Læknar í sérnámsgrunni á Íslandi
Auglýst eru störf lækna í sérnámsgrunni á Íslandi. Um er að ræða starfsnám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 856/2023 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi, með síðari breytingum.
Upphaf starfa hefst með móttökudögum sem verða dagana 8.-12. júní 2026 og 12.-16. okt 2026. Starf hefst á klínískum deildum 22. júní eða síðar skv. dagsetningum sem tilteknar eru í fylgiskjali með umsókn um sérnámsgrunn. Upphaf ráðningarsamnings miðast við 5 virka daga fyrir upphaf sérnámsgrunns til að dekka móttökudagana. Markmiðið er að veita hnitmiðaða þjálfun og leiðsögn, samkvæmt marklýsingu á viðurkenndri kennslustofnun, þannig að læknir í sérnámsgrunni öðlist reynslu og færni til að geta starfað fagmannlega sem öruggur læknir. Starfsnámið fer fram undir ábyrgð framkvæmdastjóra lækninga á viðkomandi stofnun.
Sérnámsgrunnur er samtals 12 mánaða klínískt starf á viðurkenndum kennslustofnunum. Sérnámsgrunnur skiptist í 4 mánuði í heilsugæslu og 8 mánuði á kennslusjúkrahúsi, þar af að lágmarki 2 mánuði í lyflækningum, 2 mánuði í bráðum lækningum og 2 mánuðum í skurðlækningum.
- Almenn störf lækna í sérnámsgrunni og vaktir eftir því sem við á
- Læknar í sérnámsgrunni starfa á ábyrgð yfirlæknis og undir leiðsögn sérfræðilækna
- Próf í læknisfræði frá viðurkenndum háskóla
- Lækningaleyfi frá embætti landlæknis á Íslandi
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót
- Gott vald á íslenskri tungu, bæði í mæltu og rituðu máli, að lágmarki B2 skv. evrópska tungumálarammanum (CEFR)
Frekari upplýsingar um starfið
Mats- og hæfisnefnd metur hvaða kennslustofnanir geta tekið á móti læknum í sérnámsgrunni. Kennsluráð sérnámsgrunns skipuleggur námsblokkir en ráðningavald er í höndum hverrar stofnunar fyrir sig.
VARÐANDI UMSÓKNIR UM SÉRNÁMSGRUNN Á ÍSLANDI:
Umsækjendur senda rafræna umsókn með fylgiskjölum a-c, sem talin eru upp hér fyrir neðan.
Umsækjendur sendi líka í tölvupósti skjöl a-d, sem talin eru upp hér fyrir neðan. Þau skulu sendast í einum tölvupósti með tveimur viðhengjum til sigruni@landspitali.is og violetta.osk.hlodversdottir@heilsugaeslan.is sem hér segir:
Skjöl a-c skulu vera í sér viðhengi. Þau skulu vera í réttri röð, skönnuð inn eða sett inn í eitt word eða PDF skjal og með skráarheitið Fullt nafn umsækjanda - Umsóknargögn.
Seinna viðhengið innhaldi aðeins fylgiskjalið (d) með skráarheitinu Fullt nafn umsækjanda - Fylgiskjal Skjöl (f) sendist til sigruni@landspitali.is þegar þau liggja fyrir.
FYLGISKJÖL
a) Ferilskrá með upplýsingum um menntun, starfsreynslu, vísindastörf og annað sem umsækjandi telur að skipti máli.
b) Staðfest afrit af einkunnum.
Óskað er eftir bæði BSc- og kandídatseinkunnum ef boðið er upp á slíkt, eins og t.d. í Háskóla Íslands.
c) Staðfesting á læknaprófi eða áætluðum námslokum.
Fyrir nema í HÍ þá fást frumrit/ afrit af BSc- og kandídatseinkunnum hjá þjónustuborðinu, Háskólatorgi. Óskið sérstaklega eftir að staðfesting á áætluðum námslokum komi þar fram.
d) Fylgiskjal með umsókn um sérnámsgrunn á Íslandi 2026-2027. Sækja skjalið hér og vista. Í skjalinu komi m.a. fram óskir um námsstofnun, námsblokkir, heilsugæsluhluta og tímabil utan skyldumánaða.
e) Umsagnir frá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem þekkja vel til nema í starfi (eða námi).
Sendist beint í tölvupósti á netfangið sigruni@landspitali.is
Staðlaða spurningalista er að finna á eftirfarandi slóðum:
(hægri smellið, veljið að vista skalið)
Á íslensku: https://www.landspitali.is/umsagnirsgl
Á ensku: https://www.landspitali.is/umsagnirsgl/enska
Á dönsku: https://www.landspitali.is/umsagnirsgl/danska
f) Umsækjendur sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, skili inn vottorði um að hafa lokið a.m.k. stigi B2 í íslensku skv. Evrópska tungumálarammanum (CEFR). Umsóknin verður tekin fyrir þegar vottorðið hefur borist, ásamt öðrum umsóknargögnum. Vottorð skilst í tölvupósti til sigruni@landspitali.is
Athugið: Aðeins er hægt að skipta sjúkrahúshluta sérnámsgrunns á milli tveggja stofnana, nema ef um 18 mánaða sérnámsgrunn er að ræða.
Nánari upplýsingar veita:
Sigrún Ingimarsdóttir (LSH) - sigruni@landspitali.is - 543-1475
Víóletta Ósk Hlöðversdóttir (Hg) - violetta.osk.hlodversdottir@heilsugaeslan.is - 513-5200
Hugrún Hjörleifsdóttir (SAK) - hugrun@sak.is - 463-0344
Sigurður E Sigurðsson (HVE) - sigurdur.e.sigurdsson@hve.is - 432-1000
Helgi Hafsteinn Helgason (HSU) - helgi.h.helgason@hsu.is - 432-2000