Leit
Loka
Æfing í rúmi

Hreyfing á sjúkrahúsi er mikilvæg til að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar langvarandi rúmlegu. Mikilvægt er að brjóta upp rúmleguna með hreyfingu og uppréttri stöðu áður en einkenni fara að gera vart við sig líkt og þreyta, kraftleysi, stoðkerfisverkir og depurð. Raunin er sú að inniliggjandi sjúklingar út um allan heim liggja of mikið fyrir og eru því lengur að jafna sig eftir veikindi en ella.

Ávinningur hreyfingar er margvíslegur, hreyfing bætir lífsgæði, dregur úr þreytu og verkjum frá stoðkerfi, kemur meltingunni af stað og styrkir ónæmiskerfið svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að reyna að viðhalda þeim styrk sem er til staðar í upphafi meðferðar á sjúkrahúsinu og er þar reglubundin hreyfing lykilatriði.

Til að byrja með getur verið nóg að gera æfingar í rúmi eða sitjandi á rúmstokk. Betra er þá að þjálfa í stuttan tíma og oftar á dag með smá hvíld á milli. Svo má auka bæði álag og þjálfunartíma svo að ekki verði stöðnun í þjálfuninni. Þá er gott að bæta inn æfingum í stól eða jafnvel í standandi stöðu. Þannig næst góður árangur bæði líkamlega og andlega.

Hér að neðan má sjá myndbönd af Hreyfirásinni, fræðslu- og æfingarás sjúkraþjálfunar á Landspítala. Þar er farið yfir fjölbreyttar æfingar sem gott er að gera reglulega til að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar langvarandi rúmlegu.


Um myndböndin

Útgefandi: Hreyfirásinni, fræðslu- og æfingarás sjúkraþjálfunar á Landspítala.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?