Leit
Loka

Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfar sinna þar öllum deildum eftir þörfum og þjónusta einstaklinga sem eiga erfitt með að takast á við athafnir daglegs lífs eftir slys eða veikindi. Sérþekking iðjuþjálfa felst í því að greina styrkleika einstaklinga og hvað reynist þeim erfitt við dagleg verk. Þeir finna leiðir til að yfirstíga þessa erfiðleik og þjálfa aftur upp færni til að takast á við daglegt líf eftir slys eða veikindi.

Banner mynd fyrir Iðjuþjálfun

Hagnýtar upplýsingar

Yfiriðjuþjálfi er Sigrún Garðarsdóttir
Netfang: sigrgard@landspitali.is
Sími: 543 9108 og 825 5072

 

Iðjuþjálfun BUGL

Sýna allt
Starfsemi í iðjuþjálfun er frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.
Símanúmer skrifstofu: 543 4354, 543 4326, 543 4329
 
Yfiriðjuþjálfi á geðsviði: Auður Hafsteinsdóttir, s. 543 4004 og 825 3582 

BUGL er að Dalbraut 12, Reykjavík

Á barna- og unglingageðdeild, BUGL, er tekið á móti börnum og unglingum upp að 18 ára aldri sem eiga við geðheilsuvanda að stríða.Þar er veitt sérhæfð þjónusta sem miðar að þörfum barna og fjölskylda þeirra.

Mikil samvinna er við þá sem sinna frumgreiningu, svo sem heilsugæslu og félagsþjónustu auk annarra fagaðila sem sinna barni og fjölskyldu í nærumhverfi.

Á BUGL vinna iðjuþjálfar í þverfaglegum teymum og sinna margvíslegum verkefnum á staðnum.

Iðjuþjálfarnir starfa í tengslum við allar deildir, þ.e. göngudeild (almennt teymi, átröskunarteymi og vettvangsteymi) og legudeild.

Iðjuþjálfar á BUGL styðjast við hugmyndafræðina um líkan mannsins eða MOHO ásamt kenningum um skynúrvinnslu.

Hugmyndafræðin hentar með í íhlutun með börnum sem glíma við sálfélagslegan vanda.

Með líkaninu má t.d. skoða þátttöku barna í leik og starfi og meta færni þeirra.

Þá er einnig stuðst við kenningar um skynúrvinnslu en þær fjalla um m.a. um túlkun og úrvinnslu einstaklinga á hinum ýmsu áreitum og hvernig slíkt getur haft áhrif á þroska og lærdómsgetu þeirra.

Þannig veita kenningarnar góða innsýn í hvernig hægt sé að komast til móts við þarfir barna með skynúrvinnsluvanda en stór hluti skjólstæðinga á BUGL glíma við slíkan vanda.

Þegar börn eiga erfitt með að sinna sínum daglegu verkefnum á fullnægjandi hátt hafa þau mögulega þörf fyrir iðjuþjálfun.

Algengt er að færni breytist í kjölfar sjúkdóms eða álags. Börn geta átt erfitt með að annast sig og eiga samskipti við foreldra og vini, stunda skólann, sinna áhugamálum sínum eða njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Iðjuþjálfi metur þessa færni við iðju.

Hér er átt við þátttöku barnsins og færni við að inna af hendi dagleg viðfangsefni á:

 • heimili
 • í skóla
 • við leik og tómstundaiðju

Ýmsir umhverfisþættir eru athugaðir og metið hvort þeir ýta undir eða torvelda þátttöku og virkni. Til þess að afla upplýsinga um ofangreinda þætti eru notuð ýmis matstæki.

Kröfur eru aðlagaðar að getu hvers og eins og barninu kennt að nýta styrkleika sína.

Markmiðið er að styrkja sjálfsmynd og stuðla að aukinni vellíðan til að barnið verði betur í stakk búið til að takast á við fjölbreytt verkefni.

Íhlutunin er ávallt skjólstæðingsmiðuð og er veitt bæði sem einstaklings- og hópþjálfun.

Mat og íhlutun iðjuþjálfa á göngudeild:

Eigin umsjá og heimilishald
Meta færni og þátttöku við eigin umsjá (COPM, FBDI, COSA og Færnimat).
 • Auka færni og efla sjálfstæði við eigin umsjá, t.d. við klæðnað, snyrtingu og borðhald.
 • Skipulagning og þátttaka í heimilisstörfum.
 • Ráðgjöf varðandi tímastjórnum (Iðja/starf, stundaskrá, Iðjuhjólið).
 • Ráðgjöf/þjálfun varðandi slökun/grounding og svefn (einstaklings- og hópastarf).

Ráðgjöf varðandi frítíma og samverustundir fjölskyldu
Meta þörf og áhugasvið (Play- profile, Áhugalistinn, áhugasviðskönnun, Tómstundaánægjukvarði, Tómstundaiðjuskrá).

 • Upplýsingaöflun – hvað er í boði, hvert á að leita, tengja við úrræði út í bæ.
 • Kynning á tómstundum og tengdum úrræðum (tómstundahandbók).
 • Skipulagning frítíma og tómstunda (einstaklings- og hópastarf).

Skólafærni
Mat á skólafærni – (MNS). Áhorf og greining á skólaumhverfi (SFA matstæki).

 • Ráðgjöf í skóla – bæði til skjólstæðings og kennara. Aðlögun inn í skóla.
 • Vinna með samskipti og félagsfærni inn í bekk.
 • Skipulagning á heimanámi og námsleiðum.
 • Kynning og val á skólaúrræðum fyrir unglinga (heimsóknir í skóla, hitta námsráðgjafa, upplýsingaöflun).

Félagsfærni og sjálfstyrking
Mat á félagsfærni og sjálfsmati.

