Verkefnastjóri vottunar og evrópuverkefna innan krabbameinsþjónustu
Laust er til umsóknar spennandi starf verkefnastjóra vottunar og evrópuverkefna innan krabbameinsþjónustu.
Starfið felst í stjórnun og innleiðingar vottunar innan krabbameinsþjónustu skv. stöðlum OECI og EUSOMA og eftirfylgd verkþátta sem Landspítali ber ábyrgð á í evrópuverkefnum sem krabbameinsþjónusta spítalans er þátttakandi í.
Starfsmaðurinn tilheyrir teymi skrifstofu hjarta-, augn- og krabbameinsþjónustu Landspítala og næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri þjónustunnar.
Ráðið verður í starfið 1. janúar 2025 eða skv. samkomulagi.
- Verkefnastjórnun, umsjón og eftirfylgd vottunarferlis krabbameinsþjónustu
- Undirbúningur og umsjón funda tengdum vottunarferli
- Verkefnastjórnun og umsjón evrópuverkefna krabbameinsþjónustu
- Samstarf við gæðadeild Landspítala varðandi heildar stefnum um gæðamál og vottanir
- Sækja fundi sem tengjast ofangreindum verkefnum bæði innanlands og erlendis
- Önnur verkefni skv. ákvörðun framkvæmdastjóra
- Háskólagráða sem nýtist í starfi
- Starfsreynsla á sviði heilbrigðisþjónustu er kostur
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun, reynsla af verkefnum á sviði evrópuverkefna, gæðamála og vottunar er kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Fagmennska, umhyggja og virðing í samskiptum
- Hæfni til að miðla upplýsingum til ólíkra hópa
- Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta og góð hæfni í að rita texta bæði á íslensku og ensku
- Sjálfstæði, frumkvæði, skipulögð og öguð vinnubrögð
- Hæfileiki til að tileinka sér nýjungar
- Jákvætt og hvetjandi viðmót
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, verkefnastjórn, heilbrigðisvísindi
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5