Göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Emma B. Magnúsdóttir
Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir

Hafðu samband

Hér erum við
1. hæð A álma Fossvogi. Aðkoma er austan við Landspítala Fossvogi í lágbyggðu húsi í suðausturhorni lóðarinnar. Þegar komið er inn á lóð spítalans þar er ekið framhjá bráðamóttökunni, niður bílaplanið og beygt til hægri hjá Strandmöllen súrefniskútnum. Þar er inngangurinn, fyrsta hurðin á suðurhlið hússins (ekki hurðin á gaflinum).
- Sími: 543 6350
- Panta þarf tíma: kl. 8:15-15:00
Beiðni um meðferð þarf frá sérfræðingi í húðsjúkdómum á göngudeild húðsjúkdóma áður en pantaður er tími í skoðun eða meðferð.
Ráðgjöf í húðmeðferð fyrir inniliggjandi sjúklinga á Landspítala er sinnt frá göngudeildinni.
Fræðsluefni fyrir húðsjúkdóma
Bjúgur á fótum - þrýstingsmeðferð með teygjubindum
Fræðsluefni fyrir kynsjúkdóma er að finna undir sér kafla neðar á síðunni um Kynsjúkdóma.
ATHUGIÐ: Allar tímapantanir fara fram í gegnum síma.
- Sími: 543 6050
- Panta þarf tíma: kl. 8:15-15:00
Læknar og hjúkrunarfræðingar sjá um móttöku.
Blóðrannsókn í Fossvogi:
Örvarnar sýna leiðina frá göngudeild húð- og kynsjúkdóma í blóðrannsókn. Gengið er inn um Krókinn, aðalinngang Landspítala í Fossvogi. Þegar þangað er komiðer farið beint áfram að rannsóknarkjarna (E1 er til vinstri).
Þegar komið er inn í E-álmuna er beygt strax til hægri að afgreiðslu blóðrannsókna (rannsóknakjarni).

Deildarstjóri:
Emma B. Magnúsdóttir
Göngudeild húð- og kynsjúkdóma
emmabm@landspitali.is
Yfirlæknir:
Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir
slbeta@landspitali.is
Leiðbeiningar um tímapöntun og komu á kynsjúkdómadeild og fleira:
- Allir sem vilja koma í kynsjúkdómatékk hringja í síma 543 6050 og bóka tíma.
- Allir eru bókaðir í almennt kynsjúkdómatékk án viðtals við hjúkrunarfræðing/lækni nema að annað sé tekið fram.
- Í almennu kynsjúkdómatékki er skimað fyrir klamydíu og lekanda í þvagsýni hjá karlmönnum og stroki frá leggöngum hjá konum. Allt umfram almennt tékk þarf að biðja um sérstaklega þegar tími er pantaður svo sem blóðprufur og önnur strok.
- Við mælum með að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti í tékk bóki viðtal við hjúkrunarfræðing.
- Ef eitthvað er óljóst er ráðlagt að óska eftir símaviðtal við hjúkrunarfræðing. Hjúkrunarfræðingur svarar beiðni um símaviðtal samdægurs eða næsta virka dag.
- Til að fá áreiðanlegar niðurstöður úr klamydíu- og lekandatékki þurfa að líða minnst 10 dagar frá mögulegu smiti þar til sýni er tekið.
- Þeir sem eiga bókaðan tíma á kynsjúkdómadeild fá sendan spurningalista í Heilsuveru. Mælt er með að spurningalistanum sé svarað að minnsta kosti einum virkum degi fyrir bókaðan tíma. Þeir sem ekki geta svarað listanum fyrir komu, fá lánaða spjaldtölvu á deildinni.
ATH: Það er ekki hægt að bóka símtal við lækni.
Karlmenn sem sofa hjá konum skila þvagsýni.
Leiðbeiningar um þvagsýnatöku á kynsjúkdómadeild
Karlmenn sem sofa hjá karlmönnum skila auk þvagsýnis, sýni frá hálsi og/eða endaþarmi. Beðið er um 1-2 strokpinna þegar tími er pantaður.
- Leiðbeiningar um sýnatöku frá þvagi
- Leiðbeiningar um sýnatöku frá hálsi á kynsjúkdómadeild
- Leiðbeiningar um sýnatöku frá endaþarmi á kynsjúkdómadeild
Konur skila stroki frá leggöngum
Kona sem á bólfélaga sem hefur greinst með lekanda þarf að skila sýni frá hálsi auk leggangasýnis. Beðið er um 1 auka stokpinna þegar tími er pantaður.
Ef einstaklingur vill blóðprufu lætur hann ritara vita þegar hann pantar tíma.
- Hjúkrunarfræðingur fer yfir spurninglista sem svarað er við komu á deild, metur hvaða hvaða blóðprufur skuli teknar og gerir blóðprufubeiðni.