 • Félagsfærniþjálfun – í minni hópum og einstaklingsmeðferð.
 • Hópaúrræði – t.d. Ævintýrahópur og Sjálfstyrkingarhópur.

Vinnutengd ráðgjöf
Meta færni til vinnu.

 • Kynning og val á vinnu.
 • Stuðningur við að sækja um og hefja nýtt starf.

Skyn- og hreyfifærni
Mat á skyn- og hreyfifærni (BOT-2, Sensory profile).

 • Þjálfun.
 • Fræðsla og ráðgjöf til foreldra varðandi ofangreinda þætti.

 Mat og íhlutun iðjuþjálfa á legudeild:

Auk þess að vinna að sömu þáttum og iðjuþjálfar á göngudeild sér iðjuþjálfi á legudeild einnig um að virkja börn og unglinga í innlögn til þátttöku í starfi deildarinnar. Hann tekur þátt í að veita ráðgjöf til starfsmanna varðandi mikilvægi og útfærslur á verkefnum fyrir börnin, sniðið eftir þörfum hvers og eins.

Þetta geta verið verkefni eins og að taka til, búa um rúm, aðstoða í eldhúsinu, hugsa um blómin, sjá um garðverk og margt fleira. Aðstoða við gerð hópa m.t.t. að auka virkni, hreyfingu, heilsu, slökun og rútínu.
Iðjuþjálfinn hittir foreldra þeirra barna sem hann sinnir í upphafi innlagnar og fer yfir færniþætti barnsins með þeim. Hann fer með foreldrum yfir samverustundir og tómstundir ásamt þátttöku barnsins í heimilishaldi og veitir rágjöf og stuðning við að efla þessa þætti.

Tilvísanir á BUGL koma frá öllu landinu.

Á göngudeild berst iðjuþjálfa tilvísun frá öðrum fagaðilum innan síns teymi. Við skimun á þörf fyrir iðjuþjálfun styðst iðjuþjálfi við upplýsingar frá foreldrum og öðrum fagaðilum.

Sé vísbending um þörf fyrir frekara mat þá tekur hann fyrsta viðtal við barn og foreldra og ákvarðar í framhaldi þörf fyrir þjónustu sína. 

 • Iðjuþjálfar á innlagnardeildum sinna þeim börnum sem hann og teymi deildar metur að þurfi á íhlutun iðjuþjálfa að halda
 • Iðjuþjálfi metur stöðu barnsins og gerir út frá því meðferðaráætlun í samvinnu við barn og foreldra
 • Sú íhlutun getur falið í sér marga þætti en jafnframt sinnir iðjuþjálfi á deild deildarmeðferð í samvinnu við annað starfsfólk deildarinnar

Iðjuþjálfun Landakoti

Sýna allt
Staðsetning: Landakot, Túngötu 26, 101 Reykjavík 

Símanúmer deildar: 543 9834/543 9838 

Yfiriðjuþjálfi: Aðalheiður Pálsdóttir
Netfang: adalheip@landspitali.is
Símanúmer: 543 9841

Á Landakot koma aldraðir í flestum tilvikum úr heimahúsum eða frá öðrum deildum Landspítala. Þar fer fram greining og mat á heilsufari auk endurhæfingar.

Iðjuþjálfar eru hluti af þverfaglegu teymi á öllum deildum Landakots.

Iðjuþjálfunin er staðsett á þriðju hæð í K-álmu og samanstendur aðstaðan meðal annars af:

 • vinnustofu
 • þjálfunarsal
 • tölvuherbergi
 • betri stofu 
 • þjálfunareldhúsi

Þjónustuferlið sem unnið er eftir kallast OTIPM (Occupational Therapy Intervention Process Model).

Hugmyndafræðin kemur úr ýmsum áttum og tekur mið af ólíkum skjólstæðingshópum og aðstæðum hverju sinni.

Sem dæmi má nefna A-ONE, kanadíska færnilíkanið (CMOP-E), líkanið um iðju mannsins (MOHO), lífaflfræðilíkanið, endurhæfingarlíkanið, valdeflingu (empowerment) og öldrunarkenningar.

Mats- og markmiðslota

Iðjuþjálfar á Landakoti hafa sérþekkingu á daglegri iðju aldraðra.

Með daglegri iðju er átt við athafnir eins og klæðnað, snyrtingu, borðhald, akstur og tómstundir.

Iðjuþjálfar veita skjólstæðingsmiðaða þjónustu og leggja áherslu á styrkleika skjólstæðinga sinna.

Þjónustunni má skipta í þrjá meginþætti;

 • Mat á þjónustuþörf
 • Íhlutun 
 • Endurmat

Mat á þjónustuþörf

Stór þáttur í starfi iðjuþjálfa á Landakoti felst í að meta færni við daglega iðju. Til þess nota iðjuþjálfar ýmis matstæki, greina verk og framkvæmd, beita áhorfi og taka viðtöl.

Líkamlegir og vitrænir þættir sem geta haft áhrif á færni skjólstæðinga eru einnig metnir.

Farið er yfir viðfangsefni sem skjólstæðingurinn fæst við í sínu daglega lífi, bæði þau sem ganga vel og þau sem hann á erfitt með að sinna.

Íhlutunaráætlun er gerð í samráði við skjólstæðing í framhaldinu. 

 
Iðjuþjálfar meta auk þess þörf fyrir hjálpartæki og fara í heimilisathuganir eftir þörfum.
Mikilvægt getur verið að fara heim til skjólstæðinga til að meta færni þeirra í eigin umhverfi. Mat á færni við akstur er framkvæmt í samstarfi við ökukennara þegar það á við.
 
Sjúkdómar og slys geta haft áhrif á líkamlega og vitræna færniþætti sem nauðsynlegir eru við akstur. Ákveðnum verklagsreglum er fylgt til þess að meta hvort og þá hvenær farið er í ökumat.
 
