Sérfræðinám í hjúkrun og ljósmóðurfræði á Landspítala
Landspítali auglýsir eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum í launað sérfræðinám til undirbúnings veitingar sérfræðileyfis á klínísku sérsviði í hjúkrun og ljósmóðurfræði. Tilgangur sérfræðinámsins er að efla og bæta klíníska færni og þekkingu verðandi sérfræðinga í hjúkrun og ljósmóðurfræði á viðkomandi sérsviði. Jafnframt að þeir fái þjálfun í gagnreyndum vinnubrögðum og reynslu í hlutverki sérfræðings á viðkomandi sérsviði undir leiðsögn sérfræðinga.
Sérfræðinámið er einstaklingsmiðað og stendur yfir í 9-18 mánuði, í 80-100% starfi. Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir í sérfræðinámi fær 20% af sínum vinnutíma, í samráði við yfirmann, til að vinna að markmiðum sínum í náminu.
Sérfræðinámið hefst í janúar næstkomandi, eða eftir samkomulagi.
Þátttakandi:
- Leggur fram námsáætlun við upphaf sérfræðináms. Gerir leiðsagnarnefnd og deildarstjóra reglulega grein fyrir framvindu námsins og ber ábyrgð á að hún sé í samræmi við markmið
- Veitir sérhæfða meðferð, annast ákveðna sjúklingahópa eða vinnur að þróun hjúkrunar í samræmi við klínískar áherslu sérfræðinámsins
- Stuðlar að þverfaglegri samvinnu, vinnur gæðaverkefni og hefur frumkvæði að nýjungum í meðferð eftir því sem við á
- Veitir ráðgjöf og fræðslu til sjúklinga, aðstandenda eða starfsmanna um sérhæfða meðferð á sínu sérsviði
- Tekur þátt í reglubundnum umræðutímum og skilar formlegri ígrundun
- Meistarapróf sem uppfyllir skilyrði reglugerða um hjúkrunarfræðinga nr. 512/2013 með síðari breytingum og/eða um ljósmæður nr. 1089/2012
- Áhugi og metnaður til að þróa sérfræðiþekkingu á tilteknu sviði hjúkrunar- eða ljósmóðurfræði og vera í fararbroddi í umbótum sem byggja á gagnreyndri þekkingu
- Íslenskt hjúkrunar-/ ljósmóðurleyfi
- Mjög góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Umsókn þarf að fylgja:
- Náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum
- Starfsleyfi ef umsækjandi er ekki þegar í starfi á Landspítala
- Kynningarbréf þar sem tilgreind eru persónuleg markmið með sérfræðináminu og lýsing á fyrirhugaðri sérhæfingu
- Samþykki næsta yfirmanns fyrir umsókn
Framkvæmdastjóri hjúkrunar, kennslustjóri sérfræðináms og aðrir eftir atvikum taka viðtöl við umsækjendur. Forstöðuhjúkrunarfræðingur sviðs ræður í starfið í samráði við framkvæmdastjóra hjúkrunar og viðkomandi deildarstjóra.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, hjúkrun