Eða - Hjúkrunarfræðingur hringir þá til baka, metur hvaða prufur eigi að taka og gerir blóðprufubeiðni.
Smokkur ekki notaður, smokkur rifnaði, „margir“ bólfélagar, þekkir lítið til bólfélaga, bólfélagar frá löndum þar sem tíðni smitsjúkdóma er há, sprautufíkn hjá einstaklingi eða bólfélaga.
Eftirfarandi blóðprufur eru pantaðar á deildinni: HIV, lifrarbólga B, lifrarbólga C og sárasótt.
Til að fá sem áreiðanlegastar niðurstöður úr blóðprufu þurfa að líða 3 mánuðir frá mögulegu smiti þegar blóðsýni er tekið. Ef eingöngur er verið að skima fyrir HIV má taka blóðprufu 6 vikum eftir mögulegt smit, en þá er ráðlagt að endurtaka blóðprufu að öðrum 6 viknum liðnum.
Leiðbeiningar um hvert farið er í blóðprufu sjá kort hér neðan:
Blóðrannsókn í Fossvogi:
Örvarnar sýna leiðina frá göngudeild húð- og kynsjúkdóma í blóðrannsókn.
Þegar komið er inn í E-álmuna er beygt til hægri að afgreiðslu blóðrannsókna (rannsóknakjarni)
- Sent er sms með dags fyrirvara til þeirra sem eiga bókaðan tíma.
- Við komu tilkynna sig allir hjá ritara með nafni og kennitölu. Móttökustandur í anddyri virkar ekki fyrir kynsjúkdómadeild. Mikilvægt er að ritari fái virkt símanúmer og skrái það í kerfið (skráð þegar tími er pantaður).
- Allir fá spjaldtölvu við komu og svara þar spurningalista. Það auðveldar læknum og hjúkrunarfræðingum að meta hvaða rannsóknir viðkomandi einstaklingur þarf.
- Þegar spurningalistanum hefur verið svarað afhendist hann til ritara sem lætur viðkomandi fá sýnatökusett og rakningablað.
- Ritari vísar viðkomandi á salerni deildarinnar.
- Leiðbeiningar um sýnatöku eru á salernum.
- Öll sýnaglös eru merkt með nafni og kennitölu, auk þess eru stroksýni merkt hvaðan sýnið er tekið (endaþarmur (a), háls (h), leggöng (s)).
- Þegar sýni hefur verið tekið er því skilað í bláan skáp framan við salernin eða hvítan bala innan við andyri.
- Rakningablað er mikilvægt að taka með heim. Ef kynsjúkdómur greinist þarf að fylla blaðið vel út og senda í tölvupósti til kyn@landspitali.is
Niðurstöðum er svarað í Heilsuveru
Innskráning með rafrænum skilríkjum.
Samkvæmt sóttvarnalögum ber heilbrigðisstarfsmanni sem greinir og meðhöndlar kynsjúkdóm (s.s. klamydíu, lekanda, sárasótt, HIV, lifrarbólgu B og lifrarbólgu C) að gera smitrakningu til að hefta útbreiðslu smits eins og kostur er. Smitrakning er gerð eitt ár aftur í tímann eða frá þeim tíma sem viðkomandi fór síðast í tékk. Upplýsingar úr smitrakningu eru ekki skráðar í sjúkraskrá og er eytt að lokinni rakningu.
- Rakningablað kynsjúkdómadeildar
- Sóttvarnarreglur: Reglugerð um sóttvarnaráðstafanir
Meðferð kynsjúkdóma:
- Þegar rakningablaðið hefur borist til kyn@landspitali.is hringir læknir deildarinnar í viðkomandi. Í símtalinu fer læknir yfir leiðbeiningar varðandi meðferð, einkenni, ofnæmi, aðra lyfjanotkun og fleira.
- Lyf er því næst sent í apótek einstaklingi að kostnaðarlausu.
- Best er að meðhöndla báða einstaklinga í föstu sambandi á sama tíma að undangenginni sýnatöku og smitrakningu.
- Ekki má stunda kynlíf á meðan meðferð fer fram og í 3 daga eftir að henni lýkur, samtals 10 daga þar sem einstaklingur getur verið smitandi í þann tíma.
- Klamydía fræðslubæklingur
- Þeir sem greinast með lekanda eru boðaðir í viðtal og meðferð á göngudeild húð- og kynsjúkdóma.
- Þeir afhenda lækni rakningablað.
- Allir sem fá meðferð vegna lekanda fá tvær tegundir sýklalyfja, bæði töflur og sprautu.
- Þremur vikum eftir meðferð við lekanda þarf að skila nýju sýni (þvagsýni eða stroki).
- Ekki má stunda kynlíf frá því grunur vaknar um lekandasmit og þar til niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir.