Helstu matstæki og gátlistar sem iðjuþjálfar á Landakoti nota eru A-ONE, Modified Barthel Index, MMSE, Mat á færni við akstur og gátlisti við heimilisathuganir.

Helstu matstæki, gátlistar og próf sem notuð eru af iðjuþjálfum á Landakoti:

 • Assessment of Motor and Process Skills (AMPS)
 • Áhugalistinn
 • Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation (A-ONE)
 • Canadian Occupational Performance Measure (COPM)
 • Dynamometer
 • Gaumstolspróf
 • Iðjuhjólið
 • Klukkupróf
 • Mat á færni við akstur
 • Modified Barthel Index
 • Purdue Pegboard
 • The Mini Mental State Examination (MMSE)

Íhlutun

Íhlutun sem iðjuþjálfar á Landakoti veita er skjólstæðingsmiðuð og er endurhæfingin því afar fjölbreytt.

Samkvæmt þjónustuferli OTIPM fellur íhlutunin í flestum tilvikum undir leikninálgun og jöfnunarnálgun. Einnig kemur fyrir að aðferðir sem falla undir styrkingarnálgun og fræðslunálgun séu notaðar (sjá mynd).

Íhlutunin getur m.a. falist í að kenna nýjar leiðir við að framkvæma daglegar athafnir, færniþjálfun og aðlögun á heimili, auk þess sem iðjuþjálfar veita fræðslu og ráðgjöf til skjólstæðinga og aðstandenda þeirra. Í heimilisathugunum er t.d. veitt ráðgjöf varðandi leiðir til þess að auka öryggi og draga úr byltuhættu. 

Endurhæfingin fer bæði fram sem einstaklingsþjálfun og í hópum. Áhersla er lögð á að bæta andlega líðan og félagslega hæfni með ýmis konar hópastarfi. Iðjuþjálfar taka einnig þátt í umræðuhópum fyrir aðstandendur á minnismóttöku.

Útvegun, prófun og kennsla í notkun hjálpartækja er stór þáttur í starfi iðjuþjálfa á Landakoti.

Þá sjá iðjuþjálfar um spelkugerð þegar þess er þörf. Iðjuþjálfar sækja um hjálpartæki fyrir skjólstæðinga til Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). SÍ sendir svar um niðurstöðu til skjólstæðinga og iðjuþjálfa þegar ákvörðun liggur fyrir.

Í flestum tilfellum þurfa skjólstæðingar að nálgast tækin sjálfir hjá söluaðilum eða SÍ. Ef skjólstæðingur á ekki rétt á hjálpartækjum frá SÍ getur iðjuþjálfi veitt upplýsingar um hvar kaupa má tækin.

Endurmat

Færni skjólstæðings er endurmetin eftir að íhlutun hefur átt sér stað og íhlutunaráætlun aðlöguð eftir þörfum og vilja skjólstæðings.

Við útskrift getur verið þörf fyrir eftirfylgd iðjuþjálfa t.d. vegna hjálpartækja og áframhaldandi þjálfunar á öðrum stöðum.

Legudeildir og dagdeild: Þörf fyrir iðjuþjálfun er metin í samvinnu við skjólstæðinginn og teymismeðlimi.

Göngudeildir: Iðjuþjálfar fá senda beiðni fyrir skjólstæðinga sem hafa þörf fyrir iðjuþjálfun á minnismóttöku. Allir sem koma á byltu- og beinverndarmóttöku fá þjónustu iðjuþjálfa.

Iðjuþjálfun Grensási

Sýna allt
 
Opið: 8-16 virka daga
 
Símanúmer iðjuþjálfunar: 543 9121

Sími á skrifstofu iðjuþjálfa: 543 9126

Yfiriðjuþjálfi:

 Sigrún Garðarsdóttir

netfang: sigrgard@landspitali.is
sími: 543 9108 og 825 5072

Heimilisfang:
Landspítali Grensási
við Álmgerði, 108 Reykjavík

Landspítali í Fossvogi og við Hringbraut er bráðasjúkrahús þar sem einstaklingar koma í bráðatilvikum. Iðjuþjálfun á þessum stöðum er rekin sem ein eining. Í Fossvogi er iðjuþjálfun staðsett á 1. hæð í B álmu (B1) og á 4. hæð í D álmu (14D) við Hringbraut. Starfsemi iðjuþjálfunar heyrir undir flæðisvið Landspítala, endurhæfingardeild. Iðjuþjálfar sinna þar öllum deildum eftir þörfum og þjónusta einstaklinga sem eiga erfitt með að takast á við athafnir daglegs lífs eftir slys eða veikindi.

Orsakir færniskerðingar geta verið af ýmsum toga m.a. af völdum sjúkdóma eins og heilabilunar, hjarta-, lungna-, krabbameins-, smit- og taugasjúkdóma. Einnig í kjölfar liðskiptaaðgerða, heilablóðfalls og/eða annarra áfalla.
 
Í iðjuþjálfun bæði í Fossvogi og við Hringbraut eru þjálfunareldhús og salir þar sem fram fer mat, íhlutun, þjálfun og virkni eftir því sem við verður komið. Í Fossvogi er starfandi aðstoðarmaður iðjuþjálfa. Þar er einnig iðjuþjálfi í fullu starfi við spelkugerð sem starfar í náinni samvinnu við handaskurðlækna og sjúkraþjálfara. Samstarf er við iðjuþjálfunardeild Háskólans á Akureyri þar sem nemar í iðjuþjálfun koma í vettvangsnám á Landspítala.

