Leit
Loka
LandspítalaþorpiðErtu með spurningu?

Ef þú hefur einhverjar spurningar um framkvæmdirnar þá geturðu haft samband við tengiliði verkefnisins hvort sem málið varðar tæknilegar eða almennar upplýsingar.

Uppbyggingin við Hringbraut

Miklar framkvæmdir standa yfir við Hringbraut til undirbúnings nýbygginga Landspítala þar. Þessar framkvæmdir eiga eftir að standa yfir í mörg ár og óhjákvæmilegt að þær valdi nokkurri röskun og óþægindum. Reynt er að lágmarka röskunina eins og kostur er og tryggja gott upplýsingaflæði vegna framkvæmdanna, meðal annars með framkvæmdafréttum og myndskeiðum á þessari vefsíðu.

Banner mynd fyrir  Uppbyggingin við Hringbraut

Framkvæmdafréttir 

Fréttabréf NLSH

 

Fyrst og fremst - mikilvæg myndskeið

Um verkefnið

Sýna allt

Allar upplýsingar um framkvæmdina verða birtar á upplýsingasíðum NLSH, Landspítala og Háskóla Íslands og annarra hagsmunaaðila eftir því sem verða vill. Einnig mun upplýsingum verða reglulega komið á framfæri í fjölmiðlum eftir því sem þörf krefur, til dæmis ef miklar breytingar verða á umferðarfyrirkomulagi.

Tæknilegar upplýsingar: Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH asbjorn@nlsh.is Ólafur Birgisson, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins olafur.b@fsr.is

Almennar upplýsingar fyrir hönd NLSH: Magnús Heimisson, samskiptastjóri hjá NLSH magnus@nlsh.is 

Sértækar upplýsingar fyrir hönd Háskóla Íslands: Björn Gíslason, kynningarstjóri markaðs- og samskiptasviðs HÍ bgisla@hi.is 

Sértækar upplýsingar fyrir hönd Landspítala: Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar hagalin@landspitali.is

Árið 2000 var byrjað fyrir alvöru að und­ir­búa bygg­ingu sam­ein­aðs nýs spít­ala.

Árið 2005 var staðið fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag Landspítalalóðarinnar. Í kjölfar samkeppninnar var hafin vinna við deiliskipulag svæðisins, en hætt var við þá vinnu vegna efnahagshrunsins 2008.

Árið 2009 var þráðurinn tekinn upp að nýju og fyrri áform um uppbyggingu á svæðinu endurskoðuð. Hönnunarsamkeppni var haldin 2009-2010 og í kjöl­farið hófst formleg vinna að nýju deiliskipulagi fyrir Landspítala árið 2010 sem lauk með gildistöku deiliskipulags fyrir svæðið vorið 2013.

Landspítali er þjóðarsjúkrahús og gegnir mikilvægu hlutverki sem stærsta heilbrigðisstofnun landsins. Nýju húsnæði er ætlað að uppfylla grunnkröfur samtímans til heilbrigðisþjónustu á öflugu háskólasjúkrahúsi. Undanfarin ár hafa tugir arkitekta og verkfræðinga og hundruð starfsfólks unnið að skipulagi, hönnun og bestun ferla fyrir verkefnið.

Bygg­ingar­fram­kvæmdir við nýjan með­ferð­ar­kjarna við Hring­braut og rann­sókn­ar­hús sem mun hýsa rann­sókn­ar­starf­semi spít­al­ans og háskól­ans hófust árið 2018. Með­ferð­ar­kjarn­inn verður aðal­bygg­ing spít­alans við Hring­braut og stefnt er að því að taka þá nýbygg­ingu í notkun árið 2023.

Bygg­ing­ar­fram­kvæmdum við sjúkra­hót­elið lýkur 2018.

 

