Leit
Loka

UMSÆKJENDUR UM ALÞJÓÐLEGA VERND - Fræðsludagur

-ÁSKORANIR OG TÆKIFÆRI-

Banner mynd fyrir  UMSÆKJENDUR UM ALÞJÓÐLEGA VERND - Fræðsludagur

Hagnýtar upplýsingar

 

Þann 17. febrúar 2021 býðst starfsfólki Landspítala að taka þátt í fjölbreyttri fræðsludagskrá sem verður streymt á Facebook síðu Landspítala. www.facebook.com/landspitali

Um 80 milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Langflestir eru að flýja átök og leið sumra þeirra liggur til Íslands. Á síðasta ári bárust Útlendingastofnun 654 umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi, heldur færri en árin á undan. Fækkun umsókna má að einhverju leyti skýra með heimsfaraldri Covid 19.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru meðal viðkvæmustu skjólstæðinga sem sækja þjónustu á Landspítala og þarfir þeirra eru oft flóknar, bæði í heilsufarslegu og félagslegu tilliti.

Nefnd um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd á Landspítala hefur starfað síðan 2018. Hana skipar starfsfólk frá ýmsum sviðum Landspítala. Nefndin var stofnuð vegna ákalls frá starfsfólki spítalans sem fannst það vanta þekkingu, verkferla og úrræði í starfi sínu þegar kom að því að sinna þessum hópi.

Verkefni nefndarinnar voru m.a. að leggja fram tillögur að stefnu spítalans í málaflokknum, útbúa og samhæfa verkferla, greina þarfir fyrir þjónustu, fræðslu og stuðning og efna til samstarfs við aðrar stofnanir sem annast málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Dagskrá

Auglýsingin 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?