Áhugavert starf - Heilbrigðisritari/skrifstofumaður á hjartadeild
Við sækjumst eftir metnaðarfullum og færum einstaklingi til starfa sem heilbrigðisritari/skrifstofumaður og jafnframt umsjónarmaður á hjartadeild Landspítala. Ef þú ert lausnamiðaður, þjónustulipur og með góða samskiptahæfni þá gæti þetta hentað þér. Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reynds starfsfólks og gott starfsumhverfi.
Hjartadeild Landspítala er eina sérhæða hjartadeildin á landinu. Deildin veitir fjölbreytta þjónustu sem nær yfir greiningar, meðferðir og eftirfylgni fyrir hjartasjúklinga. Á Hjartadeild fer fram öflug starfsemi og starfar þar öflugt teymi sérfræðinga á sviði hjartasjúkdóma. Við leggjum mikla áherslu á teymisvinnu með það í huga að byggja upp skemmtilegan vinnustað með möguleika á að taka þátt í daglegri umbótavinnu samhliða hefðbundnum störfum. Lögð er rík áhersla á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart skjólstæðingum og samstarfsfólki.
Við bjóðum:
- Starfshlutfall er 100% , virka daga
- Áherslu á öryggi og samvinnu teyma
- Framúrskarandi aðlögun fyrir nýtt starfsfólk
- Laun samkvæmt kjarasamningi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Sameyki
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Sjúklingamóttaka: Tryggja að sjúklingar finni sig velkomna, fái allar nauðsynlegar upplýsingar og fylgja viðeigandi innritunarferli.
- Tímabókanir: Stýra tímabókunum fyrir sjúklinga, svo sem tíma fyrir hjartarannsóknir, viðtöl við sérfræðinga og endurkomutíma.
- Símsvörun og upplýsingagjöf: Svara símtölum, veita nauðsynlegar upplýsingar um deildina og þjónustu hennar, og leiðbeina sjúklingum og aðstandendum þeirra.
- Meðferð sjúkraskráa: Söfnun, skráning og viðhald gagna í sjúkraskrár, tryggja nákvæmni og trúnað.
- Umsjón með birgðum: Fylgjast með og stjórna birgðum af nauðsynlegum rekstrarvörum og tækjum fyrir deildina.
- Samstarf við heilbrigðisstarfsfólk: Vinna náið með hjúkrunarfræðingum, læknum og öðru fagfólki til að samræma umönnun og þjónustu.
- Gæðaeftirlit og umbætur: Þátttaka í gæðaeftirlitsverkefnum til að hámarka öryggi og árangur í meðferð sjúklinga.
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Sjálfstæði og skipulagður vinnubrögð
- Reynsla af teymisvinnu
- Góð tölvufærni
- Góð aðlögunarhæfni
- Sterk þjónustulund og jákvætt viðmót
- Reynsla af sérhæfðum skrifstofustörfum
- Þekking á Sögukerfi Landspítala er kostur
- Heilbrigðisritaranám, stúdentspróf eða annað nám og/ eða reynsla sem nýtist í starfi
- Stundvísi og áreiðanleiki
Frekari upplýsingar um starfið
Umsóknir sendist rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá, ásamt kynningarbréfi í PDF formi.
Þetta tækifæri er kjörið fyrir þig ef þú hefur áhuga á heilbrigðisþjónustu og ríka þjónustulund, og vilt vera hluti af fjölbreyttum og góðu teymi.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, heilbrigðisritari, skrifstofustörf, móttaka, ritari, skrifstofumaður
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5