Leit
Loka

Bráðalegudeild lyndisraskana

Bráðalegudeild lyndisraskana er legudeild fyrir sjúklinga með bráðan alvarlegan geðvanda auk þess að sinna sérhæfðri meðferð við átröskun og sérhæfðri meðferð mæðra með ungbörn.

Deildarstjóri

Guðrún Edda Hauksdóttir

Yfirlæknir

Guðrún Edda Hauksdóttir

Banner mynd fyrir  Bráðalegudeild lyndisraskana

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga.

 Móttökugeðdeildir  - mynd

Hér erum við

3. hæð C álma Geðdeildarbyggingar við Hringbraut -

Hagnýtar upplýsingar

Bílastæði: UUpplýsingar um bílastæði við Hringbraut má finna hér >>

 Strætóleiðir: Leiðir 1, 3 og 6 stoppa við Gömlu Hringbraut, Læknagarða og Klambratún. Leiðir 5 og 15 stoppa við Sjúkrahótelið og leið númer 18 stoppar á Snorrabraut.


Bráðalegudeild lyndisraskana er 17 rúma almenn bráð legudeild fyrir sjúklinga með margvíslegan geðrænan vanda.

Deildin sinnir helst sjúklingum með lyndisraskanir, örlyndi og þunglyndi með eða án geðrofseinkenna, sjúklingum sem þurfa raflækningar, ECT ( electro convulsive therapy) og einnig sjúklingum með aðrar geðrænar áskoranir. Deildin sinnir auk þess sérhæfðri meðferð við alvarlegri átröskun og sérhæfðri meðferð mæðra með ungbörn.

Á deildinni er lögð rík áhersla á teymisvinnu þar sem sjúklingar fá einstaklingsmiðaða meðferð og daglegt samtal við meðferðaraðila. Boðið er upp á létta virkni á deild, en deildin hefur einnig aðgang að virknisetri á fyrstu hæð, tónlistarherbergi, líkamsrækt og lokuðum garði.

Innlagnir koma í gegnum bráðaþjónustu þar sem sjúklingur hefur verið metinn til innlagnar.

Á deildinni bjóðast sjúklingum dagleg viðtöl við sína meðferðaraðila. Í meðferðarteymi eru geðlæknir, sérnámslæknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, félagsráðgjafi og sjúkraliði eða stuðningsfulltrúi. Auk þess starfar á deildinni jafningi sem veitir jafningjastuðning eftir þörfum. Meðferð sjúklinga er einstaklingsmiðuð og skipulögð af fagfólki í samvinnu við sjúklinginn.

Hluti af meðferð sjúklinga í geðþjónustu er öryggismeðferð sem felst í því að tryggja öryggi og veita stuðning.

Meðal-legutími sjúklinga á deildinni er um það bil vika.

Meðferðarteymi býður sjúklingi uppá að haft verði samband við nánasta aðstandanda til að veita stuðning og fjölskyldufundir eru skipulagðir í samráði við sjúkling þegar það á við.

Við útskrift fær sjúklingur upplýsingar og leiðbeiningar um fyrirhugaða framhaldsmeðferð og aðra þjónustu. Sumir koma í eftirfylgdarþjónustu innan spítalans, til dæmis á göngudeildum, en aðrir á heilsugæslu eða annars staðar. Reynt er að tryggja eftirfylgd sem hæfir hverjum og einum.


Boðið er upp á létta virkni á deild en deildin hefur einnig aðgang að virknisetri á fyrstu hæð, tónlistarherbergi, líkamsrækt og lokuðum garði. Farið er í hópgöngu tvisvar sinnum á dag fyrir þá sjúklinga sem geta og treysta sér. Bráðalegudeild lyndisraskana leggur áherslu á ábyrgð sjúklings í eigin meðferð og hvetur sjúklinga til að taka þátt í virkni.

Heimsóknartímar eru milli klukkan 16 og 19 á virkum dögum og milli klukkan 14 og 17 um helgar. Aðstandendur bóka heimsókn í samráði við sjúkling.

Fræðsluefni

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?