Leit
Loka
visindi_vordogum_2021_visindarad.png (565432 bytes)
Vísindi á vordögum 2023 - í Hringsal 26. apríl

Hagnýtar upplýsingar  

Um vísindaráð

Vísindaráð Landspítala er þverfaglegt ráð og eru meðlimir þess skipaðir af forstjóra Landspítala.
Tilkynnt var um skipan vísindaráðs á ársfundi LSH þann 10. maí 2001. Ráðið var skipað 7 mönnum og var fyrsti formaður ráðsins Gunnar Sigurðsson prófessor.

Skipun í ráðið

Frá 2014 er vísindaráð skipað 10 aðalmönnum og 10 varamönnum til fjögurra ára (sjá erindisbréf 2014). Ráðsmeðlimir á hverjum tíma eru með góðan vísindabakgrunn auk sérfræðimenntunar. Af ráðsmönnum eru 8 læknar (4 sem sitjandi og 4 til vara), 6 hjúkrunarfræðingar (3 sem sitjandi og 3 til vara) og 6 með aðra menntun en hjúkrunarfræði eða læknismenntun (3 sitjandi og 3 til vara).

Hlutverk ráðsins

Er forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar um vísindatengd málefni spítalans. Það á við um vísindastefnu spítalans á hverjum tíma, sér um reglulega endurskoðun hennar og gerir tillögur að breytingum til stjórnar.

Sér um og ber ábyrgð á vali og veitingu viðurkenninga fyrir vísindastörf á Landspítala.

Ber ábyrgð á og hefur alla umsjón með heildarferli styrkveitinga úr Vísindasjóði Landspítala, auglýsingum um styrkveitingar, mat á innsendum umsóknum um vísindastyrki og úthlutun styrkja úr sjóðnum.

Hefur umsjón með Vísindum á vordögum, árlegri uppskeruhátíð vísinda á spítalanum þar sem vísindastarf er kynnt starfsfólki spítalans, fræðimönnum og almenningi og verkefnastyrkjum til vísindamanna er úthlutað.

Sögulegt yfirlit ráðsmanna

Aðalmenn

Rósa Björk Barkardóttir náttúrufræðingur og klínískur prófessor, formaður,
Meinafræði, frumulíffræði, netfang: rosa@landspitali.is  
(Skipuð af forstjóra 2020-2024)
 

Davíð Ottó Arnar, yfirlæknir og prófessor við HÍ
Hjartalækningar, netfang: davidar@landspitali.is
(Tilnefndur af læknadeild 2023-2027).

Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við HÍ
Kvenna- og barnasvið, netfang: gkrist@hi.is
(Tilnefnd af hjúkrunarfræðideild HÍ (2023-2027) 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri og prófessor við HÍ
Næringarstofa, netfang: ingigun@landspitali.is
(Skipuð af forstjóra 2023-2027)
 

Jóna Freysdóttir, náttúrufræðingur og prófessor við HÍ
Ónæmisfræðideild, netfang: jonaf@landspitali.is
(Skipuð af forstjóra 2023-2027)

Marianne Elisabeth Klinke forstöðumaður fræðasviðs
Kennslu- og rannsóknardeild, netfang: mariankl@landspitali.is
(Tilnefnd af hjúkrunarráði 2020-2024).
  

Sigríður Zoëga, deildarstjóri og dósent við HÍ 
Verkjateymi, svæfing, netfang: szoega@landspitali.is 
(Tilnefnd af hjúkrunarráði 2023-2027)

Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við HÍ
Krabbameinsmiðstöð, lyflækningar krabbameina, netfang: sigugud@landspitali.is  
(Tilnefnd af læknadeild HÍ 2023-2027) 

Verkefnastjóri vísindaráðs

Valgerður Margrét Backman náttúrufræðingur
Vísindadeild, sími 543 1410, 864 6147, netfang: valgebac@landspitali.is og visindarad@landspitali.is.

 

Varamenn

Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við HÍ
Skrifstofa hjúkrunar, netfang: brynjain@landspitali.is
(Tilnefnd af hjúkrunarfræðideild 2023-2027)

Inga Reynisdóttir náttúrufræðingur
Meinafræði, frumulíffræði, netfang: ingar@landspitali.is
(Skipuð af forstjóra 2023-2027). 

Jón Þór Bergþórsson, náttúrufræðingur og dósent við HÍ
Rannsóknarkjarni blóðmeinafræði, klínísk lífefnafræði, netfang: jobergth@landspitali.is
(Tilnefndur af læknadeild 2023-2027

Lena Rós Ásmundsdóttir, sérfræðilæknir og lektor við HÍ
Sýkla- og veirufræðideild, sýklafræði, netfang: lenaros@landspitali.is
(Tilnefnd af læknadeild 2023-2027)

María Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og dósent við HR
Geðsvið, sálfræðiþjónusta, netfang: marijon@landspitali.is,
(Skipuð af forstjóra 2023-2027).

