Innri endurskoðandi á Landspítala
Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf innri endurskoðanda. Við leitum að öflugum einstaklingi sem býr yfir mikilli reynslu og fagþekkingu á sviði innri endurskoðunar.
Innri endurskoðun vinnur fyrir stjórn spítalans og forstjóra. Innri endurskoðanda er ætlað að bæta rekstur spítalans með því að aðstoða stjórnendur við að ná settum rekstrarmarkmiðum, meta árangur, bæta áhættustýringu, eftirlit og stjórnun. Aðaláhersla innri endurskoðunar er því að kanna og meta hvort innra eftirlitið sé virkt svo að starfsemi Landspítala sé í eðlilegum farvegi.
Innri endurskoðandi er sjálfstæður í sínum verkefnum en heyrir í skipulagi stofnunarinnar undir forstjóra spítalans.
Starf innri endurskoðanda hjá Landspítala er 100% starf og laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
- Annast og bera ábyrgð á innri endurskoðun Landspítala.
- Úttektir og mat á innra starfi og virkni innra eftirlits.
- Úttektir á starfsemi einstakra eininga og spítalans í heild.
- Framkvæma innra eftirlit með starfsemi og gætir að því að hún sé í samræmi við lög, reglur og fyrirmæli.
- Framkvæma og hafa umsjón með úttektum á eftirlitsskyldum þáttum í rekstri spítalans.
- Tryggja að vinnuferlar styðji við árangursríkt skipulag og stjórnun.
- Eftirlit með notkun upplýsingakerfa, öryggi þeirra þannig að þau tryggi réttmæti og heilleika gagna.
- Eftirlit með að starfsfólk fylgi lögum, reglugerðum, stefnu, stöðlum og verklagsreglum.
- Tryggja að reikningshald, uppgjör og ársreikningar séu í samræmi við ákvæði laga og reglna.
- Hafa eftirlit með að áhætta sé greind með fullnægjandi hætti og henni stjórnað.
- Tryggja að forstjóri og aðrir stjórnendur spítalans fái réttar og nauðsynlegar upplýsingar til þess að geta sinnt hlutverki sínu.
- Veita ráðgjöf um áhættu, áhættumat, stjórnarhætti og eftirlitsumhverfi.
- Faggilding í innri endurskoðun eða löggiltur endurskoðandi með reynslu af innri endurskoðun.
- Háskólapróf í viðskiptum, fjármálum eða skyldu sviði.
- Framhaldsmenntun á sviði innri endurskoðunar æskileg.
- Reynsla/þekking af opinberri stjórnsýslu er mikill kostur.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið, afrit af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum og hefur Landspítali hlotið jafnlaunavottun.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Sérfræðistörf, endurskoðandi, reikningshald, viðskiptafræðingur