Leit
Loka

Barna- og unglingageðdeild (BUGL)

BUGL veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu

Deildarstjórar

Helga Jörgensdóttir

helgajor@landspitali.is

Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal

sigurves@landspitali.is
Yfirlæknir

Gísli Baldursson

gislib@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Barna- og unglingageðdeild (BUGL)

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga á legudeild

8:00-16:00 á göngudeild

Barna- og unglingageðdeild - BUGL - mynd

Hér erum við

Dalbraut 12, 105 Reykjavík

Sjá staðsetningu á korti

 Kynning á göngudeild

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt
  • Göngudeild BUGL að Dalbraut 12 er opin alla virka daga milli kl. 08:00 og 16:00.
  • Sími: 543 4300

Göngudeild barna- og unglingageðdeildar veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri þjónustu vegna geð- og þroskaraskana.

Nánar um göngudeildina

 

 

  • Legudeild BUGL við Dalbraut 12 er opin allan sólarhringinn.
  • Sími: 543 4300
  • Beinn sími: 543 4320.

Hlutverk deildarinnar er að sinna börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa á tímabundinni innlögn að halda vegna geðræns vanda barns þegar þjónusta í nærumhverfi fjölskyldu, á sérfræðistofnunum eða á göngudeild BUGL nægir ekki.

Nánar um legudeildina

Brúarskóli við Dalbraut er rekinn af Reykjavíkurborg og starfar samkvæmt lögum um grunnskóla. 
Grunnskólinn er fyrir nemendur sem eiga við geðræna erfiðleika að etja og liggja inni á BUGL.
Hann er starfræktur á þeim tíma árs sem kennsla fer fram í almennum skólum. Skólatími nemenda er alla virka daga frá kl. 8:30 til kl.12:10.

Meginmarkmið kennslunnar er að styðja nemendur í námi. Kennslan er einstaklingsmiðuð og sérhæfð fyrir hvern nemanda í samræmi við námslega stöðu hans, áhuga og getu. Í flestum tilfellum er um samkennslu að ræða í fámennum hópum. Við útskrift veita kennarar ráðgjöf til kennara og starfsfólks heimaskóla og fræðslu eftir þörfum. Við Brúarskóla starfar einnig ráðgjafarsvið.

Símanúmer: 581 2528
Netfang: magnus.haraldsson1@reykjavik.is

Vefur Brúarskóla

BUGL hefur undanfarin ár staðið fyrir árlegum ráðstefnum þar sem markmiðið er að efla samvinnu milli þeirra aðila í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu sem sinna þjónustu fyrir börn og unglinga með geðraskanir. Auk þess er markmiðið að vekja athygli á rannsóknum og nýjum úrræðum í meðferð barna og unglinga með geðraskanir. Fyrirlesarar hafa komið víða að og verið bæði innlendir og erlendir. Ráðstefnan er ætluð starfsfólki; heilsugæslu, þjónustumiðstöðva, félagsþjónustu, barnaverndar, skóla og öðrum sem hafa áhuga.

Sjá nánar ráðstefnusíðu BUGL >>

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?