Leit
Loka

Sérhæfð endurhæfingargeðdeild

Uppvinnsla, meðferð og endurhæfing einstaklinga með alvarlega geðrofssjúkdóma.

Banner mynd fyrir  Sérhæfð endurhæfingargeðdeild

Hafa samband

Deildin er staðsett á fyrstu hæð í tengibyggingu á Landspítala við Klepp sjá á korti

Hagnýtar upplýsingar

Sérhæfð endurhæfingargeðdeild er lokuð geðdeild sem sinnir endurhæfingu einstaklinga með geðrofssjúkdóma og í sumum tilfellum einnig fíknivanda (tvígreiningu).

Á deildinni er gert ráð fyrir 10-11 sjúklingum og er hún staðsett á 1. hæð í aðalbyggingu á Kleppi

Heimilt er að heimsækja sjúklinga í samráði við starfsfólk til kl. 22:00
Símatímar eru ekki á neinum afmörkuðum tíma

Símanúmer

  • Vakt: 543 4212
  • Deildarstjóri: 543 4210
  • Yfirlæknir: 543 1000
  • Sjúklingasími: 543 4011

Sérhæfð endurhæfingargeðdeild er lokuð geðdeild sem sinnir endurhæfingu einstaklinga með geðrofssjúkdóma og í sumum tilfellum einnig fíknivanda (tvígreiningu).

  • Deildin hentar vel þeim sem þurfa mikinn stuðning og eiga erfitt með að fóta sig á opinni geðdeild.
  • Meirihluti þeirra sem leggjast inn á deildina eru sjálfræðissviptir, á aldrinum 18-30 ára.
  • Flestir koma frá móttökugeðdeildum.

Þverfaglegt teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og sálfræðinga skipuleggur meðferð hvers og eins í samvinnu við einstaklinginn.

Dagleg þjónusta er í umsjón og ábyrgð hjúkrunarfræðings sem hefur teymisráðgjafana sér til fulltingis.

Endurhæfingargeðdeildin leggur áherslu á að styðja og fræða fjölskyldu einstaklingsins í góðu samráði við hann.

Á deildinni er gert ráð fyrir 10-11 sjúklingum og er hún staðsett á 1. hæð í aðalbyggingu á Kleppi.

Kynning