Leit
Loka

Innkaupadeild

Innkaup og vörustýring spítalans er með þeim hætti að öryggi sjúklinga sé ávallt tryggt á hagkvæmasta mögulega máta.

Útboð og verðfyrispurnirSenda inn upplýsingar

Banner mynd fyrir  Innkaupadeild

Hér erum við

Skaftahlid_sudur.png (1330987 bytes)

Innkaupadeild: Skaftahlíð 24, 1h.  Suðurhús. Sími: 543 1000

Hagnýtar upplýsingar

 

Sýna allt
  • Að farið sé eftir lögum um opinber innkaup og unnið sé í samræmi við innkaupastefnu ríkisins
  • Að innkaupin séu í samræmi við stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur
  • Að starfsmenn fylgi innkaupastefnu og innkaupareglum Landspítala 
  • Stjórnun vöruflæðis frá pöntun til vörunotkunar

Deildarstjóri: Kristján Þór Valdimarsson,  kvald@landspitali.is s. 543 1516

Deildin skiptist í þrjú verkefnasöfn:

Innkaup - Vörur - Tæki - Þjónusta / Innkaup - Lyf / Stoðþjónusta 

Dagleg starfsemi hvers verkefnasafns er undir umsjón verkefnastjóra.

Innkaup - Vörur - Tæki - Þjónusta

Innkaup - Lyf

Stoðþjónusta

 

Hægt er að skrá sig á póstlista innkaupadeildar fyrir verðfyrirspurnir um hjúkrunarvörur, rekstrarvörur og lækningartæki með því að senda póst á verdfyrirspurnir@landspitali.is. Þetta á ekki við um verðfyrirspurnir fyrir lyf.


Efnislínu (subject) skal merkja sem „Póstlisti“.

Ef óskað er eftir því að skrá sig af póstlista skal einnig senda póst á verdfyrirspurnir@landspitali.is með „Póstlisti“ í efnislínu.


Ekki eru sendar út tilkynningar fyrir hverja nýja verðfyrirspurn eða breytingar. Því er það á ábyrgð birgja að fylgjast með vefsvæðinu.

Fréttir

Útboðsupplýsingar

Í auglýsingu

25.4.2022
Verðfyrirspurn 1/2022 - Munnhreinsipinnar
Samið var við Rekstrarvörur ehf.

 

11.4.2022
Verðfyrirspurn 2/2022 - Lyfjastaup
Samið var við Rekstrarvörur ehf. um lyfjastaup úr plasti og samið var við Papco ehf. um lyfjastaup úr pappa. 

 

15.2.2022
Verðfyrirspurn 23/2021 - Flutningsvagnar fyrir Dauðhreinsideild

Tilkynnist hér með að ákveðið hefur verið að samþykkja tilboð Kemía sf., í flutningsvagna af gerðinni Alvi teg. RH3162ON515 að fjárhæð 398.940,- án vsk. Landspítali þakkar fyrir þátttökuna

 

12.1.2022
Verðfyrirspurn26/2021 - Jaðarbúnaður fyrir aðgangs- og öryggiskerfi Landspitala
Samið var við Securitas hf.

 

19.11. 2021
Verðfyrirspurn – Price Inquiry 17/2021 fyrir Landspítala
Samið var við Líftækni ehf

 

Síðast uppfært  26.4.2022

Athuga skal að hér er um að ræða áætlun og því er yfirlitið ekki tæmandi og getur tekið breytingum.

Áætluð útboð 2022

Heiti útboðs Áætlaður auglýsingartími
 Sáraumbúðir og grisjur 2. ársfj. 2022
 Rekstrarvörur fyrir Háafkastaraðgreini 2. ársfj. 2022
 Loftdýnur og sjúkrahúsdýnur 2. ársfj. 2022
 Starfsmannafatnaður fyrir heilbrigðisstofnanir 2. ársfj. 2022 
 Sement fyrir bæklunaraðgerðir 4. ársfj. 2022
 Skrúfur og plötur - ígræði 4. ársfj. 2022
 Mænuraförvunartæki  3. ársfj. 2022
 Þvagleggir og þvagvörur 2. ársfj. 2022    
Sprautur, nálar, kranar, æðaleggir, blóðgassprautur og fylgihlutir 4. ársfj. 2022

 

Áætlaðar verðfyrirspurnir 2022

Heiti verðfyrirspurna Áætlaður auglýsingartími
Enfit sondusprautur og tappar 3. ársfj. 2022    
Þrýstingssáravarnarbúnaður 2. ársfj. 2022 
Epidural- og spinalsett 2. ársfj. 2022

  

Áætluð lyfjaútboð og verðfyrirspurnir 4 ársfj. 2021; 2022

Heiti útboðs ATC flokkar/lyf/ábendingar Áætlaður auglýsingartími
Verðfyrirspurn Ýmis óskráð lyf 1-4. ársfj. 2022
Útboð  Ýmis lyf 58; Sýklalyf (var áður Ýl 47).

 4. ársfj. 2021-    1. ársfj 2022
 Útboð Ýmis lyf 59; m.a. sníkjudýralyf, veirulyf, gömul krabbameinslyf og HIV lyf (var áður Ýl 48).  1. ársfj 2022
 Útboð Ýmis lyf 60; m.a. TNF-alfa lyf ( var áður Ýl 50)  1. ársfj.2022
 Útboð Ýmis lyf 61; m.a. vökvar (var áður Ýl 40)  1. ársfj 2022

 

 

Innkaupadeild LSH er með ákveðnar vörur í skoðun og býður því birgjum og áhugasömum bjóðendum að senda inn upplýsingar um þær vörur sem eru meðal annars í skoðun á netfangið verdfyrirspurnir@landspitali.is.

