Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á sameinaðri endurhæfingardeild K1 og L1 Landakoti
Við leitum eftir kraftmiklum hjúkrunarfræðingi í starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á sameinaðri endurhæfingardeild K1 og L1 á Landakoti. Landkot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf Miðborgarinnar er kostur eftir langa vinnudaga.
Viðkomandi þarf að hafa mikla samskiptahæfni og áhuga á að takast á við breytingar. Hér er um spennandi tækifæri að ræða fyrir hjúkrunarfræðinga á nýsameinaðri endurhæfingardeild þar sem áhersla er á endurhæfingu og að auka lífsgæði einstaklinga eftir bráðaveikindi eða brot.
Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við aðrar fagstéttir sem koma að meðferð og endurhæfingu sjúklinga innan og utan spítalans. Gæðaverkefni og umbótastarf er í stöðugum vexti innan endurhæfingarþjónustunnar, þvert á einingar.
Deildirnar voru nýverið sameinaðar undir einn deildarstjóra, því eru mikil tækifæri til að vinna að umbótaverkefnum sem er spennandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga. Starfið felur í sér fjölbreytta hjúkrun og boðið er upp á ítarlega þjálfun fyrir nýtt starfsfólk.
Sveigjanleiki er í boði varðandi vinnutíma þar sem áhersla er lögð á góð samskipti við samstarfsfólk, skjólstæðinga og aðstandendur.
Landakot er inngildandi vinnustaður, þar sem fjölbreytileiki íslensks samfélags fær að njóta sín og mannvirðing er höfð að leiðarljósi.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1.janúar 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar og mótun liðsheildar
- Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum
- Ber ábyrgð á framkvæmd hjúkrunar, rekstri og mönnun deildar í fjarveru deildarstjóra
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi sem og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun
- Leiðir umbótaverkefni og teymisvinnu deildar
- Heldur utan um verknám hjúkrunarnema á deild
- Alhliða hjúkrun og samstarf við sjúklinga og fjölskyldur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð íslenskukunnátta
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Sýn og hæfni til að leiða faglega þróun hjúkrunar og gæða- og öryggismál
- Hæfileiki til þverfaglegrar teymisvinnu og sjálfstæði í starfi
- Sveigjanleiki og góð aðlögunarhæfni
- Mjög góð hæfni í samskiptum og jákvætt viðmót
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Frekari upplýsingar um starfið
Starfið auglýst 15.11.2024. Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 03.12.2024.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri hjúkrun, hjúkrun, stjórnun