Líffræðingur - sameindalíffræðingur á meinafræðideild
Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum líffræðingi sem vill ganga til liðs við okkur og taka þátt í uppbyggingu þjónusturannsókna ásamt að taka þátt í vísindarannsóknum. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs. Ráðningatími frá 1. desember 2024 eða eftir samkomulagi.
Á rannsóknastofu í sameindameinafræði eru unnar þjónusturannsóknir á æxlisvef sem miða að því að finna stökkbreytingar í krabbameinsgenum og setja þær í klínískt samhengi. Eru miklar og örar framfarir innan sviðsins og bætist stöðugt í þekkingu á frumuferlum og nýjum krabbameinsgenum og áhrifum þeirra hvað varðar greiningar og meðferð. Sterk hefð er fyrir ástundun vísindarannsókna á deildinni enda mikilvægt í því síbreytilega umhverfi sem sameindameinafræðin er. Í leit okkar að nýjum liðsmanni leggjum við því áherslu á bakgrunn í líffræði og áhuga á krabbameinsfræðum og vísindastarfi.
- Undirbúningur og framkvæmd þjónusturannsókna, s.s. einangrun erfðaefnis, raðgreiningar, PCR mælingar og skyldar aðferðir
- Skráning upplýsinga í tengslum við móttekin sýni og niðurstöður rannsókna
- Þátttaka í umsjón með tækjum, tólum og daglegum rekstri rannsóknastofunnar
- Þátttaka í vísindastarfi
- Menntun í líffræði eða sameindalíffræði
- Meistaragráða í sameindalíffræði er kostur
- Nákvæmni, vandvirkni og skipulögð vinnubrögð
- Sjálfstæði, jákvæðni og lausnamiðaður hugsunargangur
- Góð skrifleg og munnleg færni í íslensku og ensku
- Reynsla af vinnu sem byggir á sameindalíffræðilegum aðferðum, þ.m.t. raðgreiningum
- Góð kunnátta í excel og sambærilegum forritum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, líffræðingur, sameindalíffræðingur
Tungumálahæfni: íslenska 3/5, enska 3/5