Leit
Loka

Bráðamóttakan í Fossvogi

Bráðamóttaka sinnir móttöku veikra og slasaðra. Hún er opin allan sólarhringinn og er sú stærsta á landinu. ATHUGA: Frá 1. desember 2018 er bráðaþjónusta við hjartasjúklinga sem áður var á Hjartagátt við Hringbraut á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Deildarstjóri

Helga Rósa Másdóttir

Yfirlæknir

Mikael Smári Mikaelsson

BráðamóttakaNeyðarlínan 112

Eitrunarmiðstöð 543 2222

Banner mynd fyrir Bráðamóttakan í Fossvogi

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Bráða-og göngudeild frá kl. 8:00-23:00

Bráðamóttaka - mynd

Hér erum við

Fossvogur-Bráðamóttaka G álma 1. hæð

Sjá staðsetningu á korti

Hagnýtar upplýsingar

Bráðamóttakan í Fossvogi sinnir móttöku veikra og slasaðra.  Hún er opin allan sólarhringinn og er sú stærsta á landinu.  Þangað leita að meðaltali 200 sjúklingar á dag.

Til að tryggja öryggi allra sjúklinga þarf að forgangsraða einstaklingum eftir eðli og alvarleika veikinda eða slyss.  Hjúkrunarfræðingur skoðar og metur alla sem koma á bráðamóttöku strax við komu.  Einstaklingum er forgangsraðað og þeir flokkaðir samkvæmt fimm flokka forgangsflokkunarkerfi þar sem að mest aðkallandi vandamálum er sinnt fyrst.  Þegar hjúkrunarfræðingur hefur lagt mat á eðli áverka eða alvarleika veikinda er sjúklingnum vísað í viðeigandi farveg.

Með forgangsflokkun sjúklinga á bráðamóttöku er unnið að því að tryggja öryggi sjúklinga þannig að allir sem þangað leita fái viðeigandi þjónustu, innan viðeigandi tíma, á viðeigandi stað miðað við einkenni sjúkdóms eða áverka sem eru til staðar.

Eftir forgangsflokkun er sjúklingi vísað á bráðadeild G2 eða bráða- og göngudeild G3.

 

Bílastæði

Til að tryggja að ávallt séu næg bílastæði fyrir þá sem þurfa að leita á bráðamóttöku í Fossvogi eru gjaldskyld bílastæði næst húsnæðinu. 

 

Helstu símanúmer

 • Neyðarnúmer: 112
 • Skiptiborð LSH: 543 1000
 • Bráðadeild G2: 543 2000 - Opið allan sólarhringinn
 • Bráða-og göngudeild G3: 543 2040  -Opið 8:00-23:00 alla daga
 • Eitrunarmiðstöð: 543 2222
 • Áfallahjálp: 543 1000
 • Neyðarmóttaka: 543 1000

 Heilsugæslan veitir símaráðgjöf, sjá: www.heilsugaeslan.is

 

 

Á bráðadeild G2 er þeim sinnt sem eru slasaðir og veikir og þar fer fram móttaka, greining, meðferð og útskrift á slösuðum og veikum sjúklingum.

Slasaðir - Kynferðisofbeldi - Eitranir - Áfallahjálp

Nánar á vefsíðu deildarinnar

 

 

 

Bráða- og göngudeild G3 í Fossvogi tekur á móti sjúklingum sem eru minna veikir eða með áverka eftir slys.

Þar er einnig göngudeild bæklunarlækna og bráðalækna.

Nánar á vefsíðu deildarinnar


Á bráðadeild G2 í Fossvogi er átta rúma skammverueining.  Þar vistast sjúklingar með viss bráð vandamál sem þarfnast frekari meðferðar, greiningar eða eftirlits í 4-24 klukkustundir.

Skammverueiningin er ætluð lágáhættu sjúklingahópi með afmörkuð vandamál sem ætla má að megi leysa innan sólarhrings. að því marki að sjúklingurinn verði heimferðarfær.

Tilgangur

 • Veita sjúklingum með ákveðin vandamál fyrsta flokka bráðameðferð 
 • Auka öryggi og draga úr áhættu vegna ótímabærra útskrifta af bráðadeild Landspítala 
 • Bæta sjúklingaflæði og stytta biðtíma á bráðadeild Landspítala 
 • Fækka innlögnum og stytta legutíma svo nýta megi betur tiltæk aðföng og legurými 

Reynslan erlendis

Þeim fjölgar sem meðhöndlaðir eru á skammverueiningum á sjúkrahúsum. Í Bretlandi hefur dregið úr fjölda innlagna á bæði lyf- og handlækningadeildir auk þess sem legutími á þeim hefur styst. Þá hefur starfsumhverfi á bráðadeildunum sjálfum batnað og dregið úr stíflu á sjúklingaflæði. Reynslan sýnir að um 80-85% þeirra sjúklinga sem meðhöndlaðir eru á skammverueiningum geta útskrifast heim innan 24 klst.

Markmið

 • Fækka innlögnum á legudeildir 
 • Koma í veg fyrir ótímabærar útskriftir af bráðadeild 
 • Gera tíma þeirra sem þurfa að dveljast á skammverueiningu markvissari með verklagi sem byggir á gagnreyndum (evidence based) leiðbeiningum um meðferð 

Símanúmer á skammverueiningu er 543 2262

Á bráðadeild er vígð kapella.

Starfsmönnum bráðadeildar er umhugað um góða umönnun sjúklinga, aðstandenda og nákominna við andlát sjúklinga.

Hugað er vel að þörfum aðstandenda í samvinnu við presta og djákna spítalans.

Við andlát er haldin kveðjustund á deildinni fyrir þá sem það vilja. 

Bráðadeild G2 veitir einnig þá samfélagsþjónustu ef vofveigleg andlát eiga sér stað utan spítala, svo sem við slys og sjálfsvíg, að möguleiki er á því að koma með hinn látna á deildina. Þá er aðstandendum sinnt og haldin kveðjustund á kapellu.

Til að nálgast vottorð þarf sjúklingur að hafa samband við læknaritara á bráðamóttöku Fossvogi í síma 543 1000. Símatímar eru mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl 10:00-11:00.
Vottorð - Gjaldskrá

Afrit af sjúkraskrá

Til að nálgast afrit af sjúkraskrá frá bráðamóttöku þarf að koma skrifleg beiðni frá sjúklingi eða umboðsmanni hans.
Hægt er að senda rafræna umsókn með því fylla út þetta form.  

Afrit sjúkraskrár skal afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans gegn greiðslu fyrir ljósritunarkostnað. Viðtakandi skal kvitta fyrir móttöku gagnanna. Nauðsynlegt er að hafa skilríki með sér til að fá gögnin afhent.

Maki eða ættingjar, þó nákomnir séu, hafa ekki rétt til að fá afrit sjúkraskrár án umboðs.

IN ENGLISH:

Certificate from Doctors

To access the Certificate from the Emergency Department at Landspitali Fossvogur, patients should contact the Medical receptionist at phone number 543 1000. Hours of availability are Mondays,Tuesdays and Wednesdays at 10:00-11:00. Certificates - Fees
Medical report

To get a copy of the Medical report from the Emergency Department the patient, or his agent, must write a request to sjukraskra@landspitali.is.

Copies of the medical report shall be delivered to the patient, or his agent, for payment for photocopying cost. Recipient shall acknowledge receipt of the data. It is necessary to have a certificate to get the data delivered.
Spouse, relatives or others however closely related, have no right to receive a copy of medical report without a written consent from the patient.

 

Tengd starfsemi og þjónusta

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?