Aðstoðardeildarstjóri á Brjóstamiðstöð - deild skimunar og greiningar brjóstameina
Laus til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á Brjóstamiðstöð á Eiríksgötu 5. Við leitum eftir metnaðarfullum geislafræðingi með brennandi áhuga á þjónustu á deild skimunar og greiningar á Brjóstamiðstöð ásamt gæða- og umbótastarfi. Unnið er í dagvinnu og er starfið laust frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi.
Á Brjóstamiðstöð starfar kraftmikill hópur sem sinnir skimun, greiningu og meðferð á meinum í brjóstum. Aðstoðardeildarstjóri er virkur þátttakandi í þverfaglegum teymum innan Brjóstamiðstöðvar og sinnir einnig ýmsum verkefnum tengdum stjórnun, rekstri, þjónustu og mannauði.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Vinnur í samráði við deildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
- Ber ábyrgð á verkefnum sem deildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í skimunar- og greiningarhluta Brjóstamiðstöðvar
- Framkvæmd brjóstarannsókna
- Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við deildarstjóra
- Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd þjónustu skimunar- og greiningar Brjóstamiðstöðvar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
- Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheildar
- Íslenskt starfsleyfi geislafræðings
- Framhalds- eða viðbótarmenntun æskileg
- Starfsreynsla sem geislafræðingur
- Faglegur metnaður
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stjórnunarþekking, reynsla og leiðtogahæfni
- Góð íslenskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerking: Heilbrigðisþjónusta, geislafræðingur, stjórnunarstarf, aðstoðardeildarstjóri, dagvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5