Leit
Loka

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfarar Landspítala sinna öllum deildum spítalans. Stefna sjúkraþjálfunar Landspítala er að veita fyrsta flokks gagnreynda þjónustu, veita nemum í sjúkraþjálfun framúrskarandi menntun og efla þróun fagsins. Yfirsjúkraþjálfari er Ragnheiður S. Einarsdóttir, netfang: ragnheie@landspitali.is, sími: 5439306

Banner mynd fyrir Sjúkraþjálfun

Starfsemi sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfarar veita þjónustu sem miðar að því að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfigetu og virkni fólks.

Þeir aðstoða fólk á öllum lífsskeiðum þegar sótt er að hreyfigetu og virkni vegna:

 • Öldrunar
 • Slysa
 • Sjúkdóma
 • Kvilla
 • Ástands eða umhverfislegra þátta

Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun, hæfingu og endurhæfingu.

Sjúkraþjálfarar eru þjálfaðir í og skyldaðir til að:

 • Framkvæma heildstæða skoðun /mat á skjólstæðingi sínum eða þörfum skjólstæðingahóps síns
 • Meta niðurstöður skoðunar til að greiningar vanda skjólstæðinga sinna.
 • Ákvarða greiningu, horfur og áætlun
 • Veita ráðgjöf sem hæfir sérsviði viðkomandi og ákvarða hvort/hvenær það sé skjólstæðing fyrir bestu að leita til annarra heilbrigðisstarfsmanna.
  Útfæra sjúkraþjálfunarmeðferð
 • Meta árangur meðferðar
 • Leiðbeina um aðferðir til sjálfshjálpar

Þekking sjúkraþjálfara á mannslíkamanum og hreyfifærni hans er lykilatriði til greiningar og ákvörðunar varðandi meðferð og þjálfun skjólstæðinga. Sjúkraþjálfunin tekur þá mið af því hvort verið er að leita til sjúkraþjálfarans vegna heilsueflingar, forvarna, meðhöndlunar, þjálfunar, hæfingar eða endurhæfingar.

Starfssvið sjúkraþjálfara einskorðast ekki við meðhöndlun skjólstæðinga, heldur er sjúkraþjálfara einnig að finna í:

 • Stefnumótun í heilbrigðiskerfinu
 • Hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga
 • Ráðgjöf og leiðbeiningu til annarra (heilbriðgisstétta)
 • Handleiðslu
 • Stjórnun
 • Kennslu
 • Rannsóknum
 • Þróun og innleiðingu heilbrigðisáætlana, staðbundið, landsbundið og á alþjóðlegum grunni.

Sjúkraþjálfarar eru ýmist sjálfstætt starfandi eða hluti af teymi fleiri heilbrigðisstétta og eru bundnir siðareglum heimssambands sjúkraþjálfara (WCPT). Leita má til sjúkraþjálfara án tilvísunar frá lækni. Sjá nánar hér >> 

Siðareglur Félags sjúkraþjálfara sjá hér >>

Stór þáttur í starfi sjúkraþjálfara er að meta þörf fyrir hjálpartæki og hvort/ hvernig sjúklingur geti nýtt sér þau.

Sjúkraþjálfarar sjá um að sækja um hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) ef sjúklingur á rétt á þeim skv. reglugerð. 

Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir svar um úrskurð til sjúklings og sjúkraþjálfara.

Í flestum tilfellum þarf sjúklingur að sjá um að sækja tækin sjálfur.

Ef viðkomandi á ekki rétt á hjálpartækjum frá SÍ skv. reglugerð geta sjúkraþjálfarar veitt upplýsingar um hvar hægt sé að kaupa/leigja hjálpartæki.

 

Til að meta færni sjúklings í eigin umhverfi er gerð heimilisathugun.

Metnar eru félags- og efnislegar aðstæður, aðstæður innandyra og hvernig sjúklingi gengur að fara um.

Heimilisathugun gerir iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari í samvinnu við sjúkling og aðstandendur hans.

Veitt er ýmis fræðsla og ráðgjöf t.d. vegna líkamsbeitingar, hjálpartækja og húsnæðisbreytinga.

 

Sundlaug

Á Grensási er sérhönnuð þjálfunarlaug með góðu aðgengi fyrir fatlaða. Sundlaugin er 17 metra löng og 10 metra breið. Dýpt er 1-2 metrar. Hitastig vatnsins er um 33°C. Tveir heitir pottar með vatnsnuddi eru við laugina. Laugin er notuð bæði fyrir einstaklings- og hópmeðferðir.

