Sérnámsstöður í öldrunarlækningum
Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í öldrunarlækningum til tveggja ára. Um er að ræða viðbótarsérnám við heimilislækningar eða undirsérgrein lyflækninga og er það forkrafa að vera með sérfræðileyfi í annarri þeirra sérgreina.
Sérnámið er byggt á marklýsingu Royal Colleges of Physicians Training Board í Bretlandi og vottað af mats- og hæfisnefnd Heilbrigðisráðuneytisins í samræmi við reglugerð 856/2023. Sérnám fer fram á Landspítala en það er mögulegt að taka hluta á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Upphafsdagur ráðningar er 24. febrúar 2025 en fimmtudaginn 27. febrúar er móttökudagur sérnáms, annars getur upphaf starfs verið samkvæmt samkomulagi við kennslustjóra hverrar sérgreinar fyrir sig.
Sjá kynningarmyndband.
Further information for applicants who do not speak Icelandic or have an Icelandic medical licence.
Sjá almennt kynningarmyndband um sérnám í læknisfræði, upplýsingar um sérnám á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.
- Vinna og nám á legudeildum og göngudeildum ásamt vaktþjónustu
- Þátttaka í ráðgjafaþjónustu undir handleiðslu sérfræðilækna
- Kennsla lækna í sérnámsgrunni, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsfólks
- Þátttaka í gæða- og vísindavinnu
- Sérnámslæknir ber sjálfur ábyrgð á fullri þátttöku í öllum þáttum sérnáms og skrásetningu þess í samræmi við marklýsingu og skráningarkerfi
- Framgangur milli námsára er ákvarðaður með árlegu framvindumati
- Hafa lokið sérnámi í heimilislækningum eða lyflækningum við upphaf sérnáms
- Íslenskt sérfræðilækningaleyfi
- Áhugi á að starfa við viðkomandi sérgrein
- Lágmarkskunnátta í íslensku, nema samkomulag sé um annað
- Fyrri starfsreynsla, reynsla af vísinda-, umbóta- og gæðastörfum æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Áreiðanleiki, stundvísi og árangursmiðað viðhorf
Frekari upplýsingar um starfið
Umsækjendum er bent sérstaklega á að kynna sér marklýsingu sérnáms og reglugerð 856/2023.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf
- Mögulega umsagnaraðila
Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Starfsferilskrá
- Kynningarbréf með persónulegum markmiðum umsækjenda varðandi starfið auk rökstuðnings fyrir hæfni.
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum.
- Tilgreind reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt yfirliti yfir birtar vísindagreinar (eða í ritrýni) sem umsækjandi er höfundur að.
- Staðfestingu um áætluð lok sérnámsgrunns ef því er ekki nú þegar lokið.
Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum eftir því sem við á. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali áskilur sér rétt til að falla frá áformum frá ráðningum eða ráða fleiri en einn á grundvelli auglýsingar þessarar.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérnámslæknir, læknir með lækningaleyfi