Athygli vakin!
- Heimsóknarbann á Landspítala frá 4. maí 2020 er í meginatriðum með sama hætti og verið hefur frá 7. mars, þ.e. heimsóknir eru einungis leyfðar í sérstökum tilvikum sem starfsfólk viðkomandi deildar leggur mat á hverju sinni.
- Á líknardeild í Kópavogi hefur verið í gildi sérstakt verklag vegna heimsókna sem verður haldið áfram.
- Rýmkað verður um heimsóknir á Grensásdeild og þær leyfðar eftir kl. 16:00 á daginn (einn gestur í einu) en ávallt skal hafa samráð við starfsfólk.
- Fyrirhugað er að rýmka heimsóknarbann á Vífilsstöðum, Landakoti, líknardeild og á geðdeildum frá 18. maí ef ekki verður bakslag hvað varðar faraldurinn. Forstöðumenn viðkomandi eininga munu vinna að þeirri útfærslu og kynna fljótlega.
- Ekki verður tekin ákvörðun um rýmkun heimsóknarbanns við Hringbraut og í Fossvogi fyrr en líður á maímánuð.
- Um fæðingarþjónustu - sjá hér