Leit
Loka

Bráðadagurinn

Árlega er haldin ráðstefna á vegum flæðisviðs Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi. Hefð hefur skapast fyrir því að fá erlenda sérfræðinga til að kynna störf sín og rannsóknir tengd þema dagsins.

Banner mynd fyrir Bráðadagurinn
Bráðadagurinn er ekki bara uppskeruhátíð rannsókna og starfsþróunarverkefna bráðaþjónustu heldur einnig mikilvægur liður í símenntun starfsfólks bráðamóttöku Landspítala. Einnig sækja ráðstefnuna aðrir fagaðilar sem koma að þjónustu bráðveikra einstaklinga hvaðanæva í samfélaginu.
Þverfagleg ráðstefna flæðisviðs - "Fjölbreytileiki í bráðaþjónustu" verður haldinn þann 2. mars 2018 á Hilton Reykjavík Nordica.

Hagnýtar upplýsingar

Yfirskrift ráðstefnu: "Fjölbreytileiki í bráðaþjónustu "

Hvenær: 2. mars 2018

Hvar: Hilton Reykjavík Nordica

Tími: 08:30-15:00

Verð: 7000 kr

Dagskrá bráðdagsins 2018

Gestafyrirlesarar: sjá hér neðan

 

GESTAFYRIRLESARAR


Anne Lippert stýrir CAMES (Copenhagen Academy of Medical Education and Simulation) sem er rannsókna- og menntastofnun í læknisfræði og herminámi í Kaupmannahöfn en þar hefur hún verið í fullu starfi undanfarin 11 ár. Anne er svæfinga- og gjörgæslulæknir og hefur unnið á sviði hermikennslu og rannsóknum því tengdum í meira en 20 ár. Hún hefur dipóma í kennslufræði heilbrigðisfagstétta frá Háskólanum í Dundee (2010).

Anne hefur verið viðriðin námskeið á vegum evrópsku endurlífgunarsamtakanna (ERC) í Danmörku frá upphafi þeirra 2004 og er leiðbeinandi, umsjónarmaður og kennari fyrir dönsku endurlífgunarnámskeiðin (ALS, EPALS, ILS og ETC). Anne Lippert var valin fellow í ERC í október 2015.

 

Freddy K. Lippert er forstjóri bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa í Kaupmannahöfn með yfirráðasvæði yfir 1,8 milljóir íbúa. Freddy er dósent við heilbrigðis- og læknadeild Kaupmannahafnarháskóla. Hann hefur meira en tuttugu og fimm ára reynslu af endurlífgunar-, fjöláverka- og bráðalækningum og hefur gefið út meira en hundrað vísindagreinar.

Hefur hann meðal annars unnið að umfangsmiklum rannsóknum á árangri endurlífgunar vegna hjartastopps utan sjúkrahúsa og notkunar almennings á sjálfvirkum hjartastuðtækjum.

Freddy var einn stjórnendum Utstein-fundarins 2015 og 2016 um skipulag bráðaþjónustu og viðbragðsáætlanir. með útgáfu “A Call-to-Establish-a-Global-Resuscitation-Alliance”. Hann er stofnandi og ráðgefandi stjórnarmaður í alþjóðlega endurlífgunarsambandinu (Global Resuscitation Alliance).

Freddy er einnig stofnandi samstarfsnets leiðtoga í evrópskri bráðaþjónustu, skipulagði fyrstu ráðstefnuna um bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa (EMS congress) í Kaupmannahöfn árið 2016 en einnig 2017 og 2018.

 

Sólveig Rós erfræðslustýra Samtakanna '78. Hún er með m.a. próf í stjórnmálafræði og hefur auk þess einnig lagt stund á kynjafræði.