Iðjuþjálfun í Fossvogi og við Hringbraut er skjólstæðings- og iðjumiðuð. Iðjuþjálfar vinna fyrst og fremst eftir kanadíska færnilíkaninu (CMOP-E) þar sem unnið er að því að efla iðju og lögð er áhersla á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Notast er við þjónustuferlið Occupational Therapy Intervention Process Model (OTIPM). Eftir því sem við á er stuðst við aðrar kenningar og líkön t.d. kenningar um öldrun, Valdeflingu, Lífaflfræðilíkanið og A-ONE.

Mats- og markmiðslota

Mat

Iðjuþjálfar sinna yfirgripsmiklu heildrænu mati á færni skjólstæðinga sinna. Eftir því sem við á er færni skjólstæðings metin við athafnir daglegs lífs (ADL), gerð er skimun á vitrænni getu, aðstæður skjólstæðings metnar svo og hjálpartækjaþörf. Við mat á færni og getu eru í flestum tilvikum notuð viðurkennd stöðluð matstæki, spurninga- og gátlistar. 

Helstu matstæki,  spurninga- og gátlistar:

 • A-ONE (Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation)
 • COPM (Canadian Occupational Performance Measurement) A-Two (Kitchen Task Observation)
 • Dynamometer 
 • Framkvæmdagreining
 • Gaumstolspróf
 • Iðjuhjólið
 • Klukkupróf
 • LOTCA (Lowenstein Occupational Therapy Cognitive Assessment)
 • Mat á færni við akstur
 • MMSE (The Mini Mental State Examination)
 • Modified Barthel Index 
 • MSQ (Mental Status Questionnaire) 
 • Purdue Pegboard 

Íhlutun

Eftir mat á færni við iðju miðlar iðjuþjálfi niðurstöðum matsins til skjólstæðingsins. Í kjölfarið er gerð íhlutunaráætlun í samráði við skjólstæðinginn og teymi deildarinnar. Iðjuþjálfar eru virkir þátttakendur í þverfaglegri teymisvinnu á deildum spítalans þar sem unnið er í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Áætlun er skipulögð með það að markmiði að auka færni skjólstæðingsins og undirbúa undir næstu endurhæfingarskref eða útskrift.
Við íhlutun iðjuþjálfa er valin ein eða fleiri af eftirtöldum leiðum; færniþjálfun og/eða að kenna skjólstæðingi nýjar leiðir til að framkvæma athafnir daglegs lífs, aðlögun á umhverfi, fræðsla og ráðgjöf. 

Iðjuþjálfar veita skjólstæðingum og hópum fræðslu, kennslu og ráðgjöf varðandi hjálpartæki og líkamsbeitingu. Auk þess sem þeir fara í heimilisathuganir. Með fræðslu er leitast við að stuðla að aukinni sjálfsbjargargetu og auknu öryggi heima við m.a. til að fyrirbyggja byltur. Eftir handarskaða getur íhlutun falist í spelkugerð. Aðallega er um að ræða spelkur fyrir efri útlimi og þá helst vegna skaða, skipulagðra aðgerða og eftir bruna. Spelkur geta þjónað margvíslegu hlutverki og má þar nefna hvíldarspelkur, spelkur til að auka færni og til að koma í veg fyrir kreppur. Spelkugerð er einnig sinnt í göngudeildarþjónustu og tekið er við beiðnum frá sérfræðingum utan Landspítala.

Þverfagleg teymisvinna fer einnig fram utan deilda, iðjuþjálfar starfa t.d. í MND teymi og útskriftarteymi Landspítala. Þá eiga þeir samstarf við ýmsa utan Landspítala og má þar helst nefna starfsfólk hjá Sjúkratryggingum Íslands, heilsugæslu, heimahjúkrun, félagsþjónustu, öðrum sjúkrastofnunum, hjúkrunarheimilum og svæðisskrifstofu fatlaðra. Einnig er samstarf við sérverslanir með hjálpartæki og heilbrigðisvörur og ýmsa verktaka.

Endurmat

Eftir íhlutun iðjuþjálfa og þegar við á er færni skjólstæðings endurmetin og íhlutunaráætlun aðlöguð eftir þörfum og vilja hans. Í stöku tilfellum er veitt eftirfylgni í kjölfar útskriftar t.d. vegna hjálpartækja.

Beiðnir um iðjuþjálfun berast frá deildum spítalans ýmist frá læknum, hjúkrunarfræðingum eða öðru fagfólki. Í samráði við teymi hverrar deildar er gerð áætlun um meðferð.

Iðjuþjálfun Fossvogi og Hringbraut

Sýna allt

Hafa samband símanúmer og netfang:

Fossvogur: 543 9141
Hringbraut: 543 9313

Yfiriðjuþjálfi í Fossvogi og við Hringbraut:

Guðríður Erna Guðmundsdóttir
netfang: gudrideg@landspitali.is
sími: 543 9133 / 825 9435

Landspítali í Fossvogi og við Hringbraut er bráðasjúkrahús þar sem einstaklingar koma í bráðatilvikum.

Iðjuþjálfun á þessum stöðum er rekin sem ein eining. Í Fossvogi er iðjuþjálfun staðsett á 1. hæð í B álmu (B1) og á 4. hæð í D álmu (14D) við Hringbraut.

Starfsemi iðjuþjálfunar heyrir undir flæðisvið LSH, endurhæfingardeild.

Iðjuþjálfar sinna þar öllum deildum eftir þörfum og þjónusta einstaklinga sem eiga erfitt með að takast á við athafnir daglegs lífs eftir slys eða veikindi.

Orsakir færniskerðingar geta verið af ýmsum toga m.a. af völdum sjúkdóma eins og heilabilunar, hjarta-, lungna-, krabbameins-, smit- og taugasjúkdóma. Einnig í kjölfar liðskiptaaðgerða, heilablóðfalls og/eða annarra áfalla.
 
Í iðjuþjálfun bæði í Fossvogi og við Hringbraut eru þjálfunareldhús og salir þar sem fram fer mat, íhlutun, þjálfun og virkni eftir því sem við verður komið.
 
Í Fossvogi er starfandi aðstoðarmaður iðjuþjálfa. Þar er einnig iðjuþjálfi í fullu starfi við spelkugerð sem starfar í náinni samvinnu við handaskurðlækna og sjúkraþjálfara.
 
Samstarf er við iðjuþjálfunardeild Háskólans á Akureyri þar sem nemar í iðjuþjálfun koma í vettvangsnám á Landspítala.

Iðjuþjálfun í Fossvogi og við Hringbraut er skjólstæðings- og iðjumiðuð. Iðjuþjálfar vinna fyrst og fremst eftir kanadíska færnilíkaninu (CMOP-E) þar sem unnið er að því að efla iðju og lögð er áhersla á samspil einstaklings, iðju og umhverfis.

Notast er við þjónustuferlið Occupational Therapy Intervention Process Model (OTIPM). Eftir því sem við á er stuðst við aðrar kenningar og líkön t.d. kenningar um öldrun, Valdeflingu,Lífaflfræðilíkanið og A-ONE.

Mats- og markmiðslota

Mat

Iðjuþjálfar sinna yfirgripsmiklu heildrænu mati á færni skjólstæðinga sinna.

Eftir því sem við á er færni skjólstæðings metin við athafnir daglegs lífs (ADL), gerð er skimun á vitrænni getu, aðstæður skjólstæðings metnar svo og hjálpartækjaþörf.

Við mat á færni og getu eru í flestum tilvikum notuð viðurkennd stöðluð matstæki, spurninga- og gátlistar. 

Helstu matstæki,  spurninga- og gátlistar:

 • A-ONE (Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation)
 • COPM (Canadian Occupational Performance Measurement) A-Two (Kitchen Task Observation)
 • Dynamometer 
 • Framkvæmdagreining
 • Gaumstolspróf
 • Iðjuhjólið
 • Klukkupróf
 • LOTCA (Lowenstein Occupational Therapy Cognitive Assessment)
 • Mat á færni við akstur
 • MMSE (The Mini Mental State Examination)
 • Modified Barthel Index 
 • MSQ (Mental Status Questionnaire) 
 • Purdue Pegboard 

 

Íhlutun

Eftir mat á færni við iðju miðlar iðjuþjálfi niðurstöðum matsins til skjólstæðingsins. Í kjölfarið er gerð íhlutunaráætlun í samráði við skjólstæðinginn og teymi deildarinnar.

Iðjuþjálfar eru virkir þátttakendur í þverfaglegri teymisvinnu á deildum spítalans þar sem unnið er í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Áætlun er skipulögð með það að markmiði að auka færni skjólstæðingsins og undirbúa undir næstu endurhæfingarskref eða útskrift.


Við íhlutun iðjuþjálfa er valin ein eða fleiri af eftirtöldum leiðum; færniþjálfun og/eða að kenna skjólstæðingi nýjar leiðir til að framkvæma athafnir daglegs lífs, aðlögun á umhverfi, fræðsla og ráðgjöf. 

Iðjuþjálfar veita skjólstæðingum og hópum fræðslu, kennslu og ráðgjöf varðandi hjálpartæki og líkamsbeitingu. Auk þess sem þeir fara í heimilisathuganir.

Með fræðslu er leitast við að stuðla að aukinni sjálfsbjargargetu og auknu öryggi heima við m.a. til að fyrirbyggja byltur.

Eftir handarskaða getur íhlutun falist í spelkugerð. Aðallega er um að ræða spelkur fyrir efri útlimi og þá helst vegna skaða, skipulagðra aðgerða og eftir bruna.

Spelkur geta þjónað margvíslegu hlutverki og má þar nefna hvíldarspelkur, spelkur til að auka færni og til að koma í veg fyrir kreppur. Spelkugerð er einnig sinnt í göngudeildarþjónustu og tekið er við beiðnum frá sérfræðingum utan Landspítala.

Þverfagleg teymisvinna fer einnig fram utan deilda, iðjuþjálfar starfa t.d. í MND teymi og útskriftarteymi Landspítala.

Þá eiga þeir samstarf við ýmsa utan Landspítala og má þar helst nefna starfsfólk hjá Sjúkratryggingum Íslands, heilsugæslu, heimahjúkrun, félagsþjónustu, öðrum sjúkrastofnunum, hjúkrunarheimilum og svæðisskrifstofu fatlaðra.

Einnig er samstarf við sérverslanir með hjálpartæki og heilbrigðisvörur og ýmsa verktaka.

Beiðnir um iðjuþjálfun berast frá deildum spítalans ýmist frá læknum, hjúkrunarfræðingum eða öðru fagfólki. Í samráði við teymi hverrar deildar er gerð áætlun um meðferð.

Iðjuþjálfun geðendurhæfing

Sýna allt

Iðjuþjálfun Hringbraut 

 • Sími: 543 4451
 • Bráðaþjónusta, 4-6 vikur
 • Áhersla lögð á mat, greiningu og tengingu út í samfélagið
 • Einstaklings- og hópmeðferð, ráðgjöf og eftirfylgni
 • Iðjuþjálfar á Hringbraut þjónusta einnig dagdeild Hvítabandi 

Iðjuþjálfun á Kleppi og Laugarási

Sími: 543 4252

 • Endurhæfing 3 mánuðir eða lengur.
 • Áhersla lögð á endurhæfingu, tengingu út í samfélagið.
 • Einstaklings og hópameðferð, ráðgjöf og eftirfylgni
 • Endurhæfingin hefst alla jafna í kjölfar íhlutunar á bráðasviði Hringbrautar. 
 

Yfiriðjuþjálfi á geðsviði 
Auður Hafsteinsdóttir, s. 543 4004 og 825 3582

 
Iðjuþjálfar í geðendurhæfingu starfa einnig við:
 • barna- og unglingageðdeild (BUGL), sími: 543 4300
 • samfélagsgeðteymi LSH, sími: 543 4643
 • vettvangsgeðteymi LSH, sími: 543 4252

Iðjuþjálfun er einstaklingsmiðað ferli þar sem leitast er við að auka færni og þátttöku einstaklinga í að takast á við daglegt líf innan sem utan spítalans.

Litið er á einstaklinginn í hans eigin umhverfi og honum kennt að nýta sínar sterku hliðar. Einstaklingum eru sköpuð tækifæri til að takast á við verkefni daglegs lífs sem vekja áhuga, eru þeim mikilvæg, geta veitt gleði og aukið sjálfstraust.

Einnig er unnið með færni við athafnir daglegs lífs sem umhverfi/samfélag gerir kröfur um að sé fyrir hendi.

Í iðjuþjálfun er notuð margs konar iðja sem tengist daglegu lífi á heimili, í vinnu eða við leik og tómstundir. Iðjan er þannig nýtt til að ýta undir eins sjálfstætt og innihaldsríkt líf einstaklinga sem aðstæður leyfa hverju sinni. 

Einstaklingur setur sér endurhæfingarmarkmið í samvinnu við iðjuþjálfa sem síðan er unnið eftir.

Lögð er áhersla á að finna jafnvægi á milli iðju og hvíldar. Boðið er upp á einstaklings- og hópmeðferð.

Í hópmeðferð er einnig unnið með sálfélagslega þætti s.s. samskipti, sjálfstyrkingu og tjáningu.

Starf iðjuþjálfa er fólgið í þjálfun, viðtölum, fræðslu, ráðgjöf og eftirfylgni til sjúklinga og aðstandenda. Þjónusta iðjuþjálfa beinist að því að efla sjálfstæði, styrkja sjálfsmynd og bæta lífsgæði geðsjúkra. 

Markmið iðjuþjálfunar er að efla og viðhalda færni í daglegu lífi. Unnið er að því að virkja og viðhalda líkamlegri-og andlegri færni.

Iðjuþjálfar í geðendurhæfingu styðjast við hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins (MOHO), Valdeflingar (Empowerment) og Reynslunáms (Experiential learning).

Iðjuþjálfar á geðsviði Landspítala styðjast við yfirlitstöflu í þjónustu sinni sem sem byggist á hugmyndafræði MOHO, Íhlutunarleiðum OTIPM og þjónustuyfirlitstöflu lsh. 

MOHO (líkanið um iðju mannsins) er þannig sálfélagslegt líkan sem heyrir undir Jöfnunarlíkan sem sértækt fræðilíkan. Þá er Jöfnunarlíkanið, fræðslulíkanið, leiknilíkanið og lagfæringarlíkanið notað til að skýra íhlutunarleiðir okkar enn frekar. sjá mynd hér neðan:

Þjónustan felst í mati, greiningu, ráðgjöf, endurhæfingu og eftirfylgni.

Endurhæfing og gerð endurhæfingaráætlunar er skipulögð í samvinnu við einstaklinginn.

Mikilvægt er að þeir einstaklingar sem sækja iðjuþjálfun hafi fyrst og fremst vilja til að sækja þjónustu svo að hún skili tilætluðum árangri.

Ef samvinna næst ekki og viðkomandi er ekki tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að nýta þjónustu iðjuþjálfa er ekki ástæða fyrir því að viðkomandi sé í iðjuþjálfun að svo stöddu.

Mat

Iðjuþjálfar hefja þjónustuferli sitt á því að fá upplýsingar frá skjólstæðingi sem leiða til þess að þeir fái mynd af iðju hans.

Í því felst að gera sér grein fyrir iðjusögu hans í grófum dráttum, reynslu, daglegu lífi og störfum, áhugamálum, gildum og þörfum. Skjólstæðingur gerir grein fyrir þeim iðjuvanda sem hann upplifir í sínu daglega lífi og hvað það er sem hann kýs að sinna og setur sér markmið í samvinnu við iðjuþjálfa.

Í sumum tilfellum eiga skjólstæðinga erfitt með að gera grein fyrir iðjuvanda sínum að sökum veikinda þegar þjónusta iðjuþjálfa hefst. Markmiðið getur þá oft á tíðum verið að mæta reglulega í iðjuþjálfun og sinna þeim verkefnum sem lögð eru fyrir.

Fyrir marga getur það markmið verið nógu krefjandi til að byrja með en þegar einstaklingar eru farnir að ná tökum á því eru markmiðin endurmetin með frekari þjálfun í huga.

Mat iðjuþjálfa geta verið framkvæmd með mismunandi matstækjum:

 • ACIS (Assessment of Communication and Interaction Skills) 
 • AMPS (Assessment of Motor and Process Skills)
 • A-ONE (Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation)
 • Áhugalistinn 
 • Barthel (The Barthel Index of Activities of Daily Living)
 • COPM (Canadian Occupational Performance Measurement)
 • ESI (Evaluation of Social Interaction)
 • Framkvæmdagreining
 • Heimilisathugun
 • Iðjuhjólið 
 • Iðjusaga 
 • Mat á færni við akstur
 • MMSE (Mini Mental State Examination)
 • MOHOST (Model of Human Occupation Screening Tool)
 • OCAIRS (Occupational Circumstances Assessment Interview and Rating Scale): 
 • OSA (Occupational Self Assessment)
 • Sensory Profile 
 • WEIS(The Work Environment Impact Scale)
 • WRI (Worker Role Interview)

Íhlutun

Íhlutun eru allar þær aðgerðir sem hafa þann tilgang að koma af stað/stuðla að breytingu á framkvæmd iðju.

Íhlutun sem iðjuþjálfar á geðsviði veita er skjólstæðingsmiðuð og því afar fjölbreytt. Samkvæmt þjónustuferli MOHO fellur íhlutunin í flestum tilvikum undir virkni við iðju (gjörðir, hugsanir og tilfinningar). Íhlutun getur farið fram bæði sem einstaklingsþjálfun, hópþjálfun eða sem ráðgjöf, stuðningur, upplýsingar og eftirfylgd.

Einstaklingsþjálfun

 • Hentar þeim sem þurfa á auknum stuðning að halda
 • Getur farið fram til dæmis á deildinni, útí bæ og / eða í heimahúsi

Hópþjálfun

 • Hentar þeim sem þurfa aukna þjálfun í félagslegum samskiptum
 • Einstaklingar vinna saman í hóp
 • Hóparnir hafa markmið og vinna þátttakendur í sameiningu að þeim
 • Hver þátttakandi setur sér einnig einstaklingsmarkmið í samvinnu við iðjuþjálfa sem unnið er að í hópþjálfuninni

Eftirfylgni, stuðningur, upplýsingar og ráðgjöf

 • Hentar þeim sem þurfa frekari íhlutun í tengslum við útskriftarferlið
 • Jafnvægi og þátttöku í daglegu lífi
 • Tengingu við ýmis úrræði í samfélaginu og nærumhverfi einstaklingsins

Útkoma

Útkoma er sú breyting á iðju eða heilsu sem er afleiðing af íhlutun.

Færni skjólstæðings er endurmetin eftir að íhlutun hefur átt sér stað og íhlutunaráætlun aðlöguð eftir þörfum og vilja skjólstæðings. Við útskrift getur verið þörf fyrir eftirfylgd iðjuþjálfa t.d. áframhaldandi þjálfunar á öðrum stöðum.

Iðjuþjálfar á legu- og göngudeild meta þörf fyrir iðjuþjálfun í samvinnu við aðra teymismeðlimi á hverri deild fyrir sig. 

Beiðni um iðjuþjálfun berast frá legu- og göngudeildum geðsviðs rafrænt í Sögukerfi Landspítala frá geðlæknum og fagfólki geðsviðs og/eða munnlega á teymisfundum / planfundum.

Iðjuþjálfun allar deildir

Sýna allt

Hjálpartæki

Stór þáttur í starfi iðjuþjálfa á bráðasjúkrahúsi er að meta þörf á hjálpartækjum og hvort skjólstæðingur geti nýtt sér þau.

Iðjuþjálfar sjá um að sækja um hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) ef skjólstæðingur á rétt á þeim skv. reglugerð. Hjálpartækjamiðstöð SÍ sendir svar um úrskurð til skjólstæðings og iðjuþjálfa.

Í flestum tilfellum þarf skjólstæðingur að nálgast tækin sjálfur.

Ef viðkomandi á ekki rétt á hjálpartækjum frá SÍ skv. reglugerð geta iðjuþjálfar veitt upplýsingar um hvar hægt sé að kaupa/leigja hjálpartæki. 

Dæmi um hjálpartæki eru:

 • Sokkaífæra
 • Griptöng
 • Salernisupphækkun 
 • Baðhjálpartæki
 • Stoðir við salerni og rúm
 • Sessa
 • Hjólastóll
 • Vinnustóll
 • Sjúkrarúm
 • Öryggiskallkerfi/-hnappur

Heimilisathugun

Til að meta færni skjólstæðings í eigin umhverfi er gerð heimilisathugun.

Metnar eru félags- og efnislegar aðstæður, aðstæður innandyra og hvernig skjólstæðingnum gengur að fara um.

Heimilisathugun er framkvæmd af iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara í samvinnu við skjólstæðing og aðstandendur hans. 

Veitt er ýmis fræðsla og ráðgjöf t.d. vegna líkamsbeitingar, hjálpartækja og húsnæðisbreytinga.

 

 

Aðsetur: Iðjuþjálfun á Kleppi

Starfsmaður
Ólöf Thoroddsen, 543 4420

Afgreiðslutími

 • Mánudaga til föstudaga kl. 08:00 til 16:00

Þjónusta

Fjölritun LSH veitir deildum sjúkrahússins margs konar þjónustu varðandi fjölföldun prentefnis, svo sem ljósritun, fjölritun, heftun og gormun. Fjölritun er hluti af starfsemi iðjuþjálfunar á geðsviði.

Fjölritun er hluti af endurhæfingu fyrir sjúklinga á geðsviði og hefur verið stökkpallur fyrir marga til að komast aftur út í lífið. Sex til átta einstaklingar hafa tækifæri hverju sinni til að vera í þjálfun.

Dæmi um þjónustu:

 • Ljósritun í lit og svarthvítu frá stærð A5 upp í A3, plöstun, gormun, götun og innbinding
 • Mikið úrval af lituðum pappír og í mismunandi þykktum

Verkbeiðnir eru sendar á fjolritun@landspitali.is

Í verkbeiðni þarf að koma fram: Hvað á að prenta, fjöldi eintaka, stærð og tegund pappírs, hvort eigi að vera í svart/hvítu eða lit, viðfangsnúmer, hver pantar og hvert á að senda.

Útfærsla grafískrar hönnunar 
Íris Jónsdóttir,  s. 1405, irisj@landspitali.is

 • ACIS (Assessment of Communication and Interaction Skills) metur samskipti og boðskipti fólks og er gögnum safnað með óformlegu áhorfi. Matstækið skiptist í líkamleg boð, tengsl og upplýsingaskipti.
 • AMPS (Assessment of Motor and Process Skills) er staðlað matstæki sem metur samtímis færni við iðju og framkvæmdaþætti er varða hreyfingu og verkferli, með tilliti til sjálfstæðis, öryggis, skilvirkni og áreynslu
 • A-ONE (Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation) er staðlað matstæki sem notað er til að meta samtímis færni við eigin umsjá, þ.e. að klæðast, sinna persónulegu hreinlæti, fara um á dvalarstað, borða og hafa tjáskipti og einkenni sem tengjast röskun á taugaatferli
 • A-Two (Kitchen Task Observation) stöðluð aðferð til að meta getu skjólstæðings til að laga létta máltíð (súpu) og leggja á borð
 • Áhugalistinn er matstæki sem er gátlisti um tómstundaiðju skjólstæðinga. Skjólstæðingur gerir grein fyrir áhugamálum sínum í fortíð, nútíð og framtíð. Hjálpar skjólstæðingnum við að finna nýjar tómstundir, t.d. eftir sjúkdóma/áföll og/eða ýta undir tómstundaiðju.
 • Box and block er staðlað próf sem metur grófhreyfingar handa, fingra og handleggja; fjöldi kubba/ 60 sek
 • COPM (Canadian Occupational Performance Measurement): matstæki þar sem skjólstæðingur greinir frá iðjuvanda tengt eigin umsjá, störfum og tómstundum. Skjólstæðingur forgangsraðar mikilvægi athafna og velur sér 5 athafnir sem hann vill auka færni sína við. Viðkomandi gefur sér stig frá 1-10 annars vegar fyrir frammistöðu og hins vegar ánægju við athafnirnar
 • Cape/Pac (Children Assessment of Participation and Enjoyment) er matstæki sem meturog kortleggur þátttöku og ánægju einstaklinga á daglegum athöfnum fyrir utan skólastofuna. Metin er fjölbreytni, ánægja,tíðni og umfang athafnanna sem einstaklingurinn tekur þátt yfir fjögurra mánaða tímabil. PAC (Preferences for Activities of Children) metur áhuga fyrir ýmsum athöfnum. Listarnir eru ætlaðir einstaklingum á aldrinum 6-21 árs og hægt er að nota þau saman eða í sitt hvoru lagi.
 • Dynamometer er staðlað próf sem metur gripstyrk í pundum
 • ESI (Evaluation of Social Interaction) er staðlað matstæki metur gæði félagslegra samskipta
 • Framkvæmdagreining er nákvæm greining á iðjuvanda sem byggist á áhorfi.
 • Gaumstolspróf - ýmis verkefni.
 • Iðjuhjólið er matstæki sem veitir yfirsýn yfir daglega iðju (eigin umsjá, störf og tómstundaiðju) skjólstæðings yfir sólarhring
 • Iðjusaga er notuð til að fá heildarsýn á lífssögu einstaklinga
 • Klukkupróf – metur m.a. rýmdarskynjun, stýritruflun og úrvinnslu upplýsinga.
 • LOTCA (Lowenstein Occupational Therapy Cognitive Assessment) –einkennamiðað matstæki sem metur vitsmunastarfsemi, hæfni og takmarkanir einstaklinga með einkenni eftir heilablóðfall eða heilaskaða af völdum slyss.
 • Mat á færni við akstur er gátlisti sem notaður er til að meta færni einstaklinga við akstur í þéttbýli
 • MMSE (The Mini Mental State Examination)– mat/skimun á vitrænni getu.
 • Modified Barthel Index mat á færni við athafnir daglegs lífs, s.s. klæðnað, snyrtingu og böðun
 • MOHOST (Model of Human Occupation Screening Tool): er skimunarmatstæki sem mælir þátttöku einstaklinga í iðju. Matstækið metur m.a. áhugahvöt, mat á eigin getu, mynstur iðju, tjáningu án orða og kröfur um iðju. Niðurstöður skimunar leiðbeina um íhlutun sem ætlað er að efla þátttöku við iðju. Einnig mælir matstækið árangur/útkomu og skoðar breytingar sem verða á þátttöku við iðju milli fyrirlagna þess
 • MSQ (Mental Status Questionnaire) er mat til skimunar á heilastarfsemi hjá öldruðum. Prófið reynir fyrst og fremst á áttun og minni
 • OCAIRS (Occupational Circumstances Assessment Interview and Rating Scale) er matstæki sem metur þá þætti sem ýmist draga úr eða ýta undir iðju skjólstæðinga
 • OSA (Occupational Self Assessment = mat á egin færni) er matstæki sem hefur þann tilgang að fá fram mat skjólstæðings á eigin færni við iðju og upplifun hans á umhverfi sínu. Skjólstæðingur forgangsraðar og setur sér markmið í samráði við iðjuþjálfa.
 • Pinch mælir er staðlað próf sem mælir fingrastyrk í pundum
 • Purdue Pegboard er staðlað próf sem metur grófhreyfingar handa, fingra og handleggja auk fingrafimi; fjöldi pinna/ 30 sek)
 • Sensory Profile: er matslisti sem nýtist til að fá mynd af skynúrvinnslu fólks. Viðkomandi metur eigin hegðun sem og viðbrögð við skynáreitum sem eru hluti af daglegum aðstæðum. Matstækið er staðalbundið og viðmið eru bandarísk. Matshlutar eru bragð og lykt, hreyfing, sjón, snerting, virknistig og heyrn
 • Sollerman er staðlað matstæki sem ætlað er til að meta handarfærni og byggir á sjö af átta algengustu handargripunum sem notuð eru í daglegu lífi
 • WEIS (The Work Environment Impact Scale) er matstæki sem hefur það markmið að meta áhrif af vinnustað á frammistöðu einstaklingsins, ánægju og vellíðan.
 • WRI (Viðtal um starfshlutverk / Worker Role Interview) er matstæki þar sem markmiðið er að fá mynd af þeim þáttum sem hafa áhrif á möguleika starfsmanns til að snúa aftur til vinnu eftir veikindi eða slys
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?