Vísindastarf
Landspítali er háskólasjúkrahús og gegnir veigamiklu hlutverki í að afla nýrrar þekkingar í heilbrigðisvísindum. Spítalinn er í virku samstarfi við innlend og erlend sjúkrahús, háskóla, aðrar stofnanir og fyrirtæki um rannsóknir. Leiðarljós vísindastarfsins er þekking í þágu sjúklinga.
Hagnýtar upplýsingar
Þjónusta, vísindi og menntun eru þrjú meginhlutverk Landspítala og markmið spítalans er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð. Öflug vísindastarfsemi er ein af mikilvægustu grunnstoðum hvers háskólasjúkrahúss. Vísindi auka fagmennsku, gæði og öryggi meðferðar og eru forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu og menntun heilbrigðisstétta. Það er stefna Landspítala að:
- fjárframlög til vísindarannsókna séu sambærileg við norræn háskólasjúkrahús
- vísindastarf innan Landspítala sé eflt og ástundun vísindalegra rannsókna sé samofin daglegri starfsemi
- unnið sé að bættri aðstöðu til vísindastarfa og uppbyggingu öflugra rannsóknarhópa
- áhersla sé lögð á fjölbreytni í rannsóknum, þverfaglega nálgun og samstarf
- leggja grunn að því að Landspítali geti orðið í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi vísinda
- Vísindaráð Landspítala er til ráðgjafar um vísindastarf á sjúkrahúsinu
- Vísindarannsóknanefnd heilbrigðisrannsókna
- Nemendur á Landspítala
- Auðna - tækniyfirfærsluskrifstofa (Technology Transfer Offices, TTO) - Tækniyfirfærsluskrifstofur eru brú á milli akademíu og atvinnulífsins og tengiliður fjárfesta við uppfinningar vísindamanna og gegna mikilvægu hlutverki við að skila verðmætum til samfélagsins
Vísindi á vordögum er árleg uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala sem er fagnað í lok apríl eða byrjun maí. Þá er árangur af vísindastarfi á spítalanum kynntur.
Vísindadagarnir voru haldnir i fyrsta skipti árið 2001.
ATH! Vegna Covid-19 var Vísindum á vordögum 2020 slegið á frest. „Vísindi að hausti 2020“ var haldin 7. október í Hringsal
Umsóknir vegna vísindastarfs
Researchweb - rafrænt rannsókna- og styrkumsjónakerfi Landspítala
Innskráning í Researchweb
Leiðbeiningar til innskráningar og/eða stofnun notendareiknings
Lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga
Reglur nr. 920/2019 um öryggi við meðferð og varðveislu lífsýna í lífsýnasöfnum
Lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014
Reglugerð um siðanefndir heilbrigðisrannsókna nr. 1186/2014
Landspítali
Reglur um gæðaeftirlit, gæðaverkefni og vísindarannsóknir innan heilbrigðisþjónustu á Landspítala
Upplýsingaöryggisstefna Landspítala
Vísindarannsóknanefnd heilbrigðisrannsókna (á vegum framkvæmdastjóra lækninga)
Samkvæmt reglum um vísindarannsóknir á Landspítala þarf framkvæmdastjóri lækninga, sem umsjónaraðili sjúkraskrá á spítalanum, að veita samþykki sitt þegar um er að ræða klínískar rannsóknir.
Í reglunum segir m.a.:
„Áður en gögn Landspítala eru notuð til vísindarannsókna skal liggja fyrir samþykki vísindasiðanefndar eða siðanefndar Landspítala og auk þess skal eftir atvikum aflað leyfis eða vinnslan tilkynnt Persónuvernd. Jafnframt skal liggja fyrir leyfi framkvæmdastjóra lækninga á LSH, eða þess er hann hefur framselt umboð sitt, þegar um er að ræða upplýsingar í sjúkraskrá sbr. Reglur um notkun heilsufarsupplýsinga. “
Ef um er að ræða vísindarannsóknir þar sem sjúklingar eða sjúklingaupplýsingar / klínískar upplýsingar eru ekki hluti af rannsókn þarf ekki leyfi framkvæmdastjóra lækninga. Getur það t.d. átt við þegar um stjórnsýslurannsóknir er að ræða eða þegar tæknilegar aðferðir eða tæki eru viðfang rannsóknar og engar sjúklingaupplýsingar því tengdar.
Við Landspítala starfar vísindarannsóknanefnd heilbrigðisrannsókna á vegum framkvæmdastjóra lækninga.
Vísindarannsóknanefnd heilbrigðisrannsókna er ætlað að aðstoða vísindamenn og leiðbeina um atriði sem lúta að umsóknum um leyfi til að framkvæma vísindarannsóknir á Landspítala og annast útgáfu leyfa. Nefndin annast skráningu vísindarannsókna sem framkvæmdar eru á spítalanum og á að tryggja að framkvæmd þeirra og meðferð upplýsinga sé í samræmi við lög og þær reglur sem spítalinn setur varðandi vísindarannsóknir.
Vísindarannsóknanefnd hefur umsjón með samningum við aðila sem fjármagna rannsóknir sem framkvæmdar eru á spítalanum.
Leyfi vísindarannsóknanefndar heilbrigðisrannsókna (á vegum framkvæmdastjóra lækninga)
Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala
Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala fjallar um vísindarannsóknir sem unnar eru innan spítalans í samstarfi við tengdar menntastofnanir.
Hún starfar skv. reglugerð um siðanefndir heilbrigðisrannsókna.
Siðanefnd stjórnsýslurannsókna á Landspítala
Við Landspítala starfar siðanefnd stjórnsýslurannsókna sem fjallar um allar rannsóknarbeiðnir og rannsóknaráætlanir sem ekki falla undir siðanefnd LSH.
Nefndin starfar samkvæmt ákvörðun og á ábyrgð forstjóra og hefur náin tengsl við siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala.Tilgangur nefndarinnar er að leiðbeina, meta og veita samþykki fyrir rannsóknum sem fram eiga að fara innan spítalans, frá siðfræðilegu og vísindalegu sjónarmiði og gæta þannig hagsmuna þátttakenda og um leið stofnunarinnar.
Niðurstöðum nefndarinnar má áfrýja til forstjóra Landspítala.
Afgreiðsla erinda sem nefndinni berast skal kynnt siðanefnd heilbrigðisrannsókna og fundargerðir nefndarinnar lagðar þar fram.
Persónuvernd
Persónuvernd snýst um réttinn til friðhelgi einkalífs og réttinn til að ráða yfir eigin persónuupplýsingum. Siðanefndir annast samskipti við Persónuvernd fyrir umsækjendur um rannsóknarleyfi.
Vísindasiðanefnd
Vísindasiðanefnd metur samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir og aðrar áætlanir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem falla ekki undir verksvið siðanefnda heilbrigðisrannsókna.