Trans fólk - hvað er það? Veistu hvað kynsegin, hán og flæðigerva þýða? Hvað áttu að gera ef þú miskynjar einhvern? Hverjar eru þarfir trans fólks í heilbrigðiskerfinu, aðrar en þær sem tengjast þeirra kynleiðréttingarferli? Í þessu erindi verður farið yfir helstu hugtök og tungutak er tengist trans fólki auk hugleiðingar um hvernig er hægt að koma fram við fólk í þessum hópi af sem mestri virðingu er þau sækja heilbrigðisþjónustu.

 

 


Claudie Ashonie Wilson, 
hdl.kemur frá Jamaíku og flutti til landsins árið 2001. Frá þeim tíma hefur hún verið mjög virk í félagsstörfum á Íslandi. M.a. sat hún um tíma í stjórn samtaka kvenna af erlendum uppruna sem varaformaður samtakanna og situr nú í fulltrúaráði SOS Barnaþorpa á Íslandi. Claudie hefur starfað hjá Rétti lögmannsstofu síðan árið 2013 og fengist þar við mannréttindamál, þá aðallega innflytjenda- og flóttamannamál. Claudie lauk prófi til að öðlast héraðsdómslögmannsréttindi haustið 2016 og er fyrsti einstaklingurinn utan Evrópu til að ljúka slíku prófi hér á landi.

„Innflytjendur í heilbrigðiskerfinu á Íslandi: Báðum megin skurðarborðsins“ 


     Hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur aldrei verið hærra, en 13% þjóðarinnar er af erlendum uppruna. Gert er ráð fyrir að þessi fjöldi fari vaxandi. Í erindi þessu verður farið yfir reynslu ræðumanns sem viðtakandi heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi, hlutverk innflytjenda í heilbrigðiskerfinu, bæði sem viðtakendur og veitendur þjónustunnar og loks mikilvægi menningarlegs næmis og að áhersla sé lögð á fjölbreytileika í námi í heilbrigðisvísindum. 


Jay Banerjee 
is er bráðalæknir á háskólasjúkrahúsum Leicester. með sérstakan áhuga þjónustu við aldraða. Hann er fyrrum aðstoðalækningarframkvæmdastjóri gæða og þróunar við háskólasjúkrahúsin í Leicester NHS Trust og heiðurstyrkþegi í bráðalæknisfræði við heilbrigðisvísindadeild Háskólans í Leicester.

Hann var einnig klínískur ráðgjafi og stýrði vinnu um öryggismál fyrir samvinnuverkefni um öryggi sjúklinga og verkefni um bráðaþjónustu fyrir Leicester Leicestershire & Rutland Urgent and Emergency Care Vanguard.

Jay stýrði þverfaglegum hópi sem gaf út hina svokölluðu Silver Book um gæði bráðaþjónustu aldraðra.

Hann hefur einnig leitt fjölþjóðlegan hóp sem vann að þróun staðlaðra útkomumælinga fyrir aldraða á vegum alþjóðlegrar nefndar um heilsufarsmælingar (International Consortium for Health Outcome Measurement - ICHOM) sem NHS fjármagnaði.

Árin 2012-13, var Jay fellow í gæðaþróun í heilbrigðiskerfi við Institute of Healthcare Improvement, Harvard.

 

Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd 
Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins:

Umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi og aðgengi að heilbrigðisþjónustu

Fjallað verður um fjölda þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Hvernig samsetnings þess hóps er. Hvaða heilsufarsvandamál koma upp, hafa verið áður eða koma upp eftir komu hingað. Heilbrigðisþjónusta sem í boði er fyrir þá sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, hver er hún og hvar er hún veitt?

Ferilinn sem fólk þarf að fara í gegnum við að sækja sér þjónustu. Velta upp spurningunni hvort þetta er ásættanlegt þjónustu/flækjustig? Taka tilbúin dæmi um hindranir eða ferla frá veikindum til aðstoðar/eða ekki aðstoðar.

