Réttar- og öryggisgeðþjónustan - RÖG
Réttar- og öryggisgeðþjónustan (RÖG) samanstendur af göngudeild og tveimur legudeildum, réttargeðdeild og öryggisgeðdeild. Á þessum þremur einingum er tekið á móti einstaklingum sem glíma við flókinn geðrænan og. Allar einingar RÖG tilheyra sama stjórnunar- og meðferðarteyminu en persónumiðuð þjónusta við sjúklinga byggir á þverfaglegri teymisvinnu með hugmyndafræði batastefnunnar og „Safewards“ að leiðarljósi. félagslegan vanda
Hafðu samband
Hér erum við
Kleppur
Hagnýtar upplýsingar
Strætóleiðir: Leiðir 12 og 16 stoppa á Sæbrautinni við Sægarða.
Bílastæði: Engin bílastæðagjöld eru tekin á bílastæðunum við Klepp.
Hugmyndafræði
Á RÖG er unnið út frá batahugmyndafræði og svokölluðu „Safewards“ líkani en markmið beggja nálgana er að styðja sjúklinga til bata og að draga úr neikvæðri líðan og upplifun af veikindum og meðferð á geðdeild.
Batahugmyndafræðin
Á réttar- og öryggisgeðdeild er unnið eftir stefnu Landspítalans um batamiðaða þjónustu, þar sem áhersla er lögð á einstaklinginn en ekki veikindi hans. Batahugmyndafræði er nálgun sem miðar að því að draga úr einkennum geðrænna sjúkdóma og auka lífsgæði ásamt því að stuðla að því að einstaklingur geti lifað innihaldsríku lífi þrátt fyrir viðvarandi einkenni. Áhersla er lögð á að einstaklingurinn sjálfur sé sérfræðingur í eigin lífi og batinn persónulegt ferðalag. Einstaklingurinn fær enn fremur stuðning og þá aðstoð sem hann vill m.a. til að finna öryggi, bjargráð, valdeflingu og von og læra að þróa samskipti sín við aðra. Mikilvægt er að hafa í huga að engin ein leið er að bata og er ferlið ólíkt fyrir alla. Þjónustan er persónumiðuð og unnið er markvisst að því með einstaklingnum, að efla trú á eigin getu til að geta borið ábyrgð á bataferli sínu og sinnt athöfnum daglegs lífs.
Stefnur í batamiðaðri þjónustu eru:
- Að vinna að því að draga úr geðrænum einkennum og auka lífsgæði.
- Að sjúklingurinn sé sérfræðingur í eigin lífi.
- Að starfsfólk leiðbeini og styðji sjúklinga í átt að settum markmiðum.
- Að sjúklingurinn sé hluti af teyminu en standi ekki fyrir utan það.
- Að viðhalda og efla von sjúklinga um að starfsfólk styðji við gildi hans, styrkleika og markmið.
- Að sjúklingur taki ábyrgð á eigin meðferð, finni styrkleika sína og setji sér markmið.
„Safewards“ hugmyndafræði
„Safewards“ líkanið var sett fram í þeim tilgangi að fækka árekstrum og þvingaðri meðferð á geðdeildum. Árekstrar geta verið sjálfskaði, sjálfsvígstilraunir, ofbeldi, neysla vímuefna, að hafna meðferð og brjóta reglur deildar. Þvinguð meðferð eru aðferðir sem eru notaðar til þess að stjórna hegðun órólegra sjúklinga í þeim tilgangi að viðhalda eða koma á rólegu, öruggu og meðferðarvænu umhverfi á geðdeildum. Þessar aðferðir eru allt frá því að tala við sjúkling, til þess að grípa til aðferða sem hefta frelsi einstaklingsins.
Dæmi um þvingaða meðferð eru:
- Öryggismeðferð sem felur í sér náið eftirlit
- Einangrun á öryggissvæði eða herbergi
- Nauðungarlyfjagjöf
- Sjúklingi haldið kyrrum af starfsfólki
Þvinguð meðferð er alltaf talin vera erfið fyrir sjúklinga og starfsfólk og því er lögð rík áhersla á að draga sem mest úr notkun hennar.
Ferli innlagna á legudeildir RÖG
Innlagnarferli á legudeildir RÖG getur verið ólíkt og veltur á aðstæðum hverju sinni. Sjúklingar deildanna leggjast ýmist inn frá öðrum deildum Landspítala, stofnunum eða samkvæmt tilmælum dómstóla. Ef aukinna sjúkdómseinkenna verður vart við eftirfylgni á göngudeild geta meðferðaraðilar farið fram á endurinnlögn á legudeildir. Yfirlæknir og deildarstjóri sjá um að stýra flæði sjúklinga.
Réttindi
Sjúklingum er tryggt aðgengi að réttindagæslumanni sínum. Reglulegt upplýsingaflæði um framgang meðferðar er til skipaðra lögráðamanna, tilsjónarmanna og/eða fjárhaldsmanna sjúklinga.
