Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

Tveir hópar falla undir HAM 1 og er það:

  • HAM ungmenni (18-23 ára) og
  • HAM 23+

Meðferðin er fyrst og fremst fyrir þá skjólstæðinga göngudeildar sem glíma við alvarlegar lyndis- og/eða kvíðaraskanir og/eða annan vanda í samræmi við klínískar leiðbeiningar.

Markmiðið með meðferðinni er að ná tökum á grunnatriðum HAM og er áhersla lögð á kortlagningu vandans, hugsanaskrár og endurmat hugsana.

Tveir meðferðaraðilar stýra meðferðinni sem samanstendur af tveimur skiptum í viku, 90 mínútur í senn yfir fjórar vikur. Möguleiki er á framhaldi fyrir þá sem það þurfa.

 

Hugræn atferlismeðferð við kvíða er ætluð þeim skjólstæðingum sem hafa lokið HAM 1 og eru greindir með kvíðaröskun (t.d. þráhyggju-árátturöskun, felmtursröskun, heilsukvíða, félagsfælni eða almenna kvíðaröskun).

Markmið meðferðarinnar er að fræða skjólstæðinga um tengsl hugsana, hegðurnar og tilfinninga og er það stór hluti meðferðar að takast á við og æfa sig í erfiðum aðstæðum.

Tveir meðferðaraðilar stýra meðferðinni sem samanstendur af tveimur skiptum í viku, 120 mínútur í senn yfir sex vikur. 

Hugræn atferlismeðferð við þunglyndi er ætluð þeim skjólstæðingum sem hafa lokið HAM 1 og eru greindir með þunglyndi.

Markmið meðferðarinnar er að draga úr einkennum þunglyndis á grunni HAM og er áhersla lögð á virkni og endurmat hugsana.

Tveir meðferðaraðilar stýra meðferðinni sem samanstendur af tveimur skiptum í viku, 120 mínútur í senn yfir sex vikur.

Sjá nánar:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?