LÍF styrktarfélagi hafa verið færðar gjafir sem keyptar voru fyrir fé sem safnaðist með jólatónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík 5. desember 2019.
Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni „Á ljúfum nótum“ í Fríkirkjunni og haldnir í hádeginu. Þar söfnuðust 371.937 þúsund krónur og fór sú upphæð í nýjar vöggur fyrir fæðingarvakt og sængurlegudeild kvennadeildar Landspítala
Lilja Eggertsdóttir hefur veg og vanda af þessari tónleikaröð en á tónleikunum í desember komu fram þrír einsöngvarar, þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran og Egill Árni Pálsson tenór ásamt kvennakórnum Concordia og hljómsveit. Hljómsveitina skipuðu Chrissie Guðmundsdóttir fiðla, Íris Dögg Gísladóttir fiðla, Vigdís Másdóttir víóla, Kristín Lárusdóttir selló, Jón Rafnsson kontrabassi, Pamela De Sensi þverflauta og Lilja Eggertsdóttir, píanó og stjórnandi.
Mynd: Ingrid Kuhlman, formaður Lífs styrktarfélags, tók við gjöfum frá listrænum stjórnanda tónleikaraðarinnar, Lilju Eggertsdóttur.