Almennt

Verðfyrirspurnir á vegum Landspítala eru listuð upp sérstaklega og á svæðinu má nálgast þau gögn er verðfyrirspurnina varða ásamt mikilvægum dagsetningum. Niðurstöður verðfyrirspurna ásamt fyrirspurnum og svörum munu einnig vera á svæðinu.

Útboð Landspítala eru birt á vefsvæði Ríkiskaupa og hægt er að nálgast þau þar.

Innkaupadeild Landspítala fylgir umhverfisstefnu spítalans og í innkaupum á vörum og þjónustu er:

  • Keyptar vörur og þjónusta sem hafa sem minnst umhverfisáhrif og lægstan líftímakostnað
  • Minnkuð sóun á magnvörum, m.a. einnota vörum
  • Umhverfisáhrifum haldið í lágmarki vegna notkunar á varasömum efnum, lyfjum og lyfjagösum
  • Dregið úr myndun úrgangs og endurvinnsla og endurnýting aukin

Það er því mikilvægt að í samvinnu við birgja sé unnið skipulega að því að draga úr umbúðum. Auknar kröfur verða gerðar í útboðum og verðfyrirspurnum, til vara og umbúða, s.s. að ekki séu óþarfa hættuleg efni í vörum, vörur séu án PVC og að auðvelt sé að endurvinna umbúðir og vörur að notkun lokinni.

Vörukaup: 15.500.000 kr. án vsk

Þjónusta: 15.500.000 kr. án vsk

Verkframkvæmdir: 49.000.000 kr. án vsk

Rammasamningar um hjúkrunar- og lækningavörur

Sýna allt

Samningar um sauma og hefti tóku gildi 12.október 2021 og gilda til 11. október 2022 með möguleika að framlengja þeim x3 um eitt ár. Samið var við Fastus, Medor og B.Braun. Samningana í heild má sjá á læstu svæði fyrir þær heilbrigðisstofnanir sem voru aðilar að útboði. Nánari upplýsingar um samningana veitir Innkaupadeild Landspítala.

Samningar um vörur fyrir hjarta- og æðaþræðingu tóku gildi 18. janúar 2019 og gilda til 17. janúar 2020. Samið var við  Bard Nordic, EPS Vascular, Fastus ehf., Icepharma hf., AZ Medica ehf. og Medor ehf. Samningana í heild má sjá á læstu svæði fyrir þær heilbrigðisstofnanir sem voru aðilar að útboði.

Samningar um einnota lín og aðgerðapakkar tóku gildi 14. júni 2019 og gilda til 13. júní 2020. Samið var við Icepharma hf., Medor ehf. og Rekstrarvörur ehf. 

Samningar um gifs og fylgihluti tóku gildi 9. mars 2016 og gilda til 1. nóvember 2019. Samið var við Fastus ehf., Icepharma ehf. og Medor ehf. Samningana í heild má sjá á læstu svæði fyrir þær heilbrigðisstofnanir sem voru aðilar að útboði.


Samningar um rekstrarvörur fyrir Speglun tóku gildi 18. janúar 2019 og gilda til 17. janúar 2020. Samið var við Fastus ehf., Icepharma hf., Cook Medical og Inter ehf. Samningana í heild má sjá á læstu svæði fyrir þær heilbrigðisstofnanir sem voru aðilar að útboði. Nánari upplýsingar um samningana veitir Innkaupadeild Landspítala.

Samningur um sondunæringu, fylgihluti og næringardrykki tók gildi 1. október 2015 og gildir til 30. september 2019. Samið var við Icepharma ehf. Samninginn í heild má sjá á læstu svæði fyrir þær heilbrigðisstofnanir sem voru aðilar að útboði.

Nánari upplýsingar um samninginn veitir Innkaupadeild Landspítala.Samningar um sprautur, nálar, þriggja rása krana, framlengingarslöngur og æðaleggi tóku gildi 15. október 2015 og gilda til 14. október 2019.  Samið var við AIH ehf. og Fastus ehf.  Samningana í heild má sjá á læstu svæði fyrir þær heilbrigðisstofnanir sem voru aðilar að útboði.

Nánari upplýsingar um samningana veitir Innkaupadeild Landspítala.

Samningar um súrefnisvörur og fylgihluti, tóku gildi 19. september 2016 og gilda til 31. ágúst 2020. Samið var við Altis ehf., Donnu ehf., Fastus ehf., Icepharma hf., Rekstrarvörur ehf. og Stratus ehf. Samningana í heild má sjá á læstu svæði fyrir þær heilbrigðisstofnanir sem voru aðilar að útboði.

Nánari upplýsingar um samningana veitir Innkaupadeild Landspítala.

 

 

 

 

Samningar um vökva- og blóðgjafarsett tóku gildi 10. apríl 2015 og gildir til 1. janúar 2020. Samið var við Medor ehf.

Nánari upplýsingar um samninginn veitir Innkaupadeild Landspítala.

 

Samningar um þvagleggi og þvagvörur, tóku gildi 15. nóvember 2018 og gilda til 15. nóvember 2019.  Samið var við Actavis ehf., Fastus ehf., Icepharma hf. og Medor ehf. Samningana í heild má sjá á læstu svæði fyrir þær heilbrigðisstofnanir sem voru aðilar að útboði.

Nánari upplýsingar um samningana veitir Innkaupadeild Landspítala.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?