Af hverju eru hringt svona mikið í sjúkrabíla? Hvað er vel gert og hvað gengur síður vel. Andleg/líkamleg veikindi í hópi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd. Oft ekki ljóst að hafa toga veikindin eru og andleg veikindi geta komið út sem líkamleg og svo öfugt.

Hvað er Rauði krossinn að gera og hvað hyggst hann gera til að aðstoða hóp þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd. Veita þjónustu eða huga að forvörnum og valdeflingu (með fræðslu t.d. í skyndihjálp).

 

Simon Conroy er læknir við háskólasjúkrahúsið í Leicester. Metnaður Simon felst í því að bæta afdrif veikburða aldraðra með því að hagnýta gagnreynda þekkingu í klínísk störf (‘campus to clinic’ translational research).

Rannsóknir hans fjalla um mismunandi starfsvenjur við umönnun eldra fólks, meta hagkvæmni auk klínískrar og efnahagslegrar skilvirkni. Kennslustörf hans felast í þverfaglegu sjónarhorni þróunar og kennslu, í fyrsta lagi staðbundið í klíník meðal veikburða skjólstæðinga, í öðru lagi á landsvísu (BGS) og í þriðja lagi alþjóðlega (EUGMS og EAMA).

 • Dagný Halla Tómasdóttir, sími: 861 6269
 • Þórdís K. Þorsteinsdóttir,  sími: 543 8218
 • Anna Björg Jónsdóttir, Öldrunarlækningadeild Landakoti
 • Brynjólfur Mogensen, Bráðamóttaka Fossvogi
 • Dóra Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Guðmundur Freyr Jóhannsson, sérfræðingur í bráðalækningum
 • Halldóra Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í sjúkraþjálfun
 • Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur í bráðalækningum
 • Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
 • Sólrún Rúnarsdóttir, gæðastjóri flæðisviðs

Skilafrestur ágripa rann út 2. febrúar 2018

 • Óskað er eftir ágripum um rannsóknir og verkefni sem æskilegt er að tengist þema dagsins
 • Ágrip geta fjallað um fjölbreytileika í heilbrigðisþjónustu innan sem utan sjúkrahúsa, umhverfi og öryggi sjúklinga eða verkferla
 • Sérstaklega er óskað eftir kynningum um rannsóknarniðurstöður og verða slík ágrip ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins

Nánari upplýsingar veita:

Dagný Halla Tómasdóttir  - sími: 861 6269
Þórdís K. Þorsteinsdóttir - sími: 543 8218
Anna Björg Jónsdóttir, Öldrunarlækningadeild Landakoti
Brynjólfur Mogensen, Bráðamóttaka Fossvogi
Dóra Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Guðmundur Freyr Jóhannsson, sérfræðingur í bráðalækningum
Halldóra Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í sjúkraþjálfun
Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur í bráðalækningum
Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
Sólrún Rúnarsdóttir, gæðastjóri flæðisviðs

 

Innsending ágripa

Uppsetning ágripa:

 • Titill, nöfn höfunda, vinnustaðir og netfang tengiliðar.
 • Hámarksorðafjöldi 350, sett upp og send inn í Word skjali
 • Framsetning, með feitletruðum undirfyrirsögnum: Bakgrunnur, Markmið, Aðferð, Niðurstöður og Ályktanir
 • Texta skal rita í TimesNewRoman 12pt letri, 1 línubil
Ágrip skulu send með tölvupósti á: bradadagurinn@landspitali.is 
Höfundur tilgreini ósk um birtingu ágrips sem erindi eða veggspjald.Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til ritrýningar og ákvörðunar um birtingu ágrips og form þess, þ.e. sem veggspjald eða erindi.

Dæmi um hvernig senda á inn ágrip og dæmi um uppsetningu ágripa á myndaformi: ATH! smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
 
Dæmi um insent ágrip  
Dæmi um innsent ágrip   Leiðbeiningar við uppsetningu ágrips

 

 

 

 

                    

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?