Leit
Loka

Eiríksstaðir - Göngudeildir

Á Eiríksstöðum er sameiginleg þjónusta fyrir nokkrar göngudeildir Landspítalans

Banner mynd fyrir  Eiríksstaðir - Göngudeildir

Hagnýtar upplýsingar

Eiríksstaðir stendur við Eiríksgötu 5, á horni Eiríksgötu og Barónsstígs. Húsið er í eigu Reita og heyrir reksturinn undir þjónustusvið. Þar eru staðsettar nokkrar göngudeildir Landspítala í nýuppgerðu húsnæði. Sjá á korti

Skipulag hússins:
1.hæð E og B: Göngudeild gigtar og sjálfsofnæmis, göngudeild innkirtla og efnaskipta og göngudeild klínískrar erfðafræði 
2.hæð E og B: Göngudeild augnsjúkdóma
3.hæð E: Brjóstamiðstöð – Skimun og greining
4.hæð E: Brjóstaskurðlækningar - göngudeild
3.hæð B: Sameiginleg vinnurými starfsfólks, 3 fundarherbergi (Viðey, Engey og Lundey), veitingasala frá ELMA með sjálfsafgreiðslukerfi
4.hæð B: Fundarsalur (Esja)

Opnunartími: 07:30-16:00

Sími: 543 7300

Netfang: eiriksstadir@landspitali.is

Inngangar: Eru tveir fyrir þá sem nýta þjónustu í húsinu, annars vegar við suð-austurinngang og hins vegar við norðurinngang en þar er jafnframt aðkoma sjúkrabíla að húsinu. Allir sjúklingar sem koma á Eiríksstaði fara í gegnum móttökustöðina. Þeir skrá sig sjálfir inn í sjálfsafgreiðslustöndum og fá leiðbeiningar um hvert á að fara næst. Þjónustuliði er staðsettur utan móttökurýmis til aðstoðar.


Bílastæði: Eru rúmlega 70. Til að tryggja aðgengi fyrir sjúklinga eru þau gjaldskyld. Bílastæði fyrir fatlaða eru fjögur, þrjú við norðurinngang og eitt við suð-austurinngang.

Sjá á korti

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?