Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

...einhver þessara einkenna gera vart við sig eða ef þú ert óviss með eitthað:

 

 • Hiti hækkar. Eðlilegur hiti er 36–37,2°C. Ef hitinn er 38°C skuluð þið mæla hann aftur eftir klukkutíma og hafa samband ef hann er að hækka. Ef hann er 38,5°C eða hærri skuluð þið strax hafa samband. Hiti getur verið merki um sýkingu og honum fylgir oft hrollur og vanlíðan. Munið samt að sterar og ýmis verkjalyf geta haldið hitanum eðlilegum þrátt fyrir sýkingu
 • Viðvarandi ógleði eða uppköst
 • Óvenjumikill slappleiki og þreyta
 • Hósti og uppgangur
 • Særindi í munni og hálsi eða við þvaglát 
 • Marblettir eða húðblæðingar
 • Nefblæðing eða blóð í þvagi og hægðum
 • Niðurgangur. Ef hægðirnar eru mjög linar eða vatnskenndar og oftar en tvisvar á sólarhring
 • Mikill bjúgur á höndum og fótum eða annars staðar á líkamanum
 • Skyndilegir verkir

Unnið 1998 af hjúkrunarfræðingunum:

 • Ásdísi L. Emilsdóttur
 • Önnu Ólafíu Sigurðardóttur
 • Sigrúnu Þóroddsdóttur
 • Sigurlaugu Magnúsdóttur
 • Katrínu Sigurðardóttur

Breytt og staðfært árið 2002 af Önnu Ólafíu Sigurðardóttur og Sigrúnu Þóroddsdóttur, hjúkrunarfræðingum á Barnaspítala Hringsins. Yfirfarið árið 2013.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?