Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á Vökudeild - nýbura- og ungbarnagjörgæslu, Barnaspítala Hringsins
Heilbrigðisritari eða skrifstofumaður óskast til starfa á Vökudeild. Um er að ræða 60% starf í dagvinnu sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt verkefni. Starfið er laust 1. október 2025 eða eftir samkomulagi. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vökudeildin er eina deild sinnar tegundar á Íslandi. Þar dvelja nýburar og fyrirburar sem þurfa sérhæft eftirlit og meðferðir í styttri eða lengri tíma. Á deildinni starfa um 80 einstaklingar í öflugu þverfaglegu teymi.
- Móttaka og símavarsla á deild
- Umsjón sjúklingabókhalds deildar
- Aðstoð við pantanir og birgðahald á deild
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
- Heilbrigðisritaramenntun kostur og/ eða reynsla af skrifstofustörfum
- Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar, þjónustulipurð og jákvæðni
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og geta til að vinna undir álagi
- Krafa um góða tölvukunnáttu
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
- Hreint sakavottorð
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsækjendur skulu framvisa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Heilbrigðisritari, skrifstofumaður, ritari, skrifstofustörf, móttaka
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5