Þjónustukönnun sjúklinga á Landspítala stendur yfir til 3. júlí 2023. - FRAMLENGT TIL 10. JÚLÍ
Landspítali stendur árlega fyrir þjónustukönnun meðal sjúklinga og í úrtaki er hluti þeirra sjúklinga sem útskrifaðist af spítalanum nýverið (febrúar, mars og apríl 2023). Þeir hafa fengið sent bréf með boði um þátttöku og lykilorð að könnuninni sem er rafræn.
Tilgangur könnunarinnar er að fá upplýsingar um viðhorf sjúklinga til þjónustu spítalans og að nota niðurstöðurnar til umbóta starfseminni.
Nýjasta könnunin var gerð vorið 2022 og eru niðurstöður hennar birtar hér ásamt niðurstöðum fyrri kannana.
Hlekki á könnunina, sem er tvískipt, er að finna hér fyrir neðan og á forsíðu vefs Landspítala.
Þjónustukönnun sjúklinga - barnadeildir