Netfang: magnus.haraldsson1@reykjavik.is
Helstu bakhjarlar BUGL eru Hringurinn kvenfélag, Lionsklúbburinn Fjörgyn og Kiwanishreyfingin á Íslandi.
Auk þessa nýtur BUGL stuðnings fjölda félagasamtaka, fyrirtækja, nemendafélaga og einstaklinga.
Hringurinn, kvenfélag
Lionsklúbburinn Fjörgyn
Kiwanis á Íslandi
Viltu styrkja BUGL?
Ef áhugi er á að styrkja BUGL í formi peninga eða tækja er hægt að hafa samband við Jóhönnu Guðbjörnsdóttir í síma 543 3059 / 824 5718 eða senda henni póst á netfangið johagudb@landspitali.is.