Leit
Loka

Ráðstefnan fjölskyldan og barnið

Frá árinu 2010 hefur ráðstefnan "Fjölskyldan og barnið" verið haldin árlega á vegum kvenna- og barnasviðs LSH. Ráðstefnan er þverfagleg ráðstefna og er fyrir starfsfólk sviðsins og annað fagfólk. Á ráðstefnunni eru kynntar rannsóknir og verkefni sem tengjast viðfangsefnum og starfsemi kvenna- og barnasviðs. Ráðstefnan er mikilvægur liður í símenntun starfsfólks sviðsins og ekki síður kjörinn vettvangur fyrir fagfólk að koma saman, deila þekkingu sinni og reynslu og gera sér glaðan dag.

Banner mynd fyrir Ráðstefnan fjölskyldan og barnið

Hagnýtar upplýsingar

Dagsetning: 4. október 2019 
Staðsetning: Icelandair Hótel Reykjavík Natura
Ráðstefnugjald: 10.500 kr og 5.500 kr fyrir nema (hádegisverður og kaffi innifalið) 

Dagskrá

Skráning á ráðstefnuna

Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor

Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er fyrst of fremst að auka þekkingu á tíðni áfalla og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og verður ein stærsta vísindarannsókn á heimsvísu á þessu sviði. Í þessu erindi mun Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands  kynna fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt

Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining var stofnuð árið 1999 og hefur miðstöðin haft umsjón með fjölmörgum rannsóknum er kannað hafa hagi og líðan barna og ungmenna bæði á Íslandi og erlendis. Rannsóknirnar hafa meðal annars kannað þætti í lífi barna og unglinga á borð við andlega og líkamlega heilsu og líðan, fjölskylduaðstæður, frístundaiðkun, áfengis- og vímuefnaneyslu, árangur í námi, líkamsrækt og þátttöku í íþróttastarfi, trúarskoðanir, mataræði og sjálfsvíg. Í þessu erindi mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík fjalla um niðurstöður nýjustu rannsókna þeirra.

Á málstofunum í ár beinum við sjónum okkar að því frábæra rannsókna- og gæðastarfi sem á sér stað á Landspítalanum.

Málstofurnar verða þrjár og á hverri þeirra verða níu erindi. Má þar til dæmis nefna umfjöllun um nýjar leiðir til notkunar á sónarskoðunum til að meta framgang fæðinga, fyrirlestur um HAM meðferð í gegnum fjarfundabúnað og snjallsímaforrit, og umfjöllun um síðbúnar afleiðingar krabbameins á barnsaldri.


 • Jóhanna Guðbjörnsdóttir, johagudb@landspitali.is
 • Henný Hraunfjörð, hennyh@landspitali.is
 • Ólöf Elsa Björnsdóttir, olofelsa@landspitali.is
 • Anna Ólafía Sigurðardóttir
 • Ásgeir Haraldsson
 • Berglind Brynjólfsdóttir
 • Bertrand Lauth
 • Helga Gottfreðsdóttir
 • Margrét Gísladóttir
 • Ragna Kristmundsdóttir
 • Þóra Steingrímsdóttir

Óskað er eftir ágripum um rannsóknir og verkefni sem tengjast þema ráðstefnunnar
Frestur til að skila inn ágripum er til 1. maí 2019

Uppsetning ágripa:

 • Titill, nöfn höfunda, vinnustaðir og netfang tengiliðar.
 • Hámarksorðafjöldi 350, sett upp og send inn í Word skjali
 • Framsetning, með feitletruðum undirfyrirsögnum: Bakgrunnur, Markmið, Aðferð, Niðurstöður og Ályktanir
 • Texta skal rita í TimesNewRoman 12pt letri, 1 línubil

Ágrip skulu send með tölvupósti á: fjolskyldanogbarnid@landspitali.is

Höfundur tilgreini ósk um birtingu ágrips sem erindi eða veggspjald. Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til ritrýningar og ákvörðunar um birtingu ágrips og form þess, þ.e. sem veggspjald eða erindi.

Dæmi um hvernig senda á inn ágrip:

ATH! smellið á myndina til að sjá hana stærri

Nánari upplýsingar veita:

Henný Hraunfjörð hennyh@lsh.is s.5433061
Ólöf Elsa Björnsdóttir olofelsa@lsh.is s.5433008

2018 Fjölskyldan í gleði og sorg

2016 Fjölskyldan og barnið – saman getum við meira

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?