Hjúkrunarfræðingur í átröskunarteymi - afleysing
Hefur þú áhuga á hjúkrun einstaklinga með átraskanir?
Öflugur hjúkrunarfræðingur óskast í afleysingastöðu til eins árs á dagdeild átröskunarteymis Landspítala. Teymið er eitt af sérhæfðum göngudeildarteymum á meðferðareiningu lyndisraskana og er staðsett á Kleppi.
Átröskunarteymið er þverfaglegt teymi, en í því starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, geðlæknir, atferlisfræðingur, næringarfræðingur, iðjuþjálfar, fjölskyldufræðingur og ráðgjafi. Teymið sinnir greiningu og meðferð einstaklinga 18 ára og eldri sem glíma við átraskanir og býður upp á dag- og göngudeildarmeðferð. Rík áhersla er lögð á öfluga og uppbyggilega teymisvinnu, framþróun innan teymisins og unnið er að fjölbreyttum umbótaverkefnum.
Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð einstaklinga með átröskun og felst starfið meðal annars í að aðstoða notendur við að koma á heilbrigðum og reglubundnum matarvenjum ásamt því að veita ráðgjöf og fræðslu, meta einkenni, heilsufar og líðan.
Geðþjónustan leggur áherslu á að styðja við vöxt og þróun í starfi, meðal annars með því að bjóða upp á handleiðslu og starfsþróunarár fyrir hjúkrunarfræðinga.
Starfshlutfall er 80-100% og unnið er í dagvinnu. Ráðið verður í starfið sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi.
- Máltíðastuðningur á dagdeild
- Ráðgjöf, hvatning og fræðsla til notenda
- Mat á einkennum átröskunar og heilsufarsmat
- Þátttaka í teymisvinnu og samvinna við önnur teymi/stofnanir
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður, sjálfstæð vinnubrögð og einlægur áhugi á stuðningi við fólk með átröskun
- Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
- Þekking og reynsla af HAM æskileg
- Jákvætt hugarfar, metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Starfið auglýst 14.08.2024. Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 30.09.2024.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna