Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni
Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni er sérhæfð fíknigeðdeild í húsi geðþjónustu Landspítala á Hringbraut, 33D. Deildin sinnir ólögráða ungmennum sem eiga við alvarlegan vímuefnavanda að stríða. Þar starfar þverfaglegt meðferðarteymi með fagþekkingu frá fíknigeðdeild, barna- og unglingageðdeild og barnavernd.
Maríanna Bernharðsdóttir
bbernha@landspitali.isGuðlaug U. Thorsteinsdóttir
gudlthor@landspitali.isHafðu samband
Hér erum við
Geðdeildarbygging við Hringbraut
Hagnýtar upplýsingar
Starfsemin heyrir undir fíknigeðdeild á geðþjónustukjarna og er hlutverk hennar að hafa náið eftirlit með hugsanlegum fráhvarfseinkennum í kjölfar alvarlegrar vímuefnaneyslu og veita stuðning og ráðgjöf til ungmenna sem þar leggjast inn og fjölskyldna þeirra.
Margir meðferðaraðilar koma að starfinu, hjúkrunarfræðingar, stuðningsfulltrúar, sjúkraliðar, geðlæknar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og réttindagæsluaðilar barnaverndar.
Deildin er tveggja rúma eining. Gert er ráð fyrir að ungmenni dvelji á deildinni í 1-3 sólarhringa en eftir það taki við önnur úrræði
Vandað hefur til verka við þróun deildarinnar og var grunnurinn að þjónustuferlinu lagður á þriggja daga vinnustofa þar sem fulltrúar haghafa tóku þátt. Þar var skýrt hvernig meðferðarúrræði tengist þeim farvegum og stofnunum sem þegar koma að þjónustu og meðferð fyrir ungmenni yngri en 18 ára.
Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni samþættir þjónustu þvert á svið og deildir Landspítala og er í samstarfi við aðrar deildir Landspítala sem sinna börnum, bráðamóttökur Landspítala sem og Barnaverndarstofu og barnaverndanefndir á landsvísu.