Læknir í Transteymi
Langar þig að taka þátt í framsæknu og spennandi þróunarstarfi?
Landspítali óskar eftir metnaðarfullum lækni til starfa í transteymi spítalans.
Transteymið er fjölfaglegt og þverfaglegt samstarfsteymi sem vinnur að umbótum í þjónustu við einstaklinga sem leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kynvitundar og tengdra málefna.
Starfshlutfall er allt að 50%, dagvinna og er starfið laust frá 1. mars 2025 eða eftir samkomulagi.
Boðið er upp á:
- Þjálfun og aðlögun í starfi
- Tækifæri til að hafa áhrif á starfsemi sem er í stöðugri framþróun.
- Starfsumhverfi sem einkennist af virðingu, fagmennsku og teymisvinnu.
- Samvinna við hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa og aðra sérfræðinga innan teymisins
- Samstarf við erlenda sérfræðinga og aðgang að nýjustu þekkingu á sviðinu
- Virk þátttaka í þróun og eflingu þjónustunnar
- Reynsla af teymisvinnu og/eða áhugi á þverfaglegu samstarfi
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði og sérfæðileyfi í almennum lyflækningum, innkirtlalækningum, heimilislækningum, geðlækningum eða annarri sérgrein lækningar er æskilegt
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Læknir, sérfræðílæknir
Tungumálahæfni: íslenska 3/5, enska 4/5