Útskriftir
Við útskrift sjúklinga hefur þeim sem þurfa verið tryggð viðeigandi aðstoð, stuðningur og búseta. Oft er þörf á sérhæfðum úrræðum, svo sem félagslegu húsnæði; íbúðakjarna eða öryggisbúsetu,
Réttargeðdeild er sérhæfð átta rúma geðdeild. Á deildinni dvelja alla jafna, ósakhæfir sjúklingar með alvarlega geðræna sjúkdóma, sem dæmdir hafa verið til vistunar í viðeigandi úrræði vegna alvarlegra afbrota.
Á réttargeðdeild fer fram persónubundin meðferð sjúklinga og unnið er með þeim að endurhæfingu sem undirbýr þá fyrir að snúa aftur í samfélagið. Veikindi sjúklinga á réttargeðdeild eru alvarleg, flókin og yfirleitt langvinn og er því algengt að innlagnir á deildinni séu langar og sjúklingar dvelji þar jafnvel í nokkur ár.
Útskriftir sjúklinga af réttargeðdeild geta verið háðar því að viðeigandi úrræði og/eða þjónusta fáist á vegum félagsþjónustu eða innan heilbrigðisþjónustunnar.Dómar sjúklinga eru oft þess eðlis að krafist er endurinnlagnar ef þeir veikjast aftur, fara í neyslu eða sýna ógnandi hegðun.
Rýmkun
Útskrift sjúklinga af réttargeðdeild er háð rýmkun með dómi. Rýmkunarferlið hefst þegar sjúklingur er metinn í bata og er í góðri samvinnu við meðferðaraðila um meðferð sína. Lögmaður sækir um rýmkun fyrir hönd sjúklings til Héraðsdóms. Héraðsdómur sendir umsóknina til ríkissaksóknara sem fer fyrir hönd dómsins. Ferlið byggir m.a. á sjúkragögnum og mati meðferðaraðila um gang meðferðar. Þegar rýmkun hefur verið samþykkt og rýmkunardómur gefinn út má hefja útskriftarferli frá deildinni eins og að sækja um viðeigandi búsetu og stuðning ásamt því að skipuleggja nauðsynlega eftirfylgd frá göngudeild RÖG.
Meðferð á deild samanstendur af ýmsum ólíkum þáttum en markmið hennar er ávallt að tryggja sjúklingum þá aðstoð og endurhæfingu sem þeim er nauðsynleg svo þeir geti útskrifast og lifað sem bestu lífi utan spítalans.
Bataferli sjúklinga er almennt skipt upp í fasa: bráð veikindi, endurhæfing og hæfir til útskriftar. Sá tími sem sjúklingar eyða í hverjum fasa er persónubundinn og oft háður atvikum, t.d.:
- Sjúkdómsástands og einkenna; geðskoðun, áhættumat og mat á líkamlegu heilsufari
- Hegðunar og tjáningar
- Virkni og getu sjúklings til að sinna athöfnum daglegs lífs (ADL)
- Frávika og atvika
- Óska og væntinga sjúklings
- Öryggisþátta; öryggismeðferð og meðferðarþrep
- Fjölskyldu og/eða nánustu aðstandenda
- Félagslegra aðstæðna
Í hverri viku vinnur meðferðarteymi sjúklings meðferðaráætlun eða vikuáætlun þar sem markmið hverrar viku eru skilgreind og gerð er grein fyrir hvaða sérstöku þáttum sjúklingurinn þarfnast aðstoðar með. Við gerð áætlunarinnar eru óskir, þarfir og væntingar sjúklings settar í samhengi við stöðu hans og mat meðferðaraðila. Þar að auki eru meðferðarþrep og viðeigandi öryggismeðferð skilgreind, en fríðindi og ábyrgð sjúklinga eykst smám saman með auknum bata. Lögð er áhersla á samhæfð vinnubrögð.
Virkni og meðferðarúrræði
Fjölbreytt virkni- og meðferðarúrræði standa sjúklingum til boða. Virknimöguleikar taka mið af stöðu, þörfum og getu sjúklings hverju sinni og fjölgar í takt við bataferlið.
Virknimöguleikar innan deildar og innan lóðar Klepps:
- Líkamsrækt
- Pool, borðtennis, körfubolti og fleira
- Iðjuþjálfun
- Batamiðstöð
- Fjölbreytt virkni með starfsfólki eins og spil, tölvuleikir, kvikmyndir, gönguferði AA fundir
Virkni utan lóðar Klepps:
- Námskeið, nám eða vinna
- Ferðir með eða án starfsmanna og/eða aðstandenda eins og bíltúrar, gönguferðir, sund, bíó, söfn og fleira.