- Þeir sem greinast með sárasótt eru boðaðir í viðtal og meðferð á göngudeild húð- og kynsjúkdóma.
- Þeir afhenda lækni rakningablað.
- Algengasta meðferð við sárasótt er í sprautuformi í 1 – 3 skipti.
- Meðferð við sárasótt er fylgt eftir með þremur blóðprufum 3, 6 og 12 mánuðum eftir meðferð.
Fyrsta koma
Fyrsta koma vegna fyrirhugaðrar PrEP meðferðar er hjá hjúkrunarfræðingi á göngudeild smitsjúkdóma, A3 í Fossvogi. Gert áhættumat fyrir HIV, gefin fræðsla og skimað fyrir kynsjúkdómum.
Hjúkrunarfræðingur bókar í kjölfarið tíma hjá smitsjúkdómalækni á A3.
Tímapöntun er í síma 543-6040.
Önnur koma
Önnur koma er hjá smitsjúkdómalækni á göngudeild smitsjúkdóma, A3 í Fossvogi.
Smitsjúkdómalæknir endurnýjar lyfseðla fyrir PrEP-meðferð.
Eftirfylgni
Endurkoma er á 12 vikna fresti á göngudeild húð- og kynsjúkdóma, A1 í Fossvogi.
Tímapöntun er í síma 543-6050.
- Bókað er í „PrEP – tékk“.
- Gott er að láta ritara vita þegar tími er pantaður ef óskað er eftir viðtali við hjúkrunarfræðing frekar en tékki án viðtals.
- Mætir í afgreiðslu og gefur upp kennitölu.
- Fær afhenta spjaldtölvu og skráir ástæða komu, „eftirlit vegna PrEP“.
- Þar er einnig hægt að óska eftir viðtali og símtali við hjúkrunarfræðing á A1 og A3 eða skoðun hjá lækni á A1.
- Skilar spjaldtölvu til ritara.
- Ritari afhendir þvagglas og 2 sýnatökupinna til rannsóknar á klamydíu og lekanda.
- Leiðbeiningar um sýnatöku eru á snyrtingu.
- Sýnum er skilað í bláa skápinn á snyrtingunni.
- Blóðprufur eru teknar á E1 í Fossvogi. Sjá kort (linkur í kort).
- Blóðrannsóknir sem algengast er að gera eru HIV, sárasótt, lifrabólga b, lifrabólga c og kreatinin.
Niðurstöður rannsókna
Neikvæðum niðurstöðum er svarað í Heilsuveru.
Jákvæðum klamydíu-niðurstöðum er svarað í Heilsuveru. Þegar rakningablaðið hefur borist til kyn@landspitali.is hringir læknir kynsjúkdómadeildar í viðkomandi. Í símtalinu fer læknir yfir leiðbeiningar varðandi meðferð, einkenni, ofnæmi, aðra lyfjanotkun og fleira. Lyf er því næst sent í apótek einstaklingi að kostnaðarlausu.
Ef aðrar niðurstöður eru jákvæðar er hringt til viðkomandi.
Við hvetjum alla til að nota smokk og panta tíma í tékk ef grunur er um kynsjúkdómasmit (ath. tímafaktor frá mögulegu smiti þar til smit greinist).
Smokkanotkun https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item15354/Smokkanotkun
Flatlús https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12476/Flatlus
HIV https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12487/HIV/Alnami
Klamydía
Klamydía (fræðsluefni Landspítala)
Klamydia (fræðsluefni á vef Landlæknis)
Kláðamaur Kláðamaur (fræðsluefni á vef Landlæknis)
Kynfæraáblástur https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12520/Kynfaeraablastur-(herpes)
Kynfæravörtur https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12488/Kynfaeravortur---HPV
Lekandi https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13054/Lekandi
Sárasótt https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13101/Sarasott
Tríkómonas https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13107/Trikomonassyking
Bæklingar
Gagnlegir linkar
https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/kynlif/
https://www.iwantprepnow.co.uk/
https://www.rfsu.se/sex-och-relationer/for-dig-som-undrar/konssjukdomar-och-hiv/
http://www.who.int/topics/sexually_transmitted_infections/en
Bólusetningar
Lifrabólga A; https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13077/Lifrarbolga-A
Lifrabólga B; https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13082/Lifrarbolga-B
Lifrabólga C; EKKI TIL BÓLUSETNING
https://doktor.frettabladid.is/sjukdomur/hpv-veiran-og-bolusetning-gegn-leghalskrabbameini
Gardasil; https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/gardasil-9-epar-product-information_is.pdf (úr Sérlyfjaskrá)
Cervarix; https://www.ema.europa.eu/en/documents/product-information/cervarix-epar-product-information_is.pdf (úr Sérlyfjaskrá)