Leit
Loka

Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Á deildinni er veitt meðferð fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein

Deildarstjóri

Þórunn Sævarsdóttir

Yfirlæknar

Agnes Smáradóttir, krabbameinslækningar

Signý Vala Sveinsdóttir, blóðlækningar

Banner mynd fyrir Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Hafðu samband

OPIÐ8:00-16:00

Dag- og göngudeildir blóð og krabbameinslækninga - mynd

Hér erum við

Aðalbygging 1.hæð Hringbraut í B og C álmu

Sjá staðsetningu á korti

Hagnýtar upplýsingar

Endurnýjun lyfseðla á sértækum lyfjum vegna krabbameins lyfjameðferðar

Upplýsingar um tímabókanir

Niðurstöður blóðrannsókna

Endurnýjun vottorða

Skrifstofustjórar krabbameins- og blóðlækninga hafa umsjón með gerð vottorða.

Skrifstofustjóri krabbameinslækninga:

 1. Sími: 543-6861
 2. Netfang estheri@landspitali.is
Skrifstofustjóri blóðlækninga:

Samskiptagátt krabbameinssjúklinga

Allir sjúklingar á 11BC fá aðgang að Meðveru,sem er samskiptagátt í Heilsuveru. Samskiptagáttin á að bæta aðgengi einstaklinga í heimahúsum að þjónustu og fræðsluefni deildarinnar. Öll samskipti Meðveru verða hluti af sjúkraskrá sjúklings.

Áður en þú kemur á deildina í viðtal og/eða í meðferð er gott að hafa eftirfarandi í huga:

 • Fara í blóðprufu, nema annað sé tekið fram. Til að tryggja að niðurstöður blóðrannsóknar liggi fyrir þegar þú kemur á deildina er mikilvægt að fara í blóðprufuna fyrir kl 10 degi áður. Fyrir viðtöl/ meðferð á mánudegi þarf að fara í blóðprufu á föstudegi.
 • Ráðlagt er að kynna sér sjúklingaráðin 10. Ráðin hafa það að leiðarljósi að sjúklingar taki virkan þátt í meðferð sinni og séu upplýstir til að auka öryggi og gæði þjónustunnar sem veitt er.
 • Gott getur verið að taka með sér afþreyingu og nesti fyrir lengri meðferðir.
 • Vinsamlega afbókaðu tíma í síma 543 6130 ef þú ert með flensulík einkenni, hita, beinverki, mikinn hósta eða uppgang. Þú munt fá frekari upplýsingar símleiðis.

Innritun á deild 

 Við komu á Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga er byrjað á að slá inn kennitölu í innskráningarstandi sem er staðsettur fyrir framan biðstofu á 11C gangi. Á skjáinn koma upplýsingar um hvert á að fara næst. Einnig prentast út armband sem þú tekur með þér. Armbandið er með strikamerki sem notað er við rafrænnar skráningar á lífsmörkum og í skráningu lyfjagjafa. Móttökuritarar á 11C sjá um að bóka tíma og svara fyrirspurnum eða koma þeim í réttan farveg. Innskráningarstandurinn er tengdur við posa, þar sem greiðsla fyrir meðferð/viðtal fer fram.

 

 • Ef þú ert eingöngu að fara í lyfjameðferð er farið inn á deild 11B, lætur vita af komu hjá móttökuritara og svo sest á biðstofu innst á gangi
 • Þegar þú átt viðtal við lækni ferð þú á biðstofu á 11C.
  Ef þú ert einnig að koma í lyfjameðferð ert þú beðinn um að mæta 20 mínútum fyrir læknisviðtalið í mælingar hjá sjúkraliða. Þar er mældur blóðþrýstingur, hiti, púls og fleira.

Viðtal við lækni 

Að jafnaði er reiknað með 20 mínútum fyrir viðtal við lækni. Lengri tími er gefinn fyrir fyrsta viðtal. Gott er að hafa aðstandanda með í viðtalið en vinsamlega hafið samband við deildina ef óskað er eftir að hafa fleiri en 1-2 með sér.

Mjög mikilvægt er að láta vita með góðum fyrirvara ef þú getur ekki mætt á þeim tíma sem þér var úthlutað.

Móttaka 11B

Við komu á 11B er mikilvægt að gefa sig fram við ritara, sem skráir þig inn á deildina.

