Sérhæfður starfsmaður - hlutastarf á ónæmisfræðideild
Laust er til umsóknar 50% starf sérhæfðs starfsmanns á ónæmisfræðideild Landspítala við Hringbraut.
Á deildinni starfa um 30 einstaklingar við greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennslu heilbrigðisstétta í ónæmisfræði. Góður starfsandi er ríkjandi.
Meginhlutverk deildarinnar er að vera leiðandi hvað varðar rannsóknir, greiningu, meðferð og eftirlit ónæmis- og ofnæmissjúkdóma á Íslandi. Auk þess veitir deildin alhliða þjónusturannsóknir á sviði gigtar-, bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma.
Starfið felst í móttöku og símavörslu, framkvæmd glerþvottar og dauðhreinsunar, umsjón með kaffistofu, almennri aðstoð við starfsfólk og öðrum verkefnum í samráði við yfirmann. Við viljum ráða jákvæðan, þjónustulipran og sjálfstæðan einstakling með góða samskiptahæfni.
Deildin er opin alla virka daga frá kl. 8-16 og það þarf að manna móttökuna á þessum tíma. Vinnutími eftir samkomulagi við ráðningu. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
- Símavarsla og móttaka
- Eftirlit og framkvæmd glerþvottar og dauðhreinsunar
- Umsjón með kaffistofu
- Almenn aðstoð við starfsfólk
- Önnur verkefni í samráði við yfirmann
- Jákvæðni og skipulögð vinnubrögð
- Stundvísi, sveigjanleiki og þjónustulund
- Góð íslenskukunnátta
- Reynsla sem nýtist í starfi æskileg
- Góð tölvukunnátta er æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérhæfður starfsmaður, móttaka, símavarsla, skrifstofustarf, eldhússtörf