Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

...einhver þessara einkenna gera vart við sig eða ef þú ert óviss með eitthað:

 

 • Hiti hækkar. Eðlilegur hiti er 36–37,2°C. Ef hitinn er 38°C skuluð þið mæla hann aftur eftir klukkutíma og hafa samband ef hann er að hækka. Ef hann er 38,5°C eða hærri skuluð þið strax hafa samband. Hiti getur verið merki um sýkingu og honum fylgir oft hrollur og vanlíðan. Munið samt að sterar og ýmis verkjalyf geta haldið hitanum eðlilegum þrátt fyrir sýkingu
 • Viðvarandi ógleði eða uppköst
 • Óvenjumikill slappleiki og þreyta
 • Hósti og uppgangur
 • Særindi í munni og hálsi eða við þvaglát 
 • Marblettir eða húðblæðingar
 • Nefblæðing eða blóð í þvagi og hægðum
 • Niðurgangur. Ef hægðirnar eru mjög linar eða vatnskenndar og oftar en tvisvar á sólarhring
 • Mikill bjúgur á höndum og fótum eða annars staðar á líkamanum
 • Skyndilegir verkir

Krabbameinslyfjameðferð getur haft ýmiss konar áhrif á húðina. Húðin getur orðið dekkri, þornað, flagnað og orðið viðkvæm fyrir sólarljósi.

Einnig geta roði, útbrot, bólur og kláði komið til. Nokkur lyf sem geta haft áhrif á húð eru t.d. Cytarabin, Fluorocuracilum, Bleomycin, Doxorubin, Methotrexat og Sendoxan (cyklófosfamíð).

Nokkur bjargráð:

 Ef barnið eða unglingurinn fær bólur, á alls ekki kreista þær, en reynið að halda húðinni þurri og hreinni með mildri sápu (t.d. Infa-care eða Aco).

Látið lækninn vita ef barnið eða unglingurinn fær einhver útbrot með kláða sem byrja snögglega, því það gæti verið merki um ofnæmi.

Við kláða getur verið gott að púðra húðina, t.d. með kartöflumjöli eða maizena mjöli, eða að nota mentolkrem. Kaldir bakstrar geta líka hjálpað. Reynið að forðast að klóra húðina, því það gerir oft illt verra.

Til að koma í veg fyrir ofþornun húðarinnar er betra að fara í stuttar sturtur en heit og löng böð. Gott er að bera rakakrem eða jafnvel olíu á húðina á eftir, meðan hún er enn rök. Takmarka þarf notkun ilmvatna og rakspíra, því slík efni innihalda oftast alkóhól sem þurrkar húðina. Klórið í sundlaugunum þurrkar einnig húðina.

Húðin verður viðkvæmari fyrir áhrifum sólarinnar bæði í og eftir lyfjameðferðina. Þess vegna er ráðlagt að vernda hana með léttum fatnaði eða sólarvörn nr. 30 eða meira. 

Neglur

 Breytingar á nöglum geta lýst sér sem litabreytingar, neglur geta klofnað og rendur komið þvert yfir þær.

Þessar breytingar koma oftast fram 5–10 vikum eftir byrjun meðferðar og þær eru yfirleitt tímabundnar.

Nokkur lyf sem geta valdið þessu eru t.d. Bleomycin, Sendoxan (cyklófosfamíð), Doxorubin (doxorubicin), Fluorouracilum og Taxotere (dóketaxel).

 

 

Hármissir er algeng aukaverkun krabbameinsmeðferðar. Krabbameinslyf og geislar hafa áhrif á frumur sem skipta sér hratt og gera ekki mun á krabbameinsfrumum og öðrum frumum.

Frumuskipting í hársekkjum er ör og þess vegna stöðvast endurnýjun hársins og hár sem fyrir er dettur eða brotnar af. Mörg krabbameinslyf og geislun á hársvæði geta valdið hármissi.

Það er mismunandi hversu mikill hármissirinn verður og hvenær hann byrjar. Þegar hárið byrjar að losna verður hársvörðurinn oft mjög aumur viðkomu og suma verkjar í hann. Hársvörðurinn verður einnig viðkvæmur fyrir kulda sem mikilvægt er að verjast.

Í krabbameinslyfameðferð er algengast að hárin á höfðinu detti af, en sum lyf valda því líka að önnur líkamshár fara t.d. augabrúnir, skegg og hár á kynfærum.

Hjá sumum þynnist hárið og verður þurrt án þess að það detti allt af. Oftast byrjar hármissirinn í annarri viku frá upphafi meðferðar og fólk getur misst allt hárið á skömmum tíma.

Þegar meðferðinni lýkur hefst hárvöxtur að nýju, oftast 1–2 mánuðum eftir að meðferðinni lýkur. 

Geislameðferð á höfuð og önnur hársvæði getur valdið hármissi innan geislareitsins, en það fer þó eftir þeim geislaskammti sem gefinn er. Einnig er það háð geislaskammtinum hvort hárvöxtur hefst aftur að lokinni geislameðferð.

Þegar hárið vex aftur getur það orðið öðruvísi á litinn, dekkra eða ljósara, og annarrar gerðar en áður

Hárhirða
Til að forða hársverðinum frá mikilli ertingu er mælt með því að nota mild sjampó og lítið í einu.

Mörgum finnst gott að klippa hárið styttra og sumir kjósa að láta raka það af þegar hárið byrjar að fara.

Þegar hárið fer ekki af, en þynnist og verður líflaust, er mælt með því að nota hárnæringu, þerra það varlega og nota mjúka bursta.

Talið er óhætt að lita hár á meðferðartímabilinu, en þó aðeins með u.þ.b. 70% lit (skol).

Hins vegar er ekki mælt með því að fólk setji permanent í hárið á þessu tímabili.


Hárkollur og höfuðföt 

 Þeir sem eiga von á að missa hárið ættu að útvega sér hárkollu áður en hármissirinn hefst, til þess að hún verði sem líkust eigin hári.

Einnig eru til ýmiss konar höfuðföt, slæður og túrbanar sem gott getur verið að eiga.

Læknir skrifar beiðni til Tryggingastofnunar ríkisins, sem á ári hverju greiðir ákveðna upphæð til hárkollukaupa. 

Að missa hárið

Fyrir flesta er það mikið áfall að missa hárið.

Hármissir getur valdið því að sjálfsímyndin breytist og þá vakna oft ýmsar spurningar og tilfinningar sem nauðsynlegt er að deila með sínum nánustu. Áhrif á húð og neglur.

Unnið 1998 af hjúkrunarfræðingunum:

 • Ásdísi L. Emilsdóttur
 • Önnu Ólafíu Sigurðardóttur
 • Sigrúnu Þóroddsdóttur
 • Sigurlaugu Magnúsdóttur
 • Katrínu Sigurðardóttur

Breytt og staðfært árið 2002 af Önnu Ólafíu Sigurðardóttur og Sigrúnu Þóroddsdóttur, hjúkrunarfræðingum á Barnaspítala Hringsins. Yfirfarið árið 2013.

Var efnið á síðunni hjálplegt?

Af hverju ekki?

Rusl-vörn