Marta útskrifaðist með BSc gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2010, MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík 2017 og er að ljúka við MSc gráðu í hjúkrunarstjórnun við Háskóla Íslands.
Hún hefur unnið á Landspítala frá 2007 þegar hún hóf störf sem hjúkrunarnemi. Marta hefur sinnt fjölbreyttum störfum innan Landspítala, unnið á legudeildum, á menntadeild, formaður fagráðs Landspítala, sinnt starfsmannahjúkrun og nú síðast á verkefnastofu þar sem hún hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum m.a. stofnun transmiðstöðvar á Landspítala.
„Það er mér mikill heiður að taka við þessu starfi og fá tækifæri til að efla sjúklingamiðaða nálgun og gefa sjúklingum og aðstandendum aukið í vægi í allri okkar starfsemi. Ég hlakka til að kynnast sjúklingasamtökum og fá að heyra raddir þeirra sem þurfa á þjónustu Landspítala að halda, þar eru dýrmætar upplýsingar geymdar. Ég hlakka til að halda áfram að efla Landspítala og þá þjónustu sem við veitum í samvinnu við sjúklinga og öll önnur sem nýta sér okkar fjölbreyttu þjónustu sem og starffólk spítalans.
„Spyrja, hlusta og bregðast við“ og „Ekkert um okkur án okkar“ verður mitt leiðarljós í þessu nýja starfi.“