Leit
Loka

Eiríksstaðir - Göngudeildir

Á Eiríksstöðum er sameiginleg þjónusta fyrir nokkrar göngudeildir Landspítalans

Banner mynd fyrir  Eiríksstaðir - Göngudeildir

Hagnýtar upplýsingar

Lykiltölur LSH 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Hlutf.br. 2008-2019
Fjárveitingar** 66.105 60.310 57.755 57.468 56.127 56.959 58.994 61.689 61.389 63.789 65.829 66.557 67.373 0,7%
**Fjárlög (án S-lyfja) og fjáraukalög án viðhalds- og fjárfestingarframlags (stofnkostnaðar). Laun færð til verðlags m.v. launavísitölu opinberra starfsmanna og rekstur m.v. neysluverðsvísitölu án húsnæðis

Eiríksstaðir stendur við Eiríksgötu 5, á horni Eiríksgötu og Barónsstígs. Húsið er í eigu Reita og heyrir reksturinn undir þjónustusvið. Þar eru staðsettar nokkrar göngudeildir Landspítala í nýuppgerðu húsnæði. Sjá á korti

Skipulag hússins:
1.hæð E og B: Göngudeild gigtar og sjálfsofnæmis, göngudeild innkirtla og efnaskipta og göngudeild klínískrar erfðafræði 
2.hæð E og B: Göngudeild augnsjúkdóma
3.hæð E: Brjóstamiðstöð – Skimun og greining
4.hæð E: Brjóstamiðstöð – Göngudeild 
3.hæð B: Sameiginleg vinnurými starfsfólks, 3 fundarherbergi (Viðey, Engey og Lundey), veitingasala frá ELMA með sjálfsafgreiðslukerfi
4.hæð B: Fundarsalur (Esja)

Opnunartími: 07:30-16:00

Sími: 543 7300

Netfang: eiriksstadir@landspitali.is

Inngangar: Eru tveir fyrir þá sem nýta þjónustu í húsinu, annars vegar við suð-austurinngang og hins vegar við norðurinngang en þar er jafnframt aðkoma sjúkrabíla að húsinu. Allir sjúklingar sem koma á Eiríksstaði fara í gegnum móttökustöðina. Þeir skrá sig sjálfir inn í sjálfsafgreiðslustöndum og fá leiðbeiningar um hvert á að fara næst. Þjónustuliði er staðsettur utan móttökurýmis til aðstoðar.


Bílastæði: Eru rúmlega 70. Til að tryggja aðgengi fyrir sjúklinga eru þau gjaldskyld. Bílastæði fyrir fatlaða eru fjögur, þrjú við norðurinngang og eitt við suð-austurinngang.

Sjá á korti

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?