Fullnaðarhönnun nýbygginga Landspítala við Hringbraut nýtir aðferðafræði notendastuddrar hönnunar með virkri þátttöku starfsmanna Landspítala. Einnig er lögð rík áhersla á  þarfir nemenda á heilbrigðisvísindasviði. Nálægð spítalans við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir miklu máli vegna vísindarannsókna og kennslu og mun ýta undir aukið vísindastarf innan heilbrigðiskerfisins.
Aðkomuleiðir að Landspítala við Hringbraut eru einstaklega góðar og verða enn betri með fyrirhugaðri uppbyggingu og eflingu almenningssamgangna í hjarta Landspítalaþorpsins við Hringbraut. Mikið hagræði felst einnig í því að stór hluti starfsmanna getur gengið eða hjólað til vinnu við Hringbraut.
Um 1.500 manns starfa við Hringbraut á dagvinnutíma og 700 manns í Fossvogi, samtals 2.200 manns. Í dag eru um 1.100 bílastæði á Hringbrautarsvæðinu og um 600 í Fossvogi. Bílastæðin verða um 2.000 að framkvæmdatíma loknum. Hlutfall starfsfólks Landspítala í umferð um Vatnsmýri, Hringbraut og Miklubraut er um 10% á háannatíma og verður álíka að framkvæmdatíma loknum.
Landspítali starfar á 20 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í yfir 100 byggingum. Þessi dreifing felur meðal annars í sér að á vegum spítalans eru um 9.000 sjúkraflutningar á ári milli Fossvogs og Hringbrautar og ferðir þar á milli með ýmiss konar sýni eru 25.000 á ári. Vegalengdin á milli er tæpir 3 kílómetrar. Að færa bráðastarfsemi Landspítala á einn og sama staðinn er eitt af lykilatriðum uppbyggingar Landspítala við Hringbraut, öryggisins vegna.
Uppbygging Landspítalaþorpsins felur í sér fimm lykilbyggingar. Fyrst skal nefna sjúkrahótelið sem verður tekið í notkun árið 2018. Nýr meðferðarkjarni Landspítala mun síðan rísa við Hringbraut árið 2024, samkvæmt áætlunum, en það er langstærsta bygging verkefnisins. Samhliða þessum framkvæmdum verður byggt rannsóknarhús, ásamt því sem reist verður sérstök bygging fyrir ýmsar tæknilausnir, skrifstofur og bílastæði. Samtímis áformar Háskóli Íslands viðbyggingu við Læknagarð á aðliggjandi lóð.
Í nýju rannsóknarhúsi Landspítala verða allar rannsóknarstofur Landspítala, lífsýnasöfn og Blóðbankinn. Þessi starfsemi er nú á meira en 10 stöðum í borginni. Rannsóknarhúsið fer í fullnaðarhönnun árið 2018. Húsið   verður bylting í aðstöðu fyrir starfsfólk og fjölbreyttar vísindarannsóknir. Húsið verður staðsett vestan Læknagarðs og mun tengjast honum, nýbyggingu Háskólans og meðferðarkjarna með tengibrúm.
Sérstaklega er hugað að mannauðnum við uppbyggingu á þessum stærsta þekkingarvinnustað landsins. Byggð verður upp fjölbreytt þjónusta í þessu kraftmikla og lifandi spítalaþorpi sem fæst við nýjustu tækni og vísindi á sviði heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisvísinda og menntunar.

Myndskeið

Krefjandi vetur framundan við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut
  • 30. nóvember 2018
  • Fréttir

Krefjandi vetur framundan við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut

Framkvæmdir við nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut ganga vel, en afar krefjandi vetur er framundan. Hafist var handa á jaðarsvæðum við gerð bílastæða fyrir starfsfólk. Síðan hefur þungi framkvæmdanna færst nær byggingum spítalans með tilheyrandi truflunum. Öryggi sjúklinga er þó alltaf í fyrirrúmi á Landspítala. Allt kapp er lagt á að lágmarka ónæði af framkvæmdunum. Næsta hálfa árið verður erfiðasti tími framkvæmdanna fyrir starfsemi spítalans, en umfangsmikið rask verður þá upp við barnaspítala, kvennadeild og gamla spítalann. Einnig styttist óðum í að gamla Hringbrautin verði rofin og viðamikil tilfærsla á samgöngum mun fylgja þeirri breytingu. Viðmælandi okkar er eins og oft áður, Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH. Hann nefnir meðal annars tvo mikilvæga þætti: Annars vegar að aðalinngangur barnaspítala hafi tímabundið verið færður um 50 metra til austurs. Hins vegar að mikilvægt sé að auka nýtingu starfsfólks á nýjum bílastæðum við BSÍ til að fjölga bílastæðum sjúklinga næst byggingum spítalans. Nýbyggingar Landspítala við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld. Nýju húsnæði er ætlað að uppfylla grunnkröfur samtímans til fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á öflugu háskólasjúkrahúsi. Smelltu hérna til að skoða frekari upplýsingar og fréttir um framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut: landspitali.is/landspitalathorpid/

Myndir, kort og teikningar

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?