Gefið hefur verið út veggspjaldið „Höldum bilinu“ til þess að minna á tveggja metra regluna milli fólks sem hefur verið og er enn í gildi vegna Covid-19 faraldursins.
Hægt er að sækja það á vef Landspítala ásamt nokkrum öðrum veggspjöldum sem gefin hafa verið út vegna Covid-19.
Útgefendur veggspjaldsins „Höldum bilinu“ eru Landspítali og Embætti landlæknis en það er byggt á upplýsingaefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Covid-19 upplýsingasíðan þar sem hægt er að sækja veggspjöldin hér fyrir neðan