Leit
Loka

Almenn göngudeild 10E

Göngudeildarþjónusta við skjólstæðinga sem tilheyra sérgreinum kviðarhols-, brjóstholsskurðlækninga, nýrna- og meltingarlækninga og ígræðslu- og verkjateyma.

Banner mynd fyrir  Almenn göngudeild 10E

Hafðu samband

OPIÐ08:00-16:00

Almenn göngudeild - mynd

Hér erum við

Landspítali Hringbraut, aðalbygging, kjallari – E álma. Aðalinngangur K-byggingar er lokaður og þarf því að ganga inn um aðalinngang Landspítala (Kringlan) eða innganginn Eiríksgötu megin.

Finna okkur á korti

Hagnýtar upplýsingar

Á almennri göngudeild 10E er veitt víðtæk þjónusta á ýmsum sérfræðisviðum.  Starfsfólkið leitast við að veita sjúklingum einstaklingsbundna þjónustu við greiningu, meðferð, fræðslu og ráðgjöf.

Göngudeildarmóttökur - Fyrir sérgreinar kviðarhols- og brjóstholsskurðlækninga auk nýrna- og meltingarfæralækninga.
Innskriftarmiðstöð - Undirbúningur og uppvinnsla fyrir skurðaðgerðir.
Aðgerðarstofa - Minni háttar aðgerðir í staðdeyfingu svo sem: 

  • Fjarlæging lyfjabrunna
  • Grófnálarsýnataka
  • Uppbygging geirvörtu og tattú  

Deildarstjóri:

Erla Dögg Ragnarsdóttir

Yfirlæknar:

Páll H. Möller, yfirlæknir kviðarhols- og  brjóstaskurðlækninga
Bjarni Torfason, yfirlæknir brjóstholsskurðlækninga
Margrét Birna Andrésdóttir, yfirlæknir nýrnalækninga
Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir meltingarlækninga

Símanúmer deildarinnar:

543 2200

Teymismóttöku verkjateymis er sinnt af sérfræðilæknum og hjúkrunarfræðingum.

Á ígræðslugöngudeild er þjónusta við fólk sem hefur fengið ígrætt líffæri. 
Stærsti hópurinn er nýraþegar og nýragjafar en þær líffæragjafir fara fram á Landspítala.

Nýraígræðsla (þjónustuvefur)

Á sáramóttöku er sjúklingum með sérhæfð og/eða langvinn sár sinnt eftir að þeir hafa útskrifast af deildum spítalans.
Einnig eru hjúkrunarfræðingar ráðgefandi varðandi sárameðferð inniliggjandi sjúklinga.


Stómahjúkrunarfræðingar sjá um ráðgjöf, kennslu og stuðning við stómaþega, væntanlega stómaþega, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk innan og utan spítalans. 

Erindi og fyrirspurnir má senda á stoma@landspitali.is. 

 

 

Á innrennslismiðstöð er aðallega sinnt lyfjagjöfum á vegum meltingarlækna og þá sjúklingum sem þurfa sérhæfða lyfjagjöf í æð.  Einnig er þjónusta við sjúklinga nýrna- og skurðlækninga ef þörf er á. 

Teymismóttaka hjúkrunarfræðinga, lækna og næringarráðgjafa veitir sjúklingum eftirlit, fræðslu og ráðgjöf í kjölfar efnaskiptaaaðgerða.

Teymismóttaka hjúkrunarfræðinga, meltingarlækna og skurðlækna veitir sjúklingum þjónustu vegna uppvinnslu, meðferðar, eftirlits, fræðslu og ráðgjafar í kjölfar greiningar á fyrirferð í efri meltingarvegi.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?