Leit
Loka
 

Skráning á veggspjaldakynningu

Skráning veggspjaldakynninga í tilefni af Viku hjúkrunar. Skráningu lýkur 6. maí.

Höfundar hengja veggspjöldin sín upp: 11. maí kl. 10.00-11.00 á Hringbraut, 11.00-12.00 í Fossvogi. Veggspjöldin munu vera til sýnis dagana 11.-23. maí eða í tvær vikur.

Tilboð í prentun frá Sýningarkerfum: 8000 kr.  m.VSK. Þarf að berast þeim fyrir 6. maí, ásamt upplýsingum um deild og viðfangsnúmer.

Hagnýtar upplýsingar varðandi veggspjaldakynningu í Viku Hjúkrunar maí 2020.

Fræðslunefnd hefur fengið tilboð um prentun veggspjaldakynninga hjá Sýningakerfum (6000 kr. óplastað og 8000 kr. plastað m.VSK).
Senda þarf veggspjaldið fyrir 6. maí á syning@syning.is með upplýsingum um deild og viðfangsnúmer.

Starfsfólk Sýningakerfa sjá um að setja upp veggi fyrir veggspjöldin auk þess sem þau koma með þau veggspjöld sem eru prentuð hjá þeim.

Höfundar taka á móti sínum veggspjöldum og hengja upp sjálfir. Fræðslunefnd verður búin að úthluta staðsetningum fyrir veggspjöldin.

Veggirnir verða teknir niður föstudaginn 23. maí kl. 10.00. Höfundar verða að taka sín spjöld af veggnum fyrir þann tíma. Ef það næst ekki verða þau tekin niður og höfð á þeim stað sem veggirnir voru. Ef þú óskar eftir því að fræðslunefnd taki niður þitt veggspjald og geymi er velkomið að senda fyrirspurn á hjukrunarrad@landspitali.is og því verður komið við.

Gerð veggspjalda:

Við gerð veggspjalda er mikilvægt að hafa í huga hvað er verið að kynna og hvernig viðeigandi er að setja efnið fram. Einnig er mikilvægt að gæta að faglegum grunni þegar við á og að geta heimilda, svo sem við gerð leiðbeininga, kynningu á meðferð eða öðru efni sem byggir á rannsóknarniðurstöðum.

Leiðbeiningar um gerð veggspjalda er að finna á vef Landspítala.

Bestu þakkir fyrir þitt framlag, stjórn fræðslunefndar hjúkrunarráðs

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?