Á fundinum var því fagnað að 25 ár eru liðin frá stofnun sameinaðs háskólasjúkrahúss þegar Landspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur runnu saman.
Rauði þráðurinn í ávörpum og erindum fundarins voru þær framfarir sem hafa átt sér stað í tækni, mannauði og menningu á þessum tíma fyrir tilstilli öflugs, sameinaðs sjúkrahúss en í pallborði var einnig horft fram á veginn og rætt um Landspítala framtíðarinnar.
Að lokum var starfsfólk og teymi heiðruð.
Hér fyrir neðan er upptaka frá ársfundinum. Að auki má hér finna ársreikning og ársskýrslu Landspítala fyrir árið 2024.