Aðstaða á deildinni

 • Á 11B eru 20 meðferðarrými, bæði meðferðarstólar og rúm
 • Innst á gangi deildarinnar er setustofa og kaffiaðstaða
 • Áhersla er lögð á að hafa umhverfið náðugt á meðferðarstofum. Hægt er að fá kodda og teppi til að láta fara vel um sig
 • Vinsamlegast virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi

Matur og drykkir

 • Á deildinni er vatnsvél og kaffivél. Einnig er boðið upp á ávaxtasafa. Hægt er að geyma nesti í kæli á setustofu 11B.
 • Ef meðferð er í nokkra klukkutíma er ráðlagt að hafa með sér nesti. Mikilvægt er að taka tillit til stofufélaga og koma ekki með sterklyktandi mat.

Afþreying og gestir

 • Til afþreyingar er hægt að taka með sér lesefni, handavinnu eða tölvu. Hægt er að fá aðgang að netinu í gegnum gestanet spítalans.
 • Farsíma má nota en vinsamlegast hafið símann stilltan á hljóðlausa stillingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma.

 Krabbameinslyfjagjöf

Til eru margar tegundir krabbameinslyfja sem vinna á mismunandi hátt. Því getur reynst nauðsynlegt að gefa fleiri en eitt lyf í senn, en það fer eftir eðli sjúkdómsins hvernig samsetning lyfjameðferðar er. Algengast er að gefa lyfin í æð, en einnig sem töflur, inngjöf í vöðva, undir húð eða í vökvarýmið umhverfis mænu. Í sumum tilvikum er fleiri en ein leið notuð.
Það er einstaklingsbundið hversu oft og hve lengi lyfin eru gefin. Einnig er mismunandi hversu langur tími líður á milli lyfjagjafa. Hver lyfjagjöf getur staðið í nokkrar mínútur, klukkustundir eða nokkra daga í einu. Algengt er að gefa lyfin með 3-4 vikna millibili. Meðferðin er oftast gefin á 11B en stundum krefst hún innlagnar á legudeild. Þú færð nánari upplýsingar um meðferðina þína, aukaverkanir og möguleg úrræði hjá þínum lækni og hjúkrunarfræðingi.

Hafðu strax samband ef vart verður eftirtalinna einkenna:

Virka daga milli kl.8-16 í síma 543-6130 (11B)
Utan dagvinnutíma - bráðamóttaka s.543-2000 (Bráðamóttakan Fossvogi)

 • Hiti hækkarHiti og ónæmisbæling vegna krabbameinslyfjameðferðar
 • Viðvarandi ógleði eða uppköst
 • Óvenjumikill slappleiki og þreyta
 • Hósti og uppgangur
 • Særindi í munni og hálsi eða við þvaglát
 • Marblettir, húðblæðingar, nefblæðingar eða blóð í þvagi/hægðum
 • Niðurgangur
 • Mikinn bjúg á höndum og fótum eða annars staðar á líkamanum
 • Skyndilegir verkir 

 

Mat á vanlíðan
Regluleg skimun á líðan og einkennum er framkvæmd á deildinni. Þú ert beðin(n) um að fylla út matsblað þar sem þú metur vanlíðan þína á kvarðanum 0-10 og merkir við mögulegar ástæður fyrir vanlíðan. Með reglulegri skimun er hægt að greina vanlíðan, styrk hennar og mögulegar orsakir svo að hægt sé að veita þér viðeigandi aðstoð.

Stuðningsmeðferð
Stuðningsmeðferð er veitt í tengslum við sjúkdóma og aukaverkanir meðferðar. Stuðningsmeðferð getur falið í sér lyfjagjöf (t.d. ónæmisstyrkjandi lyf og beinþéttnilyf), vökvagjöf, blóðhlutagjöf og einkennameðferð.

Slökun

 • Boðið er upp á einstaklingsmiðaða slökunarmeðferð og þjálfun í núvitund fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á Landspítala. Meðferðin fer fram í Skógarhlíð 5 í hægindastól og varir í eina klukkustund. Sýnt hefur verið fram á að meðferðin getur bætt lífsgæði og hefur almennt góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Meðferðin getur einnig dregið úr tíðni og styrk aukaverkana.
 • Tímapantanir og frekari upplýsingar er hægt að fá hjá ritara á deild 11C eða í síma 543 6130.
  Verið hjartanlega velkomin.

Landspítalinn - tenglar

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?