Ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar í útkallsteymi yfirsetu
Eruð þið góð í mannlegum samskiptum og getið laðað fram það besta í fólki?
Útkallsteymi yfirsetu á Landspítala auglýsir spennandi og þroskandi störf. Teymið sinnir yfirsetum á fjölbreyttum hópi sjúklinga með sérstakar stuðningsþarfir á almennum legudeildum Landspítala.
Við sækjumst eftir sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingum sem hafa gaman af fjölbreyttu starfsumhverfi og áhuga á fólki og jákvæðum samskiptum. Umsækjendur verða að vera tilbúnir til að starfa í teymi, vinna samkvæmt viðurkenndum verklagsferlum og fara á milli deilda spítalans eftir þörfum þjónustunnar hverju sinni. Vaktabyrðin er hófleg og unnið er á þrískiptum vöktum. Upphaf starfa er 1. apríl 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
- Veita einstaklingshæfða aðhlynningu og tryggja öryggi sjúklinga
- Þátttaka í umbótastarfi og þróun þjónustunnar
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra meðferðaraðila
- Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
- Reynsla af umönnun er kostur
- Reynsla af stuðningi við fólk með krefjandi stuðningsþarfir er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku; viðbótartungumálakunnátta er kostur
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afrit af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Tungumálakunnátta: íslenska 4/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi, starfsmaður