- AA fundir
Hver og einn sjúklingur á deild er í umsjón meðferðarteymis sem er sérstaklega samansett á grundvelli þarfa hvers sjúklings. Fjöldi meðferðateyma á deild er því sá sami og fjöldi sjúklinga hverju sinni. Hvert og eitt teymi samanstendur af:
• Geðlækni
• Hjúkrunarfræðingi
• Ráðgjöfum/stuðningsfulltrúum, sjúkraliðum og félagsliðum
• Sálfræðingi
• Félagsráðgjafa
• Iðjuþjálfa
Hlutverk hvers og eins í meðferðarteymi eru ólík en sérstaklega er lögð áhersla á samvinnu og samstöðu í teyminu svo tryggja megi hagsmuni og velferð sjúklingsins. Í sumum tilfellum er óskað eftir aðkomu annarra fagstétta.
Hugmyndafræði
Á RÖG er unnið út frá batahugmyndafræði og svokölluðu „Safewards“ líkani en markmið beggja nálgana er að styðja sjúklinga til bata og að draga úr neikvæðri líðan og upplifun af veikindum og meðferð á geðdeild.
Batahugmyndafræðin
Á réttar- og öryggisgeðdeild er unnið eftir stefnu Landspítalans um batamiðaða þjónustu, þar sem áhersla er lögð á einstaklinginn en ekki veikindi hans. Batahugmyndafræði er nálgun sem miðar að því að draga úr einkennum geðrænna sjúkdóma og auka lífsgæði ásamt því að stuðla að því að einstaklingur geti lifað innihaldsríku lífi þrátt fyrir viðvarandi einkenni. Áhersla er lögð á að einstaklingurinn sjálfur sé sérfræðingur í eigin lífi og batinn persónulegt ferðalag. Einstaklingurinn fær enn fremur stuðning og þá aðstoð sem hann vill m.a. til að finna öryggi, bjargráð, valdeflingu og von og læra að þróa samskipti sín við aðra. Mikilvægt er að hafa í huga að engin ein leið er að bata og er ferlið ólíkt fyrir alla. Þjónustan er persónumiðuð og unnið er markvisst að því með einstaklingnum, að efla trú á eigin getu til að geta borið ábyrgð á bataferli sínu og sinnt athöfnum daglegs lífs.
Stefnur í batamiðaðri þjónustu eru:
• Að vinna að því að draga úr geðrænum einkennum og auka lífsgæði.
• Að sjúklingurinn sé sérfræðingur í eigin lífi .
• Að starfsfólk leiðbeini og styðji sjúklinga í átt að settum markmiðum.
• Að sjúklingurinn sé hluti af teyminu en standi ekki fyrir utan það.
• Að viðhalda og efla von sjúklinga um að starfsfólk styðji við gildi hans, styrkleika og markmið.
• Að sjúklingur taki ábyrgð á eigin meðferð, finni styrkleika sína og setji sér markmið.
„Safewards“ hugmyndafræði
„Safewards“ líkanið var sett fram í þeim tilgangi að fækka árekstrum og þvingaðri meðferð á geðdeildum. Árekstrar geta verið sjálfskaði, sjálfsvígstilraunir, ofbeldi, neysla vímuefna, að hafna meðferð og brjóta reglur deildar. Þvinguð meðferð eru aðferðir sem eru notaðar til þess að stjórna hegðun órólegra sjúklinga í þeim tilgangi að viðhalda eða koma á rólegu, öruggu og meðferðarvænu umhverfi á geðdeildum. Þessar aðferðir eru allt frá því að tala við sjúkling, til þess að grípa til aðferða sem hefta frelsi einstaklingsins.
Dæmi um þvingaða meðferð eru:
• Öryggismeðferð sem felur í sér náið eftirlit
• Einangrun á öryggissvæði eða herbergi
• Nauðungarlyfjagjöf
• Sjúklingi haldið kyrrum af starfsfólki
Þvinguð meðferð er alltaf talin vera erfið fyrir sjúklinga og starfsfólk og því er lögð rík áhersla á að draga sem mest úr notkun hennar.
Aðstandendur: Áhersla er lögð á samstarf við aðstandendur sjúklinga til að styrkja tengsl sjúklinga við sína nánustu, en oft hafa veikindi sjúklings reynt á þessi tengsl. Samstarf við aðstandendur fer fram með formlegum fjölskyldufundum og með óformlegri samskiptum í síma, tölvupóstum eða á deildunum.
Heimsóknir: Heimsóknir til sjúklinga fara fram á heimsóknarherbergjum deildanna. Heimsóknargestir þurfa að setja sig í samband við starfsfólk viðkomandi deildar símleiðis og bóka heimsóknartíma. Heimsóknartímar eru að jafnaði frá kl. 14:00 til 21:00 á virkum dögum og frá kl. 11:00 um helgar og á frídögum, eða samkvæmt samkomulagi. Miðað er við að heimsóknir vari að hámarki í eina klukkustund í senn. Meðferðaraðilar geta þurft að takmarka fjölda heimsókna eftir aðstæðum hverju sinni.
Símtöl: Í ákveðnum tilfellum er haft eftirlit með samskiptum sjúklinga við vini og ættingja. Þá eru skráðir þeir aðilar sem hafa leyfi til að vera í símasambandi við sjúkling.
Myndband: Réttar- og öryggisgeðþjónusta bætt verulega
Um Safewards hugmyndafræðina: https://www.safewards.net/