Leit
Loka
 

Brjótum hefðir - Bætum þjónustu

brjotumHefdirBaetumThjonustu.png (509211 bytes)
„Brjótum hefðir - Bætum þjónustu“ er árleg vitunarvika á Landspítala.
Vikan var haldin í fyrsta skipti 2018 en hún snýst um að safna tillögum til að bæta upplifun af þjónustu spítalans og vinna síðan markvisst úr þeim. Um 200 tillögur bárust. Í kjölfarið var sett upp aðgerðaáætlun með bestu uppástungum herferðarinnar og hún birt opinberlega. Leitað var til starfsfólks, sjúklinga, gesta og almennings. Myllumerki vikunnar er #afhverju.
Árið 2019 er vitundarvikan dagana 1. til 5. apríl.

Besta hugmyndin?

Hugsanlega var besta uppástungan sú að framvegis yrði hægt með einföldum hætti að senda inn tillögur um umbætur. Ákveðið var að verða við því þegar í stað. Sendu inn tillögu með því að smella hérna: https://bit.ly/afhverju

 

Út fyrir boxið

Vakin var athygli á verkefninu með ýmsum hætti og kynt undir spenningi í aðdragandanum, meðal annars með gulum umhugsunarborðum víða á spítalanum, þar sem fólk var hvatt til að hrista af sér kassalagaða klafa og hugsa út fyrir boxið.

Ef þú gætir brotið eina hefð...

Nokkrar lykilspurningar eru í þessum vangaveltum.
# Hvernig getur starfsfólk Landspítala bætt, breytt eða brotið hefðir, reglur eða vana á spítalanum til að efla þjónustu og upplifun sjúklinga og starfsfólks?
# Hvers vegna gerir starfsfólk Landspítala hlutina eins og það gerir þá... jafnvel síendurtekið?
# Er fólk örugglega að gera réttu hlutina á réttan hátt á réttum tíma?
# Er Landspítali nógu duglegur að rýna eigið vinnulag og spyrja #afhverju ?

 

Erlend fyrirmynd

Vitundarvikan er hluti af umbótastarfi Landspítala undir merkjum straumlínustjórnunar (Lean). Vakningin er sumpartinn að erlendri fyrirmynd, en herferðir af þessu tagi hafa verið með yfirskriftina "Breaking the Rules for Better Care". Markmiðið er að auka hraða á umbótum og virkja allt starfsfólk til þátttöku. Liðlega 300 spítalar hafa til þessa tekið þátt, en átakið er á heimsvísu og knúið áfram af alþjóðlegu stofnuninni Institute for Healthcare Improvement.

 

Allir geta tekið þátt

Starfsfólki og sjúklingum jafnt sem almenningi er boðið að koma sínum uppástungum á framfæri gegnum vefformið hérna fyrir neðan, en einnig er velkomið að birta pælingarnar á samfélagsmiðlum að eigin vali Facebook, Instagram eða Twitter) og merkja með myllumerkinu (hashtag) #afhverju . Landspítali mun leita slíkar vangaveltur uppi og skrá hjá sér.

Sendu inn þína hugmynd með formlegum hætti hérna:

https://bit.ly/afhverju

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?