Starfræktir eru vatnsleikfimihópar, jafnt fyrir inniliggjandi sjúklinga og göngudeildarsjúklinga.
Einstaklingsmeðferð er eingöngu í boði fyrir sjúklinga deildarinnar.

Laugin er einnig leigð út til félagasamtaka og einstaklinga.
Vatnsleikfimi fyrir einstaklinga sem ekki hentar að þjálfa í almenningslaug. Boðið er upp á 7 hópa í viku og er hver hópur tvisvar í viku 30 mínútur í senn. Tímarnir eru kl. 8:15, 9:00, 11:30,13:00 og 13:30

Vatnsleikfimi fyrir einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein. Þjálfunin er fyrir þá sem eru í lyfjameðferð eða hafa lokið henni. Mikilvægt er að þjálfunin sé í samráði við lækni. Mánudaga og miðvikudaga kl. 14:45-15:15.

Sjúkraþjálfun Landspítala tekur árlega á móti u.þ.b 40 nemum frá námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands í klíníska kennslu.

Klíníska kennslan stendur yfir  í 6-8 vikur í senn og kynnast nemarnir sjúkraþjálfun á flestum deildum spítalans. Einnig hafa komið nemar frá öðrum norrænum löndum til námsdvalar.

Margir sjúkraþjálfara spítalans sinna stundakennslu í námsbraut i sjúkraþjálfun og við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, stundarkennslu í Háskólanum í Reykjavík og mennta- og fjölbrautaskólum.  Auk þess að vera leiðbeinendur í Bs og Ms verkefnum sjúkraþjálfaranema og prófdómarar í verklegum prófum innan sjúkraþjálfunar.

Markmið með sjúkraþjálfun á gæsluvakt er að minnka líkur á að ástand sjúklings versni og að auðvelda / flýta fyrir útskrift.

Sjúkraþjálfarar sinna útköllum vegna inniliggjandi sjúklinga á Landspítala Fossvogi og Landspítala Hringbraut .

Gæsluvaktin stendur yfir virka daga kl. 16:00-00:00 en um helgar og á öðrum helgidögum kl. 08.00-00.00.

Tveir sjúkraþjálfarar eru á gæsluvakt utan reglulegs vinnutíma, annar sinnir Fossvogi og hinn Hringbraut.

Vakthafandi sjúkraþjálfari sinnir þeim sjúklingum sem eru settir á vakt af sjúkraþjálfurum og sinnir útköllum meðan á gæsluvaktinni stendur.

Rannsóknir eru mikilvægar til að stuðla að þróun fagsins, auka þekkingu og bæta þjónustu.

Þær eru oftast gerðar í samvinnu við Háskóla Íslands sem og aðrar stofnanir og fagstéttir.

 • Fræða um líkamlega áhættuþætti í starfi
 • Þjálfa og kenna starfsmönnum líkamsbeitingu og vinnutækni. Boðið er upp á námskeið um líkamlegt álag og forvarnir. Námskeiðin eru opin öllum starfsmönnum.
 • Meta vinnuaðstöðu starfsmanna m.t.t. líkamlegs álags, veita ráðgjöf og koma með tillögur um úrbætur
 • Koma að mati á starfshæfni starfsmanna eftir langvarandi veikindi
 • Koma að skipulagi og framkvæmd vinnuverndar og heilsueflingu starfsmanna

Skipan fagráðs

Í fagráði sitja sjúkraþjálfarar frá stóru starfsstöðvum sjúkraþjálfunar Landspítala þ.e. Fossvogi, Grensási, Hringbraut og Landakoti. Æskilegt er að í ráðið veljist sjúkraþjálfarar með formlega framhaldsmenntun og / eða víðtæka reynslu og þekkingu á vísindastarfi. Fulltrúar í ráðið eru skipaðir í byrjun september ár hvert, til tveggja ára í senn, tveir annað árið og tveir hitt árið. Fulltrúar í fagráði geta setið fleiri en eitt starfstímabil.
Yfirsjúkraþjálfari á hverri starfsstöð tilnefnir fulltrúa í ráðið sem staðfest er á yfirsjúkraþjálfarafundi.. Í ráðinu situr fulltrúi yfirsjúkraþjálfara valinn á fundi þeirra og er hann formaður ráðsins.

Hlutverk

Hlutverk fagráðs er að efla fagþróun og gæði sjúkraþjálfunar á Landspítala.

