Leit
Loka
140x140

Ávarp forstjóra

Landspítali er sannarlega sjúkrahús allra landsmanna og þjóðarsjúkrahús, segir Páll Matthíasson forstjóri í ávarpi sínu í ársskýrslu spítalans 2018.

„Af því erum við afskaplega stolt og leggjum mikla áherslu á hlutverk okkar sem meginstoð í neti heilbrigðisstofnana og annarra veitenda heilbrigðisþjónustu í landinu.“
Lesa meira

 

Ársfundur Landspítala  2019 er haldinn í ráðstefnusalnum Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 17. maí,  kl. 14:00 til 16:00. Yfirskriftin er „Sjúkrahús allra landsmanna“. 

Nánar um ársfundinn og ársfundi frá árinu 2000

 Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynnti ársreikning Landspítala 2018 á ársfundi spítalans í Hörpu 17. maí 2019.

Ársreikningur 2018 og skýringar á honum

Níu einstaklingar, tveir hópar og tvö teymi voru heiðruð á ársfundi Landspítala í Hörpu 17. maí 2019.

Nánar hér um heiðrunina

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði ársfund Landspítala 2019 í Hörpu.  
Þar sem ráðherra var á þeim tíma erlendis var ávarpið tekið upp og sýnt á tjaldi.

Smella hér til að sjá eða lesa ávarpið

Páll Matthíasson forstjóri flutti ávarp á ársfundi Landspítala 2019

Smella hér til að sjá eða lesa ávarpið

 

 

Ár á Landspítala

 
 

Allar eldri fréttir
 

Gjafir og styrkir til starfsemi á Landspítala

Starfsemi á Landspítala nýtur þess að á hverju ári koma einstaklingar eða fulltrúar fyrirtækja og stofnana færandi hendi. Gjafir, smáar sem stórar, vitna um góðan hug til Landspítala og þær koma sér alltaf vel. Verðmæti gjafa nemur hundruðum milljóna króna á hverju ári.

Hér er sagt frá nokkrum af þeim fjölmörgu gjöfum og styrkjum sem spítalanum voru færðar á árinu 2018.

Það er líka hægt að styrkja starfsemina með því að kaupa minningarkort eða styrkja hinu ýmsu sjóði á Landspítala.

Minningarkort

Beinir styrkir (sjóðir)

Allar eldri fréttir

Uppbygging Landspítala komst á fullt skrið á árinu 2018 eftir undirbúningsvinnu sem hefur staðið yfir meira og minna frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000.  Sjúkrahótelið er risið gegnt kvennadeildum, það var afhent í janúar 2019 og tekið í notkun í maí. 

Langstærsta verkefnið í þessari uppbyggingu, Hringbrautarverkefninu svonefnda sem er á vegum Nýs Landspítala ohf., er bygging meðferðarkjarnans þar sem bráðaþjónusta Landspítala verður sameinuð.  Skóflustunga var tekin að því húsi í október 2018 og síðan hafa staðið yfir umfangsmiklar jarðvegsframkvæmdir á svæðinu fyrir neðan gamla spítalann við Hringbraut og Barnaspítalann með tilheyrandi breytingum á götum, aðallega gömlu Hringbraut, bílastæðum og gönguleiðum. Þessum framkvæmdum hefur óhjákvæmilega fylgt ónæði og röskun vegna sprenginga og þungavinnutækja en þess er vænst að því versta í þeim efnum ljúki síðla árs 2019.  Undirbúningur að byggingu rannsóknarhúss, sem verður tengt meðferðarkjarnanum, er einnig kominn vel af stað en undirritaður var samningur um fullnaðarhönnun þess húss í október 2018. 

Meðfylgjandi er nokkrar fréttir og myndskeið frá árinu 2018 um framtíðaruppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Á vef Landspítala, www.landspitali.is, var í tengslum við hana opnuð upplýsingasíða.

Hringbrautarverkefnið - myndskeið

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?