Rannveig Jóna Jónasdóttir sérfræðingur í hjúkrun og lektor við HÍ
Gjörgæsla, netfang: rannveij@landspitali.is
(Tilnefnd af hjúkrunarráði 2024-2028).
 

Þórunn Jónsdóttir, sérfræðilæknir og lektor við HÍ
Tauga- og smitsjúkdómalækningar, gigtlækningar, netfang: thorunnjo@landspitali.is
(Tilnefnd af læknaráði 2021-2025).

 

 

Ársskýrslur

Árskýrslur vísindaráðs Landspítala innihalda lýsingar á helstu verkefnum ráðsins hvers árs, þ.m.t. heiðranir og viðurkenningar til vísindamanna spítalans á vegum ráðsins ásamt tölulegum upplýsingum í tengslum við veitta styrki úr Vísindasjóði Landspítala.

Vísindastefna Landspítala

Vísindaráð Landspítala hefur frumkvæði að og skipuleggur stefnumótunarverkefni innan spítalans sem miðar að því að leggja grunn að tillögugerð ráðsins til framkvæmdastjórnar spítalans að endurskoðaðri vísindastefnu spítalans. Núverandi vísindastefna Landspítala var samþykkt af framkvæmdastjórn Landspítala árið 2019 og er gildistími hennar frá 2019 til 2023. Vísindastefnan byggir á tillögu vísindaráðs Landspítala sem ráðið vann frá haustmánuðum ársins 2017 og skilaði af sér til forstjóra spítalans í lok apríl 2018. Tillagan fékk góða umræðu innan framkvæmdastjórnar áður en hún var samþykkt með örfáum breytingum. Við gerð vísindastefnunnar hafði vísindaráðið víðtækt samráð við vísindamenn og aðra hagaðila innan Landspítala.

Stefnan byggði m.a. á eftirfarandi gögnum:

  • Niðurstöður stöðufundar haldin haustið 2017 sem á voru boðaðir starfandi vísindamenn á Landspítala ásamt öðrum hagaðilum innan spítalans.
  • Samtölum meðlima vísindaráðs við hagaðila í nærumhverfi sínu í tengslum við endurskoðunina.
  • Tillögu vísindaráðs að vísindastefnu fyrir Landspítala sem unnin var af ráðinu árið 2013 ásamt samþykktri vísindastefnu spítalans frá árinu 2007.
  • Innsendum athugasemdum á tillögu ráðsins að endurskoðaðri vísindastefnu Landspítala, sem send var á fjölda vísindamanna innan spítalans og á aðra hagaðila til yfirlestrar, með beiðni um athugasemdir.
  • Vísindastefna Landspítala 2019-2024

Vísindasjóður Landspítala

Vísindaráð hefur umsjón og faglega ábyrgð með öllum styrkúthlutunum úr Vísindasjóði Landspítala. Ráðið ákveður og ber ábyrgð á verkferli umsókna og faglegu matsferli þeirra. Það ákveður innihald umsóknareyðublaða og faglegra leiðbeininga við gerð umsókna og leiðbeiningar til matsaðila vegna mats á umsóknum og staðlar matsblöð sem auðvelda samanburð milli ára á gæðum umsókna og vísindalegu gildi verkefna.

Viðurkenningar til vísindamanna á Landspítala

Vísindaráðið ber ábyrgð á og velur árlega heiðursvísindamann Landspítala, ungan vísindamann Landspítala ásamt hvaða vísindaverkefni fá viðurkenningaverðlaun á uppskeruhátíð vísindanna á Landspítala sem haldin er á hverju vori undir heitinu Vísindi á vordögum. Vísindaráð kallar eftir tillögum frá starfsmönnunum sjálfum í tengslum við val á heiðursvísindamanni og ungum vísindamanni og byggir valið m.a. á þeim tillögum sem berast.

Vísindi á vordögum

Vísindaráðið ber ábyrgð á og hefur umsjón með dagskrá Vísinda á vordögum. Þessi uppskeruhátíð vísindanna er að jafnaði haldin í lok apríl/byrjun maí hvert ár. Auglýsir ráðið eftir ágripum veggspjalda vegna hátíðarinnar á fyrstu mánuðum ársins. Farið er yfir öll ágrip til samþykktar. Á hátíðinni er framúrskarandi vísindafólk heiðrað, verðlaun eru veitt fyrir vísindaverkefni sem þykja skara fram úr, veggspjöld eru kynnt og boðið upp á kynningar á völdum vísindaverkefnum á fyrirlestraformi og formleg afhending verkefnastyrkja úr hendi forstjóra Landspítala.

Önnur verkefni

Helstu önnur hlutverk vísindaráðs Landspítala er að veita forstjóra og framkvæmdastjóra ráðgjöf í tengslum við vísindatengd málefni innan spítalans, þ.m.t. samningagerð og samstarf um vísindatengd málefni við aðrar stofnanir og fyrirtæki.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?