 

Markmið

 • Að stuðla að fagþróun og auknum gæðum þjónustu sjúkraþjálfunar
 • Að stuðla að starfsþróun sjúkraþjálfara og hvetja til þess að sjúkraþjálfun á Landspítala sé byggð á gagnreyndri þekkingu.
 • Að taka þátt í að móta stefnu og starfsáætlun sjúkraþjálfunar Landspítala í samvinnu við yfirsjúkraþjálfara.
 • Að vera ráðgefandi um fagleg málefni sjúkraþjálfara á Landspítala
 • Að veita umsagnir um fagleg málefni sem varða starfsemi spítalans

Leiðir að markmiðum

 • Að hvetja til umræðna um fagleg málefni sjúkraþjálfunar.
 • Að stuðla að notkun staðlaðra mælitækja í sjúkraþjálfun og skipulagðri skráningu í sjúkraskrá.
 • Að hafa frumkvæði að og skipuleggja fræðslu og námskeið í samvinnu við yfirsjúkraþjálfara.
 • Að halda árlegt málþing sjúkraþjálfunar
 • Að hvetja til gæðaverkefna.
 • Að hafa samvinnu við rannsóknarsjúkraþjálfara.
 • Að hafa tengsl við Námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ um hugmyndir að MS verkefnum.
 • Að gera starfsáætlun árlega

Starfseiningar

Símanúmer sjúkraþjálfunar: 543 9134

Yfirsjúkraþjálfari í Fossvogi
Sara Hafsteinsdóttir
netfang: sarahaf@landspitali.is

Almennar upplýsingar

Í Fossvogi starfa sjúkraþjálfarar, sérhæfðir aðstoðarmenn og ritarar.
Sjúkraþjálfunin er staðsett á 1. hæð í B álmu hússins og ber deildarheitið: Sjúkraþjálfun B1.

Almennur þjónustutími er frá kl. 8:00 til 16:00 á virkum dögum.
Sjúkraþjálfari er á bakvakt frá kl. 16:00 til 00:00 alla virka daga vikunnar og 08:00 til 00:00 helgar og hátíðisdaga

Starfsemi

Sólarhringsdeildir/ dagdeildir: Sérhæfð meðferð eftir beinbrot, fjöláverka, aflimanir, höfuðáverka, mænuskaða , brjósklos, bruna, heilablóðföll og við tauga-, lungna- gigtar-, smit- og öldrunarsjúkdómum.

Göngudeild: Þangað koma aðallega einstaklingar af slysa- og endurkomudeild, bæklunarlækningadeild og fleiri deildum spítalans. Einnig einstaklingar sem þurfa sérhæfða meðferð og fræðslu eftir meiðsli eða aðgerðir á höndum.

Auk einstaklingsþjálfunar er boðið upp á fræðslu eftir úlnliðsbrot, lungnahóp, sjálfsæfingahóp og bakskóla .

 

Heimilisfang
Landspítali Grensási
við Álmgerði, 108 Reykjavík

Opið alla virka daga kl. 8:00-16:00

Sjúkraþjálfun: 543 9605

Ritari/sundlaug: 543 9319 / 543 9606

Yfirsjúkraþjálfari á Grensási :
Ída Braga Ómarsdóttir
netfang: idabraga@landspitali.is
sími: 543 9104

Almennar upplýsingar

Sjúkraþjálfarar Grensási sinna sólarhringsdeild, dagdeild og göngudeild.
Stefna sjúkraþjálfunar Landspítala er að veita fyrsta flokks gagnreynda þjónustu, veita nemum í sjúkraþjálfun framúrskarandi menntun og efla þróun fagsins.

Staðsetning og þjónusta

Á Grensás starfa sjúkraþjálfarar, sérhæfðir aðstoðarmenn, sjúkraliðar og ritari.
Sjúkraþjálfunin er staðsett á 1. hæð.
Almennur þjónustutími er frá kl. 8:00 til 16:00 á virkum dögum.

Starfsemin

Sólarhringsdeild/dagdeild
Í endurhæfingu á Grensás koma einstaklingar eftir slys eða alvarleg veikindi.

Meðferð sjúkraþjálfara er einstaklingsmiðuð og byggir á niðurstöðu skoðunar og greiningar. Hún felst meðal annars í einstaklingsþjálfun, hópæfingum, fræðslu og ráðgjöf bæði til sjúklings og aðstandenda, heimilisathugun og vali á hjálpartækjum.

Meðferðin miðar að því að byggja upp almennt ástand sjúklings ásamt því að hvetja hann til að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Við útskrift aðstoðar sjúkraþjálfari við að skipuleggja áframhaldandi sjúkraþjálfun eða heilsurækt eftir þörfum hvers og eins.

 • Göngudeild
  Einstaklingar sem þurfa sérhæfða meðferð eða ráðgjöf
 • Rafspelku prófun og útlán

Hópþjálfun

 • Heilsurækt fyrir fólk með mænuskaða, æft undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Mánudaga og miðvikudaga kl. 15:00-16:00.
 • Heilsurækt ætluð fólki sem hefur fengið heilablóðfal, æft undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15:30-17:00.
 • Heilsurækt fyrir fólk með gervifót, æft undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00-9:30.

Heimilisfang
Landspítali Hringbraut
101 Reykjavík

Sími: 543 9300 

Yfirsjúkraþjálfari við Hringbraut:
Ingibjörg Magnúsdóttir
netfang: ingimagn@landspitali.is

Almennar upplýsingar

Við Hringbraut starfa sjúkraþjálfarar, sérhæfðir aðstoðarmenn og ritari. Sjúkraþjálfunin er staðsett á 4.hæð í D álmu hússins og ber deildarheitið: Endurhæfingardeild 14D.

Almennur þjónustutími er frá kl. 8:00 til 16:00 á virkum dögum.
Sjúkraþjálfari er á bakvakt frá kl. 16:00 til 00:00 alla virka daga vikunnar og 08:00 til 00:00 helgar og hátíðisdaga

Starfsemin

Sólarhringsdeildir/ dagdeildir: Sjúkraþjálfarar veita sérhæfða meðferð á öllum legudeildum á Landspítala Hringbraut.

Göngudeild: Hjartaendurhæfing, grindarbotnsgöngudeild og göngudeild fyrir konur eftir aðgerðir á brjósti. Göngudeild barna.
Boðið er upp á heilsurækt fyrir krabbameinsgreinda og einstaklinga sem eru að bíða eftir að fara / eru nýkomnir úr ígræðsluaðgerðum.

Fræðsla fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur: Haldnir eru fræðslufundir á vegum deildarinnar einu sinni í viku. Fyrirlesarar eru ýmist innan eða utan deildar.

Heimilisfang: Landakot við Túngötu, 101 Reykjavík  

Sími: 543 9843

Almennur þjónustutími er á virkum dögum frá kl. 8:00 til 16:00

Yfirsjúkraþjálfari á Landakoti
Jóhanna Soffía Mar Óskarsdóttir
netfang: joosk@landspitali.is

Almennar upplýsingar

Deildin sinnir sjúkraþjálfun á öllum legudeildum og dagdeild Landakots.
Einnig starfa sjúkraþjálfarar í þverfaglegum teymum á byltu og beinverndarmóttöku og greiningarmóttöku fyrir aldraða með fjölþætt vandamál.

Þjónusta

Á sjúkraþjálfunardeild Landakots starfa sjúkraþjálfarar, sérhæfðir aðstoðarmenn og ritari.
Aðstaða sjúkraþjálfunar er á 3. hæð í vesturálmu hússins og ber deildarheitið K3.

Starfsemin

Á Landakoti fer fram mat, meðferð og endurhæfing aldraðra. Mikið er lagt upp úr þverfaglegu samstarfi. Flestir sem leggjast inn á Landakot koma frá bráðadeildum Landspítalans.

Göngudeild sjúkraþjálfunar K3

Á göngudeild sjúkraþjálfunar á Landakoti er starfrækt sérhæfð móttaka fyrir einstaklinga á öllum aldri sem glíma við jafnvægistruflanir og svima.

Sjúkraþjálfarar deildarinnar meta jafnvægi og veita ráðgjöf varðandi úrræði. Þeir nota ýmiss klínísk próf og mæla jafnvægisstjórnun í SMART Balance Master tæki.

Unnt er að panta tíma í jafnvægisgreiningu og ráðgjöf í s. 543 9843

Heilsurækt starfsfólks er opin yfir vetrartímann og stýra sjúkraþjálfarar starfseminni.

Staðsetning: Kleppur

Yfirsjúkraþjálfari í Fossvogi:
Ragnheiður S. Einarsdóttir, og yfirsjúkraþjálfari Landspítala
netfang: ragnheie@landspitala.is

Þjónusta sjúkraþjálfara á Kleppi felst í mati, ráðgjöf, endurhæfingu og eftirfylgni.

Staðsetning: Líknardeild, Kópavogi

Yfirsjúkraþjálfari Landspítala:
Ragnheiður S. Einarsdóttir
netfang: ragnheie@landspitali.is

Almennar upplýsingar

Á líknardeild er starfsemin  byggð á hugmyndafræði líknarmeðferðar. Þar er veitt sérhæfð einkennameðferð, ráðgjöf og stuðningur til sjúklinga með langt gengna sjúkdóma og aðstandenda þeirra.

Staðsetning: Vífilsstaðir 

Yfirsjúkraþjálfari á Landkoti
Jóhanna Soffía Mar Óskarsdóttir
netfang: joosk@landspitali.is

Almennar upplýsingar

Á Vífilsstöðum fer fram þjálfun og meðferð einstaklinga sem hafa gilt færni- og heilsufarsmat og eru í bið eftir hjúkrunarheimili.

Sjúklingafræðsla

Göngudeildarþjónusta sjúkraþjálfunar Landspítala

Upplýsingar og tímapantanir

Sjúkraþjálfun eftir greiningu krabbameins 

Sjúkraþjálfun Fossvogi, B1

Sími: 543 9134

 • Einstaklingsmeðfeð
 • Meðferð við sogæðabjúg
 • Þjálfun í tækjasal undir leiðsögn sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfun Hringbraut, 14 D

Sími: 543 9300 

 • Sérhæfð ráðgjöf og einstaklingsmeðferð fyrir konur sem farið hafa í aðgerð á brjósti og holhönd
 • Þjálfun í tækjasal undir leiðsögn sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfun og sundlaug, Grensási

Sími: 543 9319 

 • Vatnsleikfimi
 • Þjálfun í tækjasal undir leiðsögn sjúkraþjálfara

Þjónusta sjúkraþjálfara Landspítala

Boðið er upp á sérhæfða sjúkraþjálfun fyrir einstaklinga sem greinst hafa með illkynja sjúkdóma.

Sjúkraþjálfun býðst þeim sem eru í krabbameinsmeðferð, hafa lokið meðferð eða eru með langvarandi sjúkdóm.

Sjúkraþjálfun er veitt í samráði við lækna.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi okkar nánar eru hvattir til að hringja og fá frekari upplýsingar

Gildi hreyfingar í krabbameinsmeðferð

 • Eykur vellíðan
 • Dregur úr þrekmissi
 • Dregur úr fylgikvillum krabbameinsmeðferðar
 • Bætir svefn
 • Flýtir fyrir bata

Rannsóknir sýna að með reglulegri hreyfingu og þjálfun er hægt að viðhalda daglegri virkni einstaklingsins.

Áherslur í Sjúkraþjálfun

 • Viðhalda og byggja upp líkamlegan þrótt
 • Viðhalda og auka færni til að takast á við daglegt líf
 •  Draga úr álagseinkennum
 •  Fræðsla og ráðgjöf

Sjúkraþjálfun og heilsurækt á Kleppi 

Hreyfing skiptir miklu máli

Reglubundin hreyfing getur haft jákvæð áhrif á allt þitt líf.

Mundu að það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig

Sjúkraþjálfun er á jarðhæð í aðalbyggingunni á Kleppi.

Sjúkraþjálfarar eru við á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8–16:30. Sími: 543-4388 og 543-4207.

Lögð er áhersla á virka endurhæfingu þar sem einstaklingarnir þjálfa upp þol og styrk og bæta líkamsstöðu sína.

Byrjaðu á að

 1. ganga á hverjum degi
 2.  ganga í stað þess að nota bílinn
 3.  ganga stiga í stað þess að nota lyftu
 4. hætta að reykja

Hreyfing gerir þér gott 

 1. eykur þol
 2. léttir lund og eykur vellíðan
 3. eykur efnaskipti og orku 
 4. bætir svefn
 5. eykur sjálfstraust

Þú getur bætt árangur þinn með því að hreyfa þig lengur í hvert skipti eða með því að hreyfa þig oftar.

Þú getur til dæmis:

 • synt
 • gengið
 • hjólað
 • dansað
 • farið í yoga-tíma
 • farið í leikfimi

Spurðu lækninn þinn hvort þú ættir að fara til sjúkraþjálfara. 

Skrifaðu niður markmið þín í samfráði við sjúkraþjálfarann.

Hreyfðu þig að minnsta kosti hálftíma á dag.

Ekki gefast upp.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?