Hjúkrunarfræðingur - Teymisstjóri á göngudeild taugasjúkdóma
Laust er til umsóknar starf teymisstjóra á göngudeild taugasjúkdóma sem er staðsett á göngudeild lyflækningasviðs A-3 í Fossvogi. Í boði er áhugavert starf fyrir framsækinn, hugmyndaríkan og lausnamiðaðan hjúkrunarfræðing. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, hafa brennandi áhuga á framþróun þjónustu og bættum ferlum og eiga auðvelt með að starfa í teymi. Um er að ræða fullt dagvinnustarf og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga með taugasjúkdóma á borð við blóðrásartruflanir í heila, hreyfitaugungahrörnun (MND), heila- og mænusigg (MS), flogaveiki og Parkinsonsjúkdóm. Lögð er áhersla á símenntun starfsfólks og þróunar- og rannsóknarvinnu.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn og fá nánari upplýsingar um starfsemina, áhugasamir hafi samband við Ragnheiði deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf er lýtur að umsjón sjúklingahópa í eftirliti innan lungnalækninga, sem felur í sér meðal annars:
- Fræðslu fyrir sjúklinga og fagstéttir
- Eftirfylgni
- Sinna tilvísunum í samvinnu við sérfræðinga í lungnalækningum
- Uppbyggingu og þróun á nýrri sérhæfðri þjónustu
- Þróun og samvinnu við hjúkrunarfræðinga sérgreinar og aðrar fagstéttir
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð tölvukunnátta
- Skipulögð, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
llar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisstjóri,
Tungumálahæfni: íslenska 5/5