Viltu vera á skrá? Lyfjatæknir
Ef þú vilt vera þátttakandi í frábærum hópi starfsfólks Lyfjaþjónustu, bæta lyfjaöryggi sjúklinga og nýta nám þitt og reynslu til fullnustu, þá eru fjölmörg ný og spennandi verkefni í bígerð í Lyfjaþjónustu Landspítala.
Lyfjatæknar á Landspítala eru gríðarlega mikilvægir hlekkir í þjónustukeðju spítalans og nú er einstakt tækifæri fyrir lyfjatækna að þróa ábyrgð og verksvið á deildum spítalans. Verkefnin eru afar fjölbreytt, í sífelldri þróun og mikil áhersla á þverfaglegt samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir innan Landspítala. Í dag starfa hjá okkur um 30 lyfjatæknar sem gerir okkur að einum stærsta vinnustað lyfjatækna á landinu. Lögð er áhersla á starfsþróun og góðan starfsanda. Kíktu á þetta myndband og sjáðu hvað lyfjatæknar gera á Landspítala.
Ef það heillar þig að vinna nær sjúklingum og nýta alla þá reynslu og þekkingu sem þú býrð yfir, þá hvetjum við þig til að sækja um. Okkur væri ánægja að fá að kynna starfsemina fyrir þér.
Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.
- Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
- Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt
Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega.
- Lyfjatæknipróf
- Jákvætt viðmót og liðsmaður
- Skipulögð vinnubrögð
- Gæðahugsun
- Góð tölvukunnátta
- Birgðastýring lyfja á lyfjaherbergjum á deildum Landspítala
- Vörumóttaka og frágangur lyfja
- Afgreiðsla pantana á deild og ráðgjöf til deilda
- Þátttaka í þróun lyfjaþjónustu á klínískum deildum
- Fylgni við gæðakerfi og þátttaka í þróun gæðavinnu
- Önnur tilfallandi verkefni
Frekari upplýsingar um starfið
Upphafsdagur starfa sem og starfshlutfall er samkomulag.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Lyfjatæknir