Læknir með lækningaleyfi - Hefur þú áhuga á rannsóknalækningum?
Við sækjumst eftir læknum sem hafa áhuga á sérnámi í rannsóknarlækningum og blóðbankafræðum. Starfshlutfall er 100% og gæti viðkomandi hafið störf 1. október 2024 eða eftir samkomulagi. Starfið er tímabundið í 6-12 mánuði eða samkvæmt nánara samkomulagi innan sérgreina rannsóknalækninga og Blóðbankans. Um er að ræða dagvinnu án vakta í flestum tilvikum. Umsækjendur velja sér sérsvið, auk þess að setja fram óskir varðandi þátttöku í starfsemi annarra sérgreina þar sem viðkomandi myndi fara í a.m.k. 3. mánaða blokkir innan valdra sérgreina.
Þær sérgreinar sem um ræðir á sviðinu eru sýkla- og veirufræði, erfða- og sameindalæknisfræði, blóðbankafræði, ónæmisfræði, meinafræði, klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði.
Við rannsóknarlækningar starfa reyndir sérfræðilæknar ásamt öðrum læknum í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun. Sérnám í rannsóknalækningum er í undirbúningi á Landspítala en hefur ekki hafist enn.
- Þjálfun í rannsóknalækningum með þátttöku í greiningarannsóknum
- Vinna við ráðgjöf undir umsjón sérfræðilækna
- Kennsla lækna í sérnámsgrunni, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna, eftir því sem við á
- Þátttaka í vísindastarfi, þróunar- og gæðaverkefnum
- Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi við upphaf starfs
- Íslenskt lækningaleyfi eða uppfylla skilyrði til þess
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Öguð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf
- Mögulega umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Starfsferilsskrá
- Vottað afrit af prófskírteini og starfsleyfi
- Staðfestingu um áætluð lok sérnámsgrunns ef því er ekki nú þegar lokið.
Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum eftir því sem við á. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Læknir með lækningaleyfi